Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 33
Ólafur Jónsson gjaldkeri andaðist 12. nóv. s.l., og var banamein hans hjarta- slag. Ólafur var sonur Jóns Ja- sonarsonar verzlunarmanns á Borðeyri, og ólst hann þar upp í föðurhúsum. Hann gekk í Latínuskólann á yngri árum, lauk þar prófi úr 4. bekk en sneri sér síðan næstu árin að dýra- læknisnámi, sem hann hugðist þá gera að lífsstarfi sínu. Sú. varð þó ekki raunin á, heldur gekk Ólafur nú í þjónustu Thors Jensen, og entist sú vist honum fram á síðustu ár, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í útgerðarfélaginu Kveldúlfi vann Ólafur í 32 ár samfleytt, og má með sanni segja að hann hafi gengt störfum sínum með kostgæfni og samvizkusemi. Var liann virtur fyrir þau, bæði af húsbændum og viðskipta- mönnum. Dugnaður hans var mikill, svo sem má gera sér í hugarlund þegar þess er gætt, að langa hríð gengdi liann gjaldkerastöðunni allsendis aðstoðarlaust, og var þó útgerð félagsins rekin með 11 skipum og gríð- arstór fiskverzlun í sambandi við hana. Þessu hefði enginn annað, án þess að vera afbragðs góður reikn- ingsmaður, en það var Ölafur einmitt. Ólafur Jónsson var heiðarleikamaður og hreinn í framkomu. Einarður og óhvikull og kannski ráðríkur nokkuð, ef því var að skipta, en enginn harðjaxl eða ójafnaðarmaður. Það sýndi sig m. a. glögglga í við- skiptum hans við sjómennina og eiginkonur þeirra, að hann var gæddur lipurð og góðvildarhug. Margt fleira var Ólafi ágætlega gefið, t. d. var hann góður skák- maður og spilamaður og ágætur veiðimaður. Hann var kvæntur Jngibjörgu Eiríksdóttur frá Hvít- árholti. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Þar af lifa nú, ásamt móður sinni, fimm u])])komnir svnir. Ferdinand IJansen kaup- nuiður í Hafnarfirði lézt 20. jan. s.l., og hafði þá legið rúmfastur nokkurn tíma. Hann fæddist í Hafnar- firði 28. nóv. 1885, og voru foreldrar hans Jörgen Han- sen kaupm. og Henriette kona hans, f. Linnet. Þótt Ferdinand væri þannig af - dönsku bergi brotinn í báð- ar ættir, skoðaði Jiann sig sem íslending, og í Hafnarfirði ól liann flesta ævidaga sína. Hann gekk í Flensborgarskóla á unglingsaldri, og að loknu námi þar hélt hann til Danmerkur, þar sem hann lagði stund á bóklegt og verklegt verzlun- arnám. Hann ílentist um hríð þar úti, alls 12 ár, en sneri að því búnu heim aftur, settist að í fæðingarbæ sínum og gaf sig að kaupmennsku þaðan í frá. Hansensverzlun hefur um langan aldur notið afar mikilla vinsælda meðal Hafnfirðinga og sjómanna, sem verið hafa í veri þar um slóðir. Kaupmaðurinn var hvers manns hugljúfi, lipur og greiðvikinn, spaug- samur og hýr í bragði á hverju sem gekk. Þetta eru allt ómetanlegir kostir í fari hvers manns, ekki hvað sízt kaupsýslumanns. Til hans liggja leiðir fjölda fólks á degi hverjum, fólks með mismunandi þarfir og ým- isleg vandamál, sem það óskar að fá leyst úr, og þá er mikils um vert, að kaupmaðurinn sé hressilegur í hragði og eðallyndur í hjarta sínu. Annað verður held- ur ekki sagt um Ferdinand Hansen. Hjálpsemi, glað- værð og tryggð einkenndu allt lians ráð, og fyrir FRJÁLSVERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.