Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 14
^fifreidarnar i ar Nokkru eftir áramótiin var opnuð bifreiðasýning á ein- hverju íburðarmesta hótéíi New York borgar, Waldorf Astoria. General Motors verksmiðjurnar sýndu þarna 38 gerðir af framleiðslu sinni, og voru allar bifreiðarnar „model“ 1950. Á fyrsta degi sýningarinnar komu 50 þúsund manns til þess að skoða hina nýju framleiðslu General Motors. Sýningargestir urðu fljótlega varir við einn reginmun á þessari sýningu og þeim, er haldnar voru fyrir stríð. Bif- reiðarnar, sem þarna voru sýndar, voru ekki einungis svip- aðar ltvor annarri hvað útlit snerti, heldur líktust þær einnig mjög bifreiðum annarra framleiðenda (sjá myndir). Hin almenna eftirspurn eftir bifreiðum með rúmgóðum sætum, stórum gluggum og stuttu bili milli öxla virtist hafa útilokað alla einstaklingshyggju hjá framleiðendum með tilliti til heildarsvips bifreiðanna. Á fyrrnefndri sýningu mátti þó sjá bifreiðar, svo sem Cadillac, er kostuðu $32,000. íburðarminni bílar, eins og hinn gamalkunmi Chevrolet, voru verðlagðir mun minna, eða allt niður í $1250, enda var „Chevrolettinn“ vinsælasti bíll sýningarinnar lijá öllum almenningi. Verð bifreiðanna liefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Aðrir bifreiðaframleiðendur í Bandaríkjunum voru í óða önn að senda 1950 framleiðsluna á markaðinn. Per verð yfirleitt lækkandi, og þá sérstaklega hjá Ford verksmiðj- unum. Henry Ford, yngri, býst fastlega við því, að verk- smiðjur hans framleiði fleiri bifreiðar á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Gerir hann ráð fyrir 20% framleiðsluaukningu í apríl, maí og júní, en dagleg framleiðsla þessa mánuði mun þá nema um 5000 fólksbifreiðum. Chrysler verksmiðjurnar (framleiða einnig Plymouth, Dodge og De Soto) juku talsvert afköst sín í byrjun ársins, og gert er ráð fyrir, að framleiðslan verði komin upp í 7100 bifreiðar (fólks- og vörubifreiðar) á dag áður ien lamgt um líður. Seinast í janúar höfðu l'lestir bifreiðaframleiðendur Bandaríkjanna sent hinar nýju gerðir (smíðaár 1950) á markaðinn. Heildarframleiðsla landsins síðustu viku mán- aðarins nam 126,045 bifreiðum, og er það talsvert meira en á sama tíma í fyrra. 1 ®>- Studebaker. ChEVROLET Buick F ORD Plvmouth Dodge Cadillac Lincoln 14 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.