Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 47

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 47
AF JÓNSBÓKAREINTAKI f VISBY 47 stórlega við fyrrnefnda Minnis- og reikningabók biskups, hefur hann verið mjög örlátur á bækur þær, er hann gaf út. Kunnugt er, að hann gaf fátækum kirkjum, „sem hvorki hafa kirkjugóz né tíundir að kaupa með“, 20 eintök biblíunnar, öll bundin, og var eintakið, sem hann gaf Hnappstaðakirkju, eitt þeirra, eins og fram kemur í Minnis- og reikningabók Guðbrands biskups. Páll Eggert vitnar m. a. til merkilegs bréfs Guðbrands, varðveitts í bréfabók biskups í Pjóðskjalasafni fol. 95, er hann skrifaði prestum Hólabiskupsdæmis 1601 um passíuprédikanir Luthers (Passio), er sr. Guðmundur Einarsson hafði þýtt og komu út aldamótaárið 1600. Bréfið lýsir tilraun biskups til að koma ritum prentverksins út á meðal manna, og er þar fróðlegt að sjá nafn sr. Þorsteins [Illuga- sonar]. í bréfinu segir svo m. a.: „Með því ég hefi kostað upp á þessar Passíupredikanir, að láta prenta þær, til þess að prestarnir skyldu þar af taka predikanir, að predika passíuna fyrir sóknarfólkinu, hver á sinni kirkju, þá sendi ég nú þessa bæklinga út um stigtið, tilsegi, bið og befala í nafni drottins öllum prestum Hólastiftis og sérhverjum yðar, að þér predikið herrans Christi passíu fyrir yðru sóknarfólki, með guðhræðslu og góðri alúð almúgann þar til leiðandi, og gerið þetta á miðvikudaga, en ekki sunnudaga og farið hér að með góðri skynsemi úr þessum predikunum að lesa og taka það bezta og svo í sjö predikanir þeim að sundurskipta, eftir því sem hver hefir náð og gáfu til, svo það mætti fólkinu verða til undirvísunar og gagns. Og bið ég síra Þorstein [Illugason í Múla], minn umboðsmann, að senda prestum þessi kver og láta þar með fylgja þessi mín orð með hverju kveri. Og hugsi nú hver og einn að vera hér úti í hollur og trúr í augliti drottins, sem hann vill fyrir Christo sjálfum bíkenndur verða.“6 Nú verður farið nokkrum orðum um band Lögbókarinnar, en eintakið virðist hafa verið bundið á íslandi. Dr. Sten G. Lindberg, fyrrum deildarstjóri í Konunglega bókasafn- inu í Stokkhólmi, hefur gert okkur þann greiða að skoða eintakið, og hefur hann náð upp myndunum á spjöldum þess. Af samanburði þeirra mynda við mikið myndasafn af því tagi, er hann á í fórum sínum, verður að sögn hans ráðið, að merki stimpla þeirra, sem sá er batt emtakið hefur notað, verða ekki fundin á dönsku bókbandi frá 6 Páll Eggert Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi III, 711-12, Reykjavík 1924. - Bréfið er einnig prentað í Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, 534—35, Reykjavík 1919-42.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.