Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 72

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 72
72 LANDSBÓKASAFNIÐ 1984 og bókaverði, dr. Louis Pitschmann, aðalumsjón með Fiskesafninu, en við það vinna auk hans tveir starfsmenn í hálfri stöðu hvor. í viðræðunum vestra kom fram, að forráðamenn Háskólabóka- safnsins hafa fullan hug á að viðhalda Fiskesafninu og efla það. Peir hafa m. a. uppi ráðagerðir um að bjóða öðru hverju íslenzkum fræðimanni eða bókaverði til stuttrar dvalar í íþöku og styrkja þannig sambandið við ísland. Sem nokkurt upphaf slíkra samskipta var Einari G. Péturssyni, forstöðumanni þjóðdeildar Landsbóka- safns, boðið til þriggja vikna dvalar í fþöku í nóvember. Kynnti hann sér vandlega bókakost Fiskesafnsins og gerði tillögur um öflun ýmissa rita, er að dómi hans ættu heima í safninu. Þess skal að lokum getið, að þrjú stórfyrirtæki, er öll eiga mikil viðskipti vestur um haf, Sölusamband hraðfrystihúsanna, Eim- skipafélag íslands og Samband íslenzkra samvinnufélaga, lögðu fé í sjóð, er gefinn var Fiske-safninu til aukinna kaupa á íslenzkum fitum, og vildu með því sýna lit á þeim áhuga, er íslendingar heíðu á vexti og viðgangi safnsins. Stefanía Júlíusdóttir sótti rneð sameiginlegum tilstyrk Menntamálaráðuneytisins og Landsbókasafns ráðstefnu um tölvu- væddar skrár í bókasöfnum í Stokkhólmi, er haldin var þar í borg dagana 3.—14. september. Stefanía gerði síðar á fundi í Félagi rannsóknarbókavarða grein fyrir ráðstefnunni og þeim málum, sem þar var fjallað um. SÝNINGAR í seinustu Árbók var sagt frá hinni miklu bóka- og handritagjöf dætra Kristmanns Guðmundssonar skálds, en hann lézt 20 nóvember 1983. Efnt var í febrúarbyrjun 1984 til sýningar á verkum Kristmanns, og stóð hún fram á sumar. Hinn 30. júlí 1984 voru sjö aldir liðnar frá andláti Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds. Var þess minnzt með ráðstefnu um hann í Háskóla íslands á vegum Stofnunar Árna Magnússonar og með sýningu á verkum hans í Landsbókasafni íslands. Einar G. Pétursson deildarstjóri sá um báðar þessar sýningar. Hann vann og að hálfu Landsbókasafns að sýningu þeirri, er það og Þjóðminjasafn íslands efndu sameiginlega til í Bogasal Þjóðminja- safns og helguð var Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og bókaútgáfu

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.