Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 65

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 65
LANDSBÓKASAFNIÐ 1984 65 skrifuð fyrir 1930. 7. Stökusafn á lausum blöðum (hreinrit). - Sonur Guðfinnu, Gunnar Valdimarsson fyrrum bóndi í Teigi, nú fornbóka- sali í Reykjavík, afhenti að gjöf. „Margýgjarsöngur.“ Með hendi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagna- safnara. Gjöf Laufeyjar Sigurðardóttur, Stykkishólmi, um hendur Hafsteins Guðmundssonar bókaútgefanda. Leikrit í þremur stílabókum: Seinasta nóttin, Abyrgð íöðurins, Bréfm hennar Guddu. - í fjórðu bók eru dómar um höfundinn, Hjört Guðjónsson, Strandamann, bróður Skúla rithöfundar á Ljótunnar- stöðum. Torfi Jónsson útgefandi afhenti samkvæmt fyrirmælum Skúla, en bækurnar höfðu verið í vörzlu Torfa. Minnisbækur og dagbækur Ingimars Óskarssonar úr grasaskoðun- arferðum. Sonur Ingimars, Óskar, afhenti. Dr. Benedikt S. Benedikz, Birmingham, gaf eiginhandarrit Arna Thorsteinssonar tónskálds að lagi hans við kvæðið Hafmærin syngur eftir Hannes Hafstein. Sigurður Sigurðsson frá Túni á Eyrarbakka, nú á Selfossi, afhenti m. a. að gjöf um hendur Matthíasar Viðars Sæmundssonar Rímur af Blómsturvallaköppum, ortar af séra Þorsteini Jónssyni á Dverga- steini 1781. „Eigandi J. Jónsson Simbakoti 1891.“ Jóhanna B. Aðils, ekkja Jóns Aðils leikara, afhenti að gjöf um hendur Páls Jónssonar bókavarðar ýmis handrit tengdafoður síns, Jóns Jónssonar Aðils sagnfræðings, að verkum sem a) íslandssögu, b) Gullöld íslendinga, c) Dagrenningu, d) Oddi Sigurðssyni - og ýmsum greinum. Þá eru margvísleg aðföng, svo sem uppskriftir úr handritum í íslenzkum og dönskum söfnum. Arni Ketilbjarnar afhenti m. a. að gjöf kvæðakver frá 18. öld. Hannes Þorsteinsson aðalféhirðir aflienti 1. Endurminningar Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, eiginhandarrit. 2. Presta- sögur sama úr Múla- og Skaftafellssýslum frá því um 1550-1918. Páll Bergþórsson veðurfræðingur afhenti fáein handrit Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarðar, mest uppköst og drög að ritgerð- um hans. Einnig bárust gögn úr fórum Barða frá Andreu Þorleifsdóttur. Kvæðasafn Jóns Hinrikssonar á Helluvaði í Mývatnssveit. Prent- smiðjuhandrit. Sigurður á Arnarvatni, sonur Jóns, skrifaði. Arni Sigurjónsson afhenti fyrir hönd stjórnar K.F.U.M.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.