Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 3
frá Vopnafirði. Vopnfirðingar voru mjög hril'nir af að fá þessa aukningu í atvinnulífið, en kaup- félagsstjórinn og kaupfélagsvaldið var hinsveg- ar á öðru máli. Þeir kölluðu þetta glæfrafyrir- tæki oggerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að drepa þessa útgerð í fæðingunni. M. a. neitaði kaupfélagsstjórinn að lána mat í fyrstu veiðiför bátsins. Báturinn hafði verið lítinn tíma á Wpna- firði, þegar ólán henti og báturinn siikk, lítt eða ekkert tryggður og bændurnir sátu uppi með stórskuldir. Það hlakkaði hinsvegar í kaupfélags- valdinu yfir óförum þeirra. Enn þann dag í dag verða Vopnfirðingar að standa í fjörunni og horfa upp á aðkomubátana og útlend skip moka upp milljónaverðmæti fyrir augunum á þeim, úr þeirra eigin firði, án þess að fá nokkra hlutdeild í þeim afla ieða þeirri at- vinnu, aðeins vegna þess, að kaupfélagið hefur ekki áhuga fyrir útgerð og vill halda bændunum í fátækt. Kosningar. Svo komu kosningar og þá var kaupfélaginu breytt í kosningamiðstöð fyrir vissan stjórnmála- flokk. Þá var ýmsum fágætum vörum laumað til sumra ístöðulítilla einstaklinga, sem þurftu að- eins að krossa á kjörseðilinn á réttum stað. Ef einhver bóndinn var ekki ánægður með ástandið og gerðist svo djarfur að mögla við frantbjóðand- ann, sem kaupfélagið stóð á bak við, þá var Jmð viðkvæðið hjá Joeim háa herra, að það væri bezt að athuga skuldir viðkomandi bónda hjá kaup- félaginu, og að það væri vissara fyrir hann að standa réttu megin, annars væri óvíst hvort að hann fengi nauðsynjar sínar afgreiddar lijá kaup- félaginu (og Jaað þýddi sult). Það er ])essi misnotkun kaupfélagainna í póli- tísku skyni, s'em veldur því, að Framsóknarflokk- urinn er ennþá við líði og þetta fjölmennur, og Jmð er Jiessi ógnunaraðstaða og einokunar- aðstaða kaupfélaganna, sem fleytir mönnum eins og Páli Zóphóníassyni á Jiing. En að þessi verzl- uinarmáti skuli teljast heilbrigður og til fyrir- myndar, Joað er flestum hugsandi mönnum ofvax- ið að skilja. Hvers vegna haldið þið, lesendur góðir, að í blómlegu héraði eins og Vopnafirði, skuli fólk- inu fækka ár frá ári og hvert stórbýlið á fætur öðru leggjast í eyði og stór og vel byggð hús í sjálfum kaupstaðnum standa auð. Hver ler ástæðan fyrir Jíessum flótta fólksins? Ein af meginástæðunum er Jjetta einokunar- vald kaupfélagsins, Jtessi dauða hönd athafna- leysis og afturhalds, sem grúfir yfir þessari sveit. Það væri nógu fróðlegt verkefni fyrir félags- fræðing Tímans að rannsaka orsakir liins gífur- leg flótta fólksins úr sveitinni til bæjanna, og ætli að hann komist ekki að raun um, að hinn óheil- brigði verzlunarháttur kaupfélaganna á sinn Jmtt í þeim flótta. Það er og staðreynd, að þar sem kaupfélögin eru í einokunaraðstöðu, Jrar hefur fólkinu fækkað mest. MinnisblaS íyrir félagsfrœðinginn. Félagsfræðingur Tímans á mörgu eftir að svara í sambandi s ið Jtessi mál. Það væri Joví ekki úr vegi að rifja upp eftirfarandi til að hressa upp á minni hans: 1. Hann getur ekki mótmælt því, að kaupfé- lögin og S.Í.S. eru misnotuð herfilega í Joágu Framsóknarflokksins. (Samkv. kenningum Ow- ens, frumkvöðuls Samvinnustefnunnar, ier það eitt frumskilyrðið, að slík neytendasamtök séu algjörlega óháð stjórnmálum). En hér á landi rekur S.Í.S. dagblaðið Tímann með milljónatapi og allmargir starfsmenn S.Í.S. og kaupfélaganna leru í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. 2. Hanin getur ekki mótmælt Jíví, að ein, að- eins ein, skipshöfn á Akureyri gieiðir hærri skatta til samans en öl) fyrirtæki K.E.A. og S.Í.S. á Ak- ureyri, og reka þessir aðilar þó allflest atvinnu- fyrirtæki þar. 3. Hann getur ekki mótmælt því, að forystu- menn S.Í.S. börðust með hnúum og hnefum gegn verkalýðssamtökunum, Jtcgar aðrir atvinnurek- endur viðurkenndu þau, og þeir hikuðu ekki við að beita verkfallsbrjótum og lögregluliði gegn verkalýðnum (sbr. Garnadeilan). 4. Hanm verður að viðurkenna, að viðskipti S. f. S. stóðu í stað, Jaegar viðskipti voru hvað frjálslegust á milli áranna 1942—1946, Jaegar inn- flytjendur gátu flutt inn eins mikið og sala og kaupgeta leyfðu. 5. Hann getur iekki mótmælt því, að S.f.S. h'efur engum gjaldeyri skilað til bankanna, þeg- ar allir aðrir innflytjendur hafa skilað sínum umboðslaunum. 6. Hann verður að viðurkenna, að þau opin- beru gjöld, sem samvinnufélögin sleppa við að borga vegna samvinnulagainna, leggjast á al- menning. Magnús Valdimarsson. FRJÁLSVERZLUN O i)

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.