Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 3

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 3
sem er að meðaltali um 75 °C heitt. Vatn úr bor- holum er ekki talið með. Hverasvæðin eru aðeins 20 að tölu. Til þeirra eru talin svæði með ört sjóðandi vatni, t. d. Geysissvæðið í Biskupstungum og Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu, og hin stóru jarðguíusvæði, sem eru alls 12 að tölu. Jarðgufusvæðin eru veigamesti hluti jarðhitans á Islandi. Einna kunnust eru jarðgufusvæðin í Krýsu- vík, Hengli og Námafjalli. Þar er yfirleitt mjög lítið um vatnshveri, og svæðin einkennast af fjölmörgum gufuaugum, sem eru á víð og dreií um talsvert stór landsvæði. Þannig þekur Hengilssvæðið alls um 70 ferkílómetra. Þó er stærsta jarðgufusvæði landsins við Torfajökul, en það þekur um 100 ferkílómetra. Það er talsvert erfiðara að mæla gufumagn en vatnsmagn. Er því hvergi jafnauðvelt að mæla og meta afl gufusvæða eins og laugarsvæða. Hér skal aðeins frá því greint, að samkvæmt mjög lauslegri áætlun mun stærsta jarðgufu- svæðið, þ. e. svæðið í Torfajökli gefa um 1.000 lestir á klst. af gufu, og jafngildir varmamagn þeirra um 1.700 lítrum á sekúndu af sjóðandi vatni. Samanlagt varmamagn, sem upp kemur á hverasvæðunum mun vera talsvert meira en varmamagn laugarsvæðanna. Er ekki ólíklegt, að það sé 5 til 10 sinnum meira. Þýðing hvera- svæðanna er þannig augljós. Hliðstæðar athuganir á vannamagni hvera- svæða hafa einnig verið gerðar á Nýja-Sjálandi, en þar er talsverður jarðhiti. Virðist samanlagð- ur varmi, sem þar kemur upp á tímaeiningu vera um Vi af þeim varma, sem íslenzk laugar- og hverasvæði gefa frá sér. Því miður eru lilið- stæðar tölur ekki til frá Ítalíu, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru virðist mjög ólíklegt, að svæðin þar séu jafnöflug og svæðin á íslandi. Er því sennilegt, að jarðhiti sé hvergi jafnöflugur og á íslandi. Upptök jarðhitans Allmikið hefur verið ritað almennt um upp- tök jarðhita. Jarðhitarannsóknir hafa verið stundaðar um langt skeið hér á landi og í Banda- ríkjunum. A síðari árum hafa menn á Nýja- Sjálandi einnig lagt talsvert til málanna. Italir hafa hins vegar lítið ritað um þessa hlið máls- ins. Segja má, að um tvær meginkenningar sé að ræða. Annars vegar er kenningin um, að jarð- hiti standi ætíð í sambandi við jarðelda, og sé raunverulega að vissu leyti lokaþáttur eldsum- brota. Hins vegar er kenning um, að jarðhitinn sé að mestu óháður staðbundnum eldsumbrot- um en taki rnegnið af varma sínum frá þeim varmastraum, sem alls staðar leitar út um yfir- borð jarðar. 1 fáum orðum skal frá þessu greint. Við eldsumbrot kernur venjulega talsvert af kviku úr jörðu. í einu gosi í Heklu hefur komið um Vír rúmkílómetri af kviku, og í skaftáreldum streymdu úr Laka alls um 12 rúmkílómetrar. Þó mun Þjórsárliraun vera mesta hraun hér á landi, og er alls um 40 rúmkílómetrar. Gera má ráð fyrir, að sumt af kvikunni, sem upp leitar, verði eftir í jarðskurninu tiltölulega nálægt yfirborði, þ. e. á fárra kílómetra dýpi. Slíkir kvikuhleifar í jörðu eru alþekktir, og eru margir stórir, kulnaðir hleifar kunnir hér á landi. Við myndun eru þessir hleifar í fljótandi ástandi og því allt að 1.200°C heitir. Þegar tímar líða kólnar og storknar hver hleifur. Við kólnunina Gutugos úr borholu viS Reykiakot í ÖUusi FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.