Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 1

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 1
Líkneski af JÓNI BISKUPI ARASYNI, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal (Sjá bls. 29) FRJÁLS VERZL UN 18. ÁRGANGUR — 4.-5. HEFTI — 1958 í ÞESSU HEFTI: GUNNAR BÖÐVARSSON: Jarðhiti á Islandi og hagnýting hans ★ JÓNAS H. HARALZ: Viðhorfin í efnahagsmálunum ★ SIGURÐUR EINARSSON: Vísurnar um viljann ★ JÓHANNES NORDAL: Fríverzlun Evrópu ★ JÓN THORARENSEN: Jólin og þjóðhættir ★ GUÐMUNDUR DANÍELSSON: Fiskurinn mikli ★ BIRGIR KJARAN: Bertil Ohlin og sósíal-liberalisminn ★ LÓÐVÍK KRISTJÁNSSON: Þorlákur Ó. Johnson ★ Verzlunarskóli Islands ★ o. m. fl. FRJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjóri: Pétur Pétursson Ritnejnd: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Valdimar Kristinsson Stjórn útgáfujélagrins: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Pétur Sæmundsen, Sigurliði Kristjánsson, Þorv. J. Júlíusson Skrifstoja: Skólavörðustíg 8, 3. hæð Sími 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSPRENT Ljóssins hátíÖ Ljóssins hátíð — svo nefnum vér jólin stundum. Er það eklci einkennilegt um hátíð, sem haldin er, þegar dagur er skemmstur og nóttin lengst, þegar myrkur vetrarins grúfir dimmast yfir oss? Jú, vissulega. En tvennt verður þó til þess að skýra það. Annað það, að jólin, einnig hin heiðnu jól, hafa frá upphafi verið miðsvetrarhátíð, rétt eftir sól- hvörfin, er daginn tók aftur að lengja, veldi birtunnar að tKixa með fyrirheiti um vor og sumar. Og lútt er Ijósið frá jötu barnsins í Betlehem, frelsara mannanna. Frá því stafar geislum um alla jörð, er tendra jólaljósin í hrcysum og höll- um, hugum og hjörtum. Það er eilíft Ijós, sólu bjartara. Att þú þetta Ijós? — Eru jólin þér Ijóssins hátíð? Allt hið ytra tilstand um jólin getur orðið til þess að byrgja tjósið frá jólabarninu og telcið það burt frá mönnunum. Ég las fyrir mörgum árum átakanlega sögu, sem ég hefi aldrei getað gleymt. Ef til vill hefir hún verið dæmisaga, sögð til varnaðar: Afmœlishátíð var lialdin í húsi nokkru. Yngsta barnið þar var orðið ársgamalt. Það lá í vagninum sínum frammi í for- stofu og svaf vært. Margir gestir komu, og mikill fögnuður og veizluglaumur var í stofunni. En þegar gestirnir fóru, lá barnið liðið í vagninum. Margar yfirhafnir höfðu verið lagðar ofan á hann og það gleymzt. IAkt fer því miður stundum á jólunum. 1 hátíðarglaumnum gleymist sjálft afmœlisbarnið. Svo má aldrei fara. Ilátíð Ijóssins er liátíð liugljómunar í andlegri ?iávist jólabarnsins. Einfalt er jafnan lúð háa. í kyrrð og friði, rósemi og trausti er fögnuður jólanna mestur. Svo var í fjárhellinum litla í Betlehem forðum. Leitum þa?ig- að í a?ida og hugleiðu?n, hvað bamið þar varð oss mönnu?m?n, Ijós heimsins, Ijós frá kærleilcanu?n, Ijós frá Guði, „Guðs föður veru feg?i?'st mynd“, eins og IIallgri?nur Pétursson komst að Orði. (Framh. ó bls. 2)

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.