Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 68
68 LANDSBÓKASAFNIÐ 1984 aldrei gerð, nema starfsmenn safnsins séu stöðugt á verði og fylgist mjög grannt með því, sem út er gefið, enda mæla prentskilalög svo fyrir, að safnið hafi „eftirlit með skylduskilum“. Sem betur fer, hefur að jafnaði tekizt ágæt samvinna um þessi mál við prentara og útgef- endur. En það verður þó að segja eins og er, að safnið hefur ekki undanfarin ár haft bolmagn til að vaka yfir þessum málum, svo sem vert er og skylt.Við þetta hafa myndazt |eyður í safnkostinn, sem erfitt getur stundum reynzt að fylla, og er það vitaskuld stóralvarlegt mál. Nokkuð svipað má segja um skráningu íslenzka efnisins, en ætlazt er til, að safnið gefi út árlega skrá um mestan hluta þess. Pótt það hafi langoftast tekizt hin síðari ár, hefur samt út af því brugðið, svo sem á árinu 1984, er við misstum bæði íslenzka bókaskrá og hljóðritaskrá 1983 yfir áramótin og komum þeim raunar ekki út fyrr en í júnímán- uði síðastliðnum. Þá er og fyrirsjáanlegt, að 1984 skrárnar komast ekki út fyrr en á árinu 1986. Þjóðdeild safnsins ber samkvæmt lögum einnig að „þaulsafna prentuðu efni íslenzku eða því sem ísland og íslenzk málefni varðar á hverri tungu sem er.“ Þetta er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Landsbókasafnsins, og hefur hann verið efldur hin síðustu ár. Hins vegar hefur ekki tekizt að skrá þetta efni jafnóðum né heldur að birta á prenti skrá um það, svo sem venja var fram til 1973. Af ofansögðu má ljóst vera, að Þjóðdeild Landsbókasafns þarf aukið starfslið bæði til að vinna upp þá þætti, sem dregizt hafa aftur úr, og til að færa út kvíarnar. Verði ekki orðið við sanngjörnum óskum í þessu efni, mun safnið seint eða aldrei bíða þess bætur. TÖLUMERKING BÓKA í desember 1983 lauk störfum nefnd á vegum Menntamálaráðuneytisins um tölumerkingu íslenzkra rita samkvæmt alþjóðlegu kerfi, ISBN, sem fólgið er í því, að hver bók fær númer samkvæmt alþjóðlegu kerfi. Uthlutun þessara talna til útgefenda er víðast í höndum opinberra aðila, oftast þjóðbókasafna. Kostir þessa kerfis eru einkum þessir: 1) Vegna tölvunotkunar reynist auðveldara að koma tölumerktum bókum á markað erlendis. 2) Þá auðveldar tölumerking útgefendum allt birgðabókhald. Af þeim sökum hafa nokkur íslenzk fyrirtæki tekið upp eigið númera- kerfi.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.