Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 53
Þrjú bréf Rögnvalds Ág. Ólafssonar til Guðmundar Finnbogasonar Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar. í grein, er ég nefndi Úr sögu Safnahússins við Hverfisgötu og birti í Árbók Landsbókasafns 1980, gat ég um þann merka þátt, er Rögnvaldur Ólafsson átti í undirbúningi byggingar Safnahússins. En hann samdi álitsskjal það, er fimm manna nefnd, kosin á Alþingi 5. júlí 1905, lét fylgja áliti sínu. Hið seinasta bréfanna þriggja, er hér verða birt, er dagsett á ísafirði 4. júlí 1905 eða daginn áður en hann var kvaddur til samstarfs við þingnefndina. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson fæddist 5. desember 1874, sonur hjónanna Ólafs Sakaríassonar á Ytri-Húsum í Dýrafirði og Veroníku Jónsdóttur „prests um fjórðung aldar á Hornströndum (d. 1869), Eyjólfssonar prests í Miðdalaþingum (d. 1843), Gíslasonar prests á Breiðabólsstað á Skógarströnd (d. 1810), Ólafssonar biskups í Skálholti (d. 1753). Móðir sr. Jóns Eyjólfssonar var Guðrún, dóttir síra Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá og Margrétar Bogadóttur hins gamla í Hrappsey.‘“ Rögnvaldur lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið 1900 og haíði lesið utanskóla tvo síðustu veturna. Fyrsta bréf hans til Guðmundar Finnbogasonar, dagsett 4. febrúar 1897, sýnir, að hann stefnir þá þegar að námi í húsagerðarlist og biður Guðmund, sem þá var á fyrsta námsári sínu í heimspeki við Hafnarháskóla, að senda sér upplýsingar um kennslu í byggingarlist í Kaupmannahöfn og hver inntökuskilyrði í skólann séu. Þegar Rögnvaldur hefur borið upp erindið, segir hann nýjustu fréttir úr bæjarlífinu, m. a. það, er honum þykir mestum tíðindum sæta, að Iðnaðarmannafélagið sé að reisa sér vænt og vandað samkomu- og leikhús. í bréfslok spyr hann, hvernig þeim líði frændum sínum, Jóni (síðar landskjalaverði) og Páli (gullsmið) Þorkelssonum. En þeir og Rögn- valdur voru bræðrasynir. 1 Sbr. minningargrein um Rögnvald í Morgunblaðinu 16. febrúar 1917.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.