Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 49
AF JÓNSBÓKAREINTAKI í VISBY 49 sama tíma. Bendir það til, að stimplarnir haíi verið stungnir á íslandi. Myndefni þeirra, pálmagreinar, fornrómversk höfuðlíkneski og skjaldarmerki, sver sig þó í ætt við það, sem þekkt er á þessum tíma í Norður-Evrópu, og í sjálfri skipan efnisins er greinilegur svipur með því, sem við könnumst við á dönsku bókbandi. Eitt af einkennum þess er, segir dr. Lindberg, að höfuðlíkneski og skjaldarmerki koma fyrir til skiptis á hinni breiðu rönd í útjaðri spjaldanna. Því miður er þessi hluti þeirra svo slitinn orðinn, að erfitt er að átta sig á myndefni skjaldarmerkjanna. Pálmagreinarnar og hinar fagurofnu fléttur, sem standa hvorar gegn öðrum í miðreitum spjaldanna, eru betur varðveittar, svo sem ljósmyndin vottar.7 Eins og fram er komið áður, haíði umrætt eintak Lögbókarinnar þegar 1629 borizt allt austur á Gotland. Sr. Þorsteinn hefur um það leyti eða fyrr fargað eintakinu, hann að líkindum sleppt því við einhvern kaupmann eða starfsmann dönsku einokunarverzlunarinn- ar og það síðan borizt með honum frá íslandi, á yztu mörkum Danaveldis í vestri, til Gotlands, á austurmörkum ríkisins. Danir unnu fyrst Gotland 1361, er Valdimar Danakonungur Kristófersson sigraði bændaher Gotlendinga skammt frá Visby. Síðan gekk á ýmsu, og var það ekki fyrr en 1645, að eyjan komst að kalla endanlega aftur undir yfirráð Svía. Ferðir Lögbókarinnar íslenzku bregða upp mynd af samskiptum Norðurlandaþjóðanna fyrr á tíð. Hver veit, nema Lögbókin hafi fyrsta spölinn orðið samferða brennisteinsfarmi frá Húsavík og í farmi skipsins, er flutti hana til Gotlands, hafi þegar það sneri aftur verið einhver varningur, sennilegast timbur, er borizt hafi að lokum allt útnorður til íslands. 7 Um gamalt íslenzkt bókband sjá m. a. Anker Kyster: Gamle islandske bogbind, Bogvennen 1930, 85-102, og þátt Guðmundar Finnbogasonar um bókband í Iðnsögu íslands II, 237- 53, Reykjavík 1943. Hann er einnig birtur í verkinu Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á íslandi, 11-20, Reykjavík 1946. Til viðbótar skulu þakkir hér færðar að lokum Monica Hedlund bókaverði í Háskólabókasafn- inu í Uppsölum, dr. Magnúsi Má Lárussyni, Einari G. Péturssyni deildarstjóra í Landsbóka- safni og Gunnar Sveinssyni skjalaverði í Þjóðskjalasafni fyrir góð ráð og bendingar.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.