Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 13
snyrtileg og vel skipulögð, og mætti margur húseigandinn fyllast öfund að eiga slíkan garð- blett. Er þetta sennilega eina verksmiðjubygg- ingin í Reykjavík, sem umlukt er fyrirmyndar garði, og mættu önnur fyrirtæki gjarnan taka slíkt til eftirbreytni. Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar selur víð- ar skó en hér í Reykjavík. Hún lrefur útsölur víða um landið, jafnframt senr hún rekur stór- íellda heildsiilu nreð skó til kaupmanna og kaup- félaga. Núverandi eigendur skóverzlunarinnar eru: fiú Inga Lárusson (ekkja Lúðvígs Lárussonar), Óskar Lárusson, sem er annar framkv.stj. fyrir- tækisins, og Lárus Jónsson (Lárussonar), sem einnig veitir fyrirtækinu forstöðu. Verzluin Lárusar G. Lúðvígssonar er nú risa- vaxið fyrirtæki, sem hvílir á gömlum merg. En það ler annað, sem einkennir þetta fyrirtæki öðr- um fremur, það er hversu starfsmenn þess hafa starfað lengi hjá eina og sanra fyrirtækinu. Ósk- ar Lárusson, framkv.stj. byrjaði 13 ára gamall að vinna hjá fyrirtækinu og lrefur því starfað þar í samfleytt 48 ár. Fjöldi Reykvíkinga þekkir Ing- ólf afgrm. í herradeildinni hjá Lárusi. Hann kom að fyrirtækinu árið 1920, þá 14 ára gamall, og byrjaði sem sendisveiinn. Lárus Jónsson fram- kv.stj. byrjaði sem sendisveinn 15 ára ganrall árið 1921. Gunnlaugur lagermaður byrjaði 1923, og svona nrætti halda áfram, því að allir lrafa lang- an starfsferil að baki. Starfsmenn skóverzlunarimnar eru nú 12 að tölu, en voru flestir um 20 fram að árinu 1948. Vegna ríkjandi öngþveitis í innflutnings-, skömmtunar- og verðlagsmálum varð þá að fækka starfsfólki. Þetta er aðeins stutt ágrip úr sögu og þróun fyrirtækis, sem allir landsmenn þekkja, fyrirtæk- is, sem hefur þróazt úr lítilli handverkstarfsemi í stórfelldain atvinnurekstur. Gengin braut þess hefur ekki ávallt verið rós- um stráð, en áfram lrefur verið stefnt á bratt- ann, þrátt fyrir sífelldar hindranir af hálfu rík- isvaldsins. Og þegar litið er yfir farinn veg, er ástæða til að samgleðjast eigendum fyrirtækisins, því að það er nú elzta og mesta fyrirtækið í sinni grein á landinu. ★ Myndir með greininni, afi undanskildum húsamyndunum, tók Pétur Thomsen. Bókadálkur Silkikjólar og glœsimennska. Skáld- saga eftir Sigurjón Jónsson. — Iðunn- arútgáfan. Komnar eru út öðru sinni, og nú í einu lagi, hinar samstæðu skáldsögur Sigurjóns Jónssonar: Silkikjólar og vaðmálsbuxur; og Glæsimennska, sem fyrst voru prentaðar fyrir meira en hálfum þriðja áratug og vöktu þá greinilega athvgli, vegna beinskeyttrar ádeilu á þjóðskipulagið. Þetta er hið læsilegasta skáldrit og flytur heiðar- legan boðskap. Segja má að úr söguefninu sé ekki unnið eins vendilega og mátt hefði, en ritstíll höfund- arins ber af sér góðan þokka, er persónulegur og oft hnittinn og skilningsglöggur. Mannlýsingar eru flest- ar vel gerðar og sumar með ágætum, og nefni ég þá á undan öðrum Eyjólf bónda í Brekku. Einstöku mann- gerð er þó með nokkrum ólíkindum og atburðir einn- ig, og gerir það bókina öllu reyfarakenndari en ella, en það þykir nú líka sumum sízt til vansa. Og það er óhætt um það: Bókin er „spennandi“ og að ýmsu leyti ágætur skáldskapur. Nokkrar myndir eru teiknaðar í bókina, og eru þær eftir Sigurð Kristjánsson frá Húsavík. Ég skil ekkert í manninum og útgáfunni að birta þetta aumkunarverða klór á prenti. Þær eru til stórra lýta á annars ágætlega útgefinni bók. Hann sigldi yfir sœ. Saga eftir Rauer Bergström. — Draupnisútgáfan. Höfundur þessarrar bókar er ungur Dani, sem ver- ið hefur langtímum saman í siglingum, og ber frá- sögnin þess óræk vitni, að hún er gerð af raunveru- legum þátttakanda en ekki hlutlausum áhorfanda, en bókin er einskonar safn sjóferðasagna og sjálfsagt skáldkennd að nokkru. Ég hef ekki lesið ýkja margar sjómannasögur um dagana, en það er mér óhætt að segja, að þessi bók tekur öðrum af þessu tagi fram. Fer þar saman ágætlega góð meðferð söguefnis og af- bragðs lipur stíll, viðburðarík frásaga og listræn túlk- un. Þýðingin, sem gerð er af Jóni Helgasyni blaða- manni, er líka sérlega vel af hendi leyst. Danski sjómaðurinn Rauer Bergström er enginn auk- visi til ritstarfa. Það er deginum ljósara. Hæfileikar hans fara ekki neinar grafgötur í þessarri fvrstu bók hans, sem heitir „Kölvand11 á frummálinu. B. P. FRJÁLSVERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.