Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 34
Iðnaður á íslandi. þetta standa Hafnfirðingar og margir aðrir í þakkar- skuld við hann. Við fráfall hans hefur Hafnarfjörður glatað gildum hlekk úr akkeriskeðju bæjarlífsins, en sú er bót rauna, að festi minninganna stvrkist að sama skapi. Því áreiðanlcga gleymist Ferdinand fáum þeim, sem kynntust honum. Svo heilsteyptur var hann og hugþekkur. F. Hansen var kvæntur danskri konu, Vilhelmine Mathilde, fæddri Hansen, sem lifir mann sinn ásamt tveim fullorðnum sonum þeirra hjóna. Vúill Sigurðsson verzlun- arma'Sur frá Blönduósi and- aðist 3. febr. þ. á. í Keykja- vík, þar sem hann átti heima síðustu æviárin. Hann var háaldraður mað- ur orðinn; vantaði aðeins tvo daga í nírætt. Páll faíddist á Hofi i Vatnsdal 5. febr. 1860 en ólst að mestu upp hjá Páli Olafssyni bónda á Akri, móðurbróður sínum Hann stundaði sveilaslörf og búskap í Húnavatnssýslu langt fram eftir aldri, unz hann fluttist til Blönduóss ár- ið 1911 og gerðist þar verzlunarmaður, fyrst hjá Möllers-verzlun, síðan Höepfners-verzlun og hjá Pétri Péturssyni kaupmanni, og loks var hann um langa hríð verzlunarstjóri við verzlun þá, er Magnús Stef- ánsson bóndi á Flögu í Vatnsdal starfrækti á Blöndu- ósi. Páll Sigurðsson var fágætlega vandaður maður til orðs og æðis. Allt, sem hann sagði, stóð eins og stafur á bók, og allt, sem hann gerði, var honum til sóma. Einkar var hann jtrúður og dagfarsgóður, fáskiptinn að eðlisfari en trúr og traustur í öllum efnum, sem hann gaf sig að. Hann var vinsæll og vel metinn af öllum þeim, er af honum höfðu kynni, enda glapti liann engan með vinfengi sínu, því hann var einlægur vinur vina sinna. Trúhneigður var hann vel og hjálp- samur bágstöddum. Með Páli er genginn merkur maður af gamla skól- anum, þeim, sem kennir nemendum sínum að ástunda sannleik og trúmennsku í hvívetna, æðrulaust og án undansláttar. í þeim æviskóla fékk Páll Sigurðsson ágætiseinkunn. Hann var sannkallaður öðlingur, sem í engu mátti vamm sitt vita. Kvæntur var Páll Sigþrúði Hannesdóttur frá Fjós- um í Svartárdal, en hún er látin fyrir 20 árum. Þeim varð ekki barna auðið. Á árinu 1948 voru framleidd 2.028 tonn af smjör- líki hér á landi á móti 1.716 tonnum árið áður. Kexframleiðslan á árinu 1948 nam 731 tonn, en árið 1947 632 tonn. Framleidd voru 210 tonn af kaffibæti, en 209 tonn árið áður. Árið 1948 voru framleidd 325 tonn af blautsápu. en árið þar á undan 366 tonn. Af annarri sápu voru framleidd 75,7 tonn, á móti 70 tonnum árið áður. Á árinu 1948 voru framleidd 332 tonn af þvotta- dufti, 169 tonn árið áður. og 5 tonn af ræstidufti, 1,4 lonn árið áður. Áfengisverzlun ríkisins framleiddi 113 hl. af bök- unardropum á árinu 1948 (87 hl. 1947), 65 hl. af hár- vötnum (40 hl. 1947), 52 lítra af ilmvötnum (135 litra 1947) og 4.019 hl. af brennivíni (4.515 hl. 1947). Fróðleiksmolar. \ Heildarútflutningur landbúnaðarvara á árinu 1948 nam um 23,5 millj. kr., en árið áður 17,5 millj. kr. Á árinu 1947 var aðeins um fimmti hluti af freð- fiskframleiðslu landsmanna fluttur á erlendan mark- að með íslenzkum skipum, en á árinu 1948 var svo að segja allur freðfiskurinn flullur út með íslenzkum skipum. Útflutningurinn á freðfiski nam alls 22.358 tonnum 1948 að verðmæli 63.865 þús. kr., en árið áður 25.438 tonnum að verðmæti 69.091 þús. kr. Árið 1948 voru flult út 959 tonn af niðursoðnum sjávarafurðum fyrir 4,2 millj. kr„ en árið 1947 339 tonn að verðmæti tæplega 1,5 millj. kr. I Umsóknir til Fjárhagsráðs fyrir fjárfestingu á ár- inu 1948 námu að upphæð 518 millj. kr., með tilsvar- andi sementsþörf 88 þús. tonn, miðað við það, sem kæmi til framkvæmda á árinu. Niðurstöðutala fjár- festingaáætlunarinnar varð hins vegar 327 millj. kr., og tilsvarandi sementsþörf 51 þús. tonn. Varð því að synja eða fresta miklu af fjárfestingarumsóknunum. Þessar áðurgreindu 327 millj. kr. flokkuðust þannig á framkvæmdir (tilsvarandi sementsnotkun, í þús. tonna, tilgreind í sviga) : Ibúðarhús 163,7 millj. (25), útihús 13,5 millj. (5,2), verzlunarbyggingar 7,7 millj. (0,9), olíustöðvar 0,7 millj. (0,1), iðnfyrirtæki (fyrir innanlandsmarkað) 7,9 millj. (1,5), framleiðslufyr- irtæki (útflutningsframleiðsla) 36,9 millj. (5,5), op- inberar byggingar 34,8 millj. (4,6) og opinberar verk- legar framkvæmdir 61,8 millj. (8,1). 34 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.