Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 12
Starfsfólk skóverzlunar Lár- usar G. Luðvígssonar. 1. röð, talið frá vinstri: Ingibjörg Stefánsdóttir, Esther Bjarna- dóttir, Iljördís Pétursdóttir. — 2. röð: Adolf Karlsson, Ingóljur Isólfsson, Sig. H. Lúðvígsson. — 3: röð. Lár- us Jónsson, Ilannes Helga- son, Gunnlaugur Jónsson, Gunnlaugur Sigurgíslason. Á myndina vantar Óskar Lárusson, framkv.stj. Flestir Reykvíkingar kann- ast við þcnnan mann. Þetta er hinn þekkti og vinsœli afgreiðslumaður Ingólfur Is- ólfsson, er verið hefur starfs- muður skóverzlunarinnar í 30 ár. Byggði hann við það nýbyggingu — þar sem nú er afgreiðsla Álafoss —, en enclurbætti gamla hús- ið á ýmsan hátt. Á þess tíma mælikvarða var þetta stórhýsi, og undruðust bæjarbúar þann stór- hug er byggi í Lárusi, að láta sér koma til hug- ar, að hann hefði nokkuð við annað eins hus- rými að gera. Var skóverzlunin ininréttuð á sem fullkomnastan liátt og þótti til fyrirmyndat. Stórhugur Lárusar kom sér samt vel, því að þróun fyrirtækisins varð örari 'en flesta mun hafa grunað, og það liðu ekki ýkja mörg ár, unz flvtja varð verkstæðið yfir í Þingholtsstræti 11, en skó- verzlunin var áfram á sama stað. Árið 1911 dó Lárus G. Lúðvígsson, stofnandi fyrirtækisiins og eigandi fram að þeim tíma. Tóku þá synir ltans, þeir Lúðvíg, Jón og Óskar, við rekstri fyrirtækisins. Þeir Lúðvíg og Jón eru látnir fyrir nokkrum árum, en Óskar veitir fyrir- tækinu forstöðu, ásamt Lárusi syni Jóns. í fyrri heimsstyrjöldinni lætur nærri, að um helmingur allrar skóverzlunar á landinu liafi gengið í gegnum Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígs- sonar. Stórhugur sá, sem einkenndi allar framkvæmd- ir Lárusar G. Lúðvígssonar, gekk í erfðir til sona hans. Árin eftir 1920 jókst skóverzlunin jafnt og þétt, enda sáu bræðurnir fram á, að ekki varð leng- ur unað við húsakynnin í Þingholtsstræti, sem margur hefði þó gert sér að góðu, því að þau voru orðin alltof lítil. Urðu þeir þá að skipta verzluninni á tvo staði og geyma skóbirgðirnar á þeim þriðja. Réðust þeir því árið 1929 í að byggja stórhýsi það í Bankastræti 5, þar sem skóverzlunin er nú til húsa. Er bygging verz.lnnarinnar eitthvert myndarlegasta verzlunarhús í bænum enm þann dag í dag. Stórir og vistlegir afgreiðslusalir, sem standa fyllilega á sporði afgreiðslusölum í nýtízku verzl- unarbyggingum síðari tíina. Segja má, að eink- unnarorð verzlunarinnar séu „hver hlutur á sín- um stað“, því að allstaðar er sama reglusemin og snyrtimennskam, hvort sem gengið er um af- greiðslusalina niðri eða um lagerinn á þriðju hæð. Þrátt fyrir þetta mikla húsrými, var þó ekki meir en svo, að það rúmaði allar skóbirgðir verzlunarinnar, þegar í húsið var flutt. Á árunum eftir 1930 byrjuðu innflutningshöft og kreppa að gera vart við sig, og reyndist þá um tíma mjög erfitt að ná inin skófatnaði til lands- ,ins. Forráðamenn verzlunarinnar sáu fram á, að leitthvað varð að gera til þess að ráða nokkura bót á ríkjancli ástandi. Var þá stofnuð verksmiðja til framleiðslu á skófatnaði, er þó framleiddi að- eins til þessarar einu skóverzlunar. Þetta fyrir- tæki var stofnað 1935 og hlaut nafnið Skógerðim h.f. Er hún til húsa við Rauðarárstíg, og vinna þar að staðaldri um 35 manns. Sama snyrti- mennskan ræður þar ríkjum sem í verzlunarhús- inu við Bankastræti. Er t. d. til þess tekið af bæj- arbúum hve lóðin í kringum verksmiðjuna er 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.