Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 24
að tíðkast í almennum siglingaskipum. Var þetta fyrsti íslenzki fiskibáturinn, sem fékk slíkan út- búnað, og ég er jafnvel ekki frá því, að þetta kunni að vera heimsmet, hvað slíka báta áhrærir. En bátsverjar voru ekkert hrifnir af þessu i fyrstu og voru dræmir til að gera sér það að góðu. Fannst þetta óþaría prjál. Seinna vöndust þeir þessu smám saman og fóru að meta að verðleik- um. — Annað dæmi þessu líkt get ég einnig til- greint. Um svipað leyti, 1926—27, komu í fisk- verkunarstöð mína fullkomnar vélar til að fletja og afhausa fisk. Þær mættu mikilli andúð verka- fólksins, sem fannst stm verið væri að bægja sér burt frá vinnunni með þessum afkastasömu á- höldum. Svo rannnur var þessi ímugustur, að vélunum var fleygt, eftir að ég fór burt úr Eyj- um. — Nú hefur í’ólkið öðlast skilning á því, að vélin ier hjálpartæki mannsins, en ekki böðull. - JÁ ég var nærri búinn að gleyma því, seg- ir Gísli Johnsen og hlær við, að ég lét reisa fyrstu olíugeymana á landinu árið 1919. Og ég þori hreint ekki að fullyrða, að metaskrá okkar Vest- mannaeyinga sé fulltæmd enn! Annars varð bygging þessarra geyma upphaf stærra átaks. Ég hafði lengi haft ríkan áhuga á að gera umbætur á olíuverzlun okkar, því mér þótti blóðugt að sjá slíka nauðsynjavöru sem olí- una drjúpa úr fötunum ofan í völlinn og svo kannski hálffullar tunnur seldar fullu verði. Því var það, að ég gerðist lieizti Jivatamaður að stofn- un fyrirtækisins Shell á íslandi árið 1926, og fór ég m. a. rnargar ferðir til London, beinlínis í þeim erindagerðum. Þá var hér í landi ríkisverzl- un með olíu, en rekstur ltennar hafði reynzt mjög óhagkvæmur. Þegar Shell tók til starfa. lækkaði olíuverðið stórkostlega. — Sjálfsagt er ekki öll sagan sögð. Hvað um félagsmálin? — Já, maður vasaðist í mörgu á þeirn árum, og ég tel raunar að starfsemi mín í Eyjum hafi verið eins mikið menningarlegs eðlis sem viðskipta- legs. Það nægir að geta nokkurra atriða. Ég var t. d. formaður félags þess, sem stofnað var árið 1911 í því skyni að hrinda símamálinu í fram- kvæmd, koma Eyjunum í símasamband við meg- inland.'ð og umheiminn og byggja símstöðina. Þá var nú ekki verið að tvínóna við hlutina, eins og sézt á því, að málinu var fyrst lireyft í maí, en símasambandið komst á í september sama ár. Prentsmiðju keypti ég til Eyja árið 1917, Eyja- prentsmiðjuna, og stofnuðum til hinnar fyrstu blaðaútgáfu þar á staðnum. Það var vikublað, sem ,,Skeggi“ nefndist, og var Páll Bjarnason, síðar skólastjóri, ritstjóri þess. — Þá gekkst ég fyrir því, að koma upp sjúkrahúsi fyrir Eyjarn- ar, og árið 1927 fengum við Vestmannaeyingar að líta áþrefanlegan árangur starfs okkar. Gott sjúkrahús með 40 rúmum var komið á laggirnar. Þá rættist langþráður draumur minn og margra annarra þar um slóðir. — LTm alllangt skeið veitti ég forstöðu sparisjóði staðarins, en árið 1919 fékk ég því til leiðar komið, að íslandsbanki setti á stofn útibú í Eyjum, og komust þá banka- mál eyjaskeggja í miklu öruggara horf. — Póst- afgreiðslu hafði ég á liendi í nær aldarfjórðung, eða nánar til tekið frá 1904—27. Brezkur konsúll var ég í Eyjum frá 1907 og hafði á hendi af- greiðslu fyrir Bergenska og Santeinaða, þar til ég fór alfarinn þaðan. Ég átti einnig sæti í sýslu- nefnd og bæjarstjórn, og þá eru sjálfsagt komin fram nægileg sýnishorn af vafstri mínu utan hins eiginlega verkahrings. — Já, við höfum nú ekki rætt ýkja mikið um það ennþá, ekki sjálfa verzlunina að minnsta kosti. Þér rákuð umfangsmikla verzlun, var ekki svo? — Ég kappkostaði af fremsta megni að hafa verzlun mína birga af vörum og úrvalið fjöl- breytt, og ég held mér sé óhætt að segja að hún hati að þessu leyti ekki staðið að baki verzlunum í Reykjavík. Ég gerði mér allt far um að panta hverja þá vörutegund, sem ég hélt vera þörf fyr- ir, og var það hinn sundurleitasti varningur, eins og nærri má geta. M. a. flutti ég inn mikið af byggingarefni, því að ég hafði hug á að hjálpa Vestmannaeyingum til að byggja yfir sig og bæta húsakost þeirra, sem ekki var á marga fiska í ungdæmi mínu, eins og sjá má á því, að um eða eftir aldamótin var matsverð allra húsa í Eyj- um aðeins 97 þús. krónur. Mér varð vel að von minni, því að um mína tíð í Vestmannaeyjum voru þar feiknamiklar byggingaframkvæmdir, og er nú kaupstaðurinn betur hýstur en margur annar. Sjálfur byggði ég'talsvert, bæði verzlun- ar- og íbúðarhús, og eitt sinn lét ég reisa fisk- verkunarhús, svo stórt, að því var af almenningi gefið hið skiemmtilega naf'n „Eilífðin". Fyrstu hafskipabryggju Eyjanna byggði ég árið 1924. Af öðrum veigamiklum vöruteguindum, sem alltaf voru snar þáttur í verzlun ntinni, má eink- um nefna allskonar vélar, og þá ekki sízt báta- vélar. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.