Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 16
N. B. Nielsen. 1903 til 1909. Síðar varð liann verzlunarmaður hjá Hallgrími Benediktssyni og reyndist þar dug- legur maður og áhugasamur í starfi sínu. Við útbú Brydesverzlunar voru þessir verzlun- arstjórar: )ón Gunnarsson í Hafnariirði (kom frá Keflavík), Ólafur Arinbjarnarson í Borgar- nesi (ættaður úr Keflavík), Anton Bjarnesen i Vestmannaeyjum (ættaður þaðan, og Gunnar Ól- afsson í Vík í Mýrdal (frá Sumarliðabæ í Holt- um). Allir voru menn þessir góðir menn og gegnir, einkum Jón Gunnarsson, sent jafnan fór sínu fram, livað svo sem „sá gamli“ sagði. Meðan ég var við Brydasverzlun voru þar mannaskipti tíð, og man ég nú naumast að telja þá alla og sízt svo, að i réttri röð sé. Skrifstofustörfunum gegndu N. B. Nielsen og ég, sem var bókhaldari, en bæði í skrifstofunni og niðri í búðinni voru Egill facobsen, Carl Fin- sen (kom síðar frá Hafnarfirði), Þórður Finsen bróðir hans, er hafði að mestu á hendi afgreiðslu þilskipa þeirra, er verzlunin átti og gerði út. Niðri í búðinni var svo verzlunarstjórinn, Ólaf- ur Ámundason, er hafði stjórn alla þar á hendi, svo og Carl Hemmert, Sörensen og Christensen, er síðar verður nefndur, svo og danskur maður, er fór til Akureyrar. Þar voru og stúlkurnar Sig- urveig Norðfjörð (hún var gjaldkeri), Guðrún Norðfjörð systir hennar, er giftist áðurnefndum Sörensen, systurnar Louise og Biertha Johansen, Aslaug Þórðardóttir og stúlka sú, er giftist danska manninum, er til Akureyrar fór. Þá var þar og lengi með mér Cari Hemmert, sá, sem áður er nefndur, og Svend Henningsen, er hér var heildsali síðar. Hjörtur A. Hainsson, ágætis- piltur var þar, og var hann framúrskarandi góð- ur söngmaður og lipurmenni. Utanlrúðar var hinn duglegi pakkhúsmaður, Andrés Andrésson, bróðir séra Magnúsar á Gilsbakka, og margir aðrir, oftast fastir starfsmenn, með honum. Man ég einkum eftir þessum: Guðmundi Oddssyini, Þorláki Runólfssyni við Vesturgötu, Runólfi Magnússyni, Snorra Arnasyni í Melshúsum í Reykjavík, Jóni Magnússyni í Skuld o. fl. Allt þetta fólk var einkar viðfelldið og ötult hvert á sínu sviði, og þótti mér vænt um Jrað, einkum þó Andrés og Jacobsen. Var himn fyrr- nefndi vínhneigður nokkuð, en aldrei bar svo mikið á Jrví, að hann stæði eigi manna bezt í stöðu sinni. Þegar um clugnaðarmann var að ræða hér í Reykjavík, stjórnsaman og úrræða- góðan, var „Andrés hjá Bryde“ sá, er allir könn- uðust við og þótti mest. um vert að hafa mök sín við. Þegar ég kom til Brydesverzlunar, eftir 16 ára verzlunarstarf við stærstu verzlun landsins, I.e- foliisverzlun á Eyrarbakka, mátti svo með sanni segja, að „ég vissi ekkert í rninn haus“. hvað verzlunarstörf snerti. Ég vissi ekki }xi, hvað Cal- culation var, Conossement, Factura, Recapi- tulation, Certificat, Ristorno eða S. E. 8c ó„ né lieldur hvað þetta allt þýddi, hvert fyrir sig, eða Jivernig með skyldi fara, en þá var Jrað hinn góði forstjóri, N. B. Nielsen (Desponent), sem leið- beindi mér svo fljótt og vel, að ég komst brátt á lagið með að geta ráðið við Jrað allt á eigin spýt- ur, enda mun hann hafa séð og fundið, að ég var allur af vilja gerður til þess að setja mig sem bezt inn í það. Hann varð þess brátt var, að ég skrif- aði sæmilega rithönd og að mér var vel sýnt um tölur, þekkti ntarga rnenn og var all-liðugur til snúninga og ólatur með öllu, en mest Jrótti hon- um vert um jrað, hve strangur ég var í öllu við sjálfan mig: Að láta allt vera í góðri reglu og reynast áreiðanlegur. N. B. Nielsen samdi öll bréf til firmans ytra á dönsku, en ég reit þau öll með eigin heindi (rit- vél var engin); ég samdi og ritaði alla samninga og bréf, þau er á íslenzku rnáttu vera, t. d. til útbúanna og viðskiptantanna víðsvegar um lancl 16 FRJÁL.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.