Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 38

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 38
38 EIRÍKUR J. EIRÍKSSON „Materna lingva“ (móðurmál) er í latínu á 14. öld og jafnvel löngu fyrr (1175). Þýzka orðið „muttersprache“ finnst í lágþýzku árið 1424. Skýrgreining móðurmálshugtaksins er ekki öll eins. Það táknar málið, sem einstaklingurinn á sameiginlegt með samfélagi því, er hann elst upp við, og veldur málið þar miklu um. En móðurmálið er einstaklingnum um leið veraldarskuggsjá, og arfur hans, til orðinn á árþúsundum. Lúther tekur hugtakið móðurmál upp í „ríkismálið“, háþýzkuna, árið 1525. Það verður svo vígorð siðbótarinnar. Móðurmál táknar fyrst og fremst þjóðtungu. Framan af kemur það ekki skýrt fram hjá Lúther, meðan hann er að „skapa“ þýzka tungu úr mállýzkunum. En umfram allt vakir fyrir siðbótarmönnum með hugtakinu móðurmál: mál almennings, málið á vörum alþýðu manna. Og þe^s vegna er móðurmálið þeim svo mikilvægt: það flytur sannindi trúarinnar, og þau ná þannig til almennings. Það er engin tilviljun, að fóstbræður siðbótarmannanna, humanistarnir, voru t. d. yfirleitt úr alþýðustétt og raunar siðbótarfrömuðirnir einnig. Það er athyglisvert, að sjálfur Pétur Palladíus Sjálandsbiskup, höfuðstoð íslenzku siðbótarmannanna og leiðarljós Guðbrands bisk- ups, var skósmiðssonur. Biblían á móðurmálinu var þeim Erasmusi frá Rotterdam og Lúther vegurinn til þess, að sannindi trúarinnar yrðu almennings- eign, þótt Erasmus að vísu léti staðar numið við frummálið, grískuna, og þýðingu sína á latínu. En Lúther hins vegar steig skrefið til fulls, tengdi saman móðurmálið og biblíuna og gerði það að einu höfuðmarkmiði siðbótarinnar. Það er engin tilviljun, að siðbótarbrautryðjandinn J. Wycliffe notar fyrstur allra orðið móðurmál, mother tounge, í riti frá 1380. Wycliffe segir: „Höíðingjar skyldu ganga í gegn kirkjuvaldinu og læra og prédika lögmál Guðs á móðurmálinu. “ En lögmál Guðs táknar í munni Wycliífes fagnaðarerindið. Wyclilfe varð frumkvöðull fyrstu ensku biblíuþýðingarinnar, og móðurmálsrækt hans hvíldi á öðrum hornsteini siðbótarinnar, þ. e. þjóðernishreyfingunni, samanber og baráttu Jóhanns Húss. Barátta Wycliffes var sprottin af þeirri rót, og fyrir honum vakti umfram allt, að Heilög ritning kæmist beint til almennings án milligöngu og túlkunar kirkjunnar í Róm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.