Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 2

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 2
Dr. Gunnar Böðvarsson, verkfrœðingur: Jarðhiti á íslandi og hagnýting hans Laugar og hverir Á íslandi eru um 260 jarðhitastaðir eða jarð- hitasvæði. Af ýmsum ástæðum er hentugt að skipta þessum svæðum í tvo flokka, þ. e. laugar- svæði og hverasvæði. Laugarsvæði eru nefnd svæði, þar sem allt að 100°C heitt vatn kem- ur úr jörðu. Svæði, þar sem ört sjóðandi vatn eða hrein gufa koma úr jörðu eru nefnd hvera- svæði. Á landinu eru samtals 250 laugarsvæði, og munu vera á þeim alls um 700 laugar. Hiti vatns- ins er mjög misjafn, allt frá 20 °C í 100°C Vatnsmagn er einnig mjög breytilegt. Minnst- ar laugar gefa aðeins nokkra lítra á mínútu, en þær stærstu allt að 250 lítrum á sekúndu. Það er greinilegt samhengi milii hita og vatns- magns lauga. Þær kaldari eru yfirleitt vatns- litlar, pn allar vatnsmestu laugar landsins eru nær sjóðandi. Mest vatnsmagn er í Deildar- tungu í Borgarfirði, en þar koma um 250 lítrar á sekúndu úr jörðu. Skammt þaðan eru Ivlepp- járnsreykir með um 100 lítra á sekúndu. Þá má nefna Laugarás í Biskupstungum með um 65 lítra á sekúndu. Á þessum stöðum er vatnið nær 100°C heitt. Á Norðurlandi eru helztu laugarsvæðin í Skagafirði og Eyjafirði. í Skagafirði er jarðhiti mjög víða, en laugarnar eru flestar tiltölulega litlar. Vatnsmagn er mest að Reykjum í Neðri- Byggð, en þar koma um 30 lítrar á sekúndu úr jörðu með allt að 65°C hita. Sama er að segja um Eyjafjörð, þar er jarðhiti víða, en laugarnar flestar litlar. Hiti er einna mestur að Reykhúsum við Kristneshæli. Þar eru um 3 lítrar á sekúndu með allt að 74°C hita. Á Vestfjörðum eru allmörg laugarsvæði. Vatnsmagn er jafnan öllu meira en á Norður- landi. Helztu laugarsvæði eru Reykhólar á Barðaströnd með um 25 lítra á sekúndu af allt að 100°C heitu vatni, Reykjanes í ísafjarðar- djúpi með um 15 lítra á sekúndu við allt að 93 °C og Hveravík í Strandasýslu með um 7 lítra á sekúndu við 75°C. Á Austurlandi er enginn teljandi jarðhiti. Alls koma upp úr laugum á öllum laugarsvæð- um landsins um 1.500 lítrar á sekúndu af vatni, Það var í Noregi á aðfangadag í heilsuhœli u'ppi i háfjöllum, meðan œrustan var mest og hávaðinn við undirbúning jólanna, að einn vist- mannanna hvarf, ungur piltur. Þegar hans var saknað um kvöldið, var farið að leita hans. — Og hann fannst innan skamms. — Hann hafði gjört sér snjóhús og stungið þar niður greni- grein, fest á hana kerti og kveikt á þeim. Og svo sat hann þar og söng jólasálmana, sem hann var vanur að syngja heima. Hann vildi „láta sig dreyma um Ijósin hcima, sem loga hjá mömmu í nótt“. Gott er að geta aftur orðið hörn um jólin og eignast þannig lieilagan jólafrið og innra Ijós, sem varir, þótt öll ytri Ijós slokkni. Guð gefi þér þetta Ijós nú um jólin og láti það síðan lýsa þér alla ævi og í lúmininn. Það var fagur siður fyrr og táknrœnn, að öll- um heimilismönnum voru gefin jólakerti. Ljósið á kertunum átti að minna á Ijós heimsins, og enginn mátti vera án þess. Lyftum hátt jólaljósunum og lýsum hvert öðru. Gleðileg jól. Gleðilega Ijóssins hátíð í Jesú nafni. Asmundur Guðmundsson 2

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.