Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 4

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 4
gefur kvikan frá sér vatnsgufu og aðrar loftteg- undir, sem leita út í nálæg jarðlög og hita þau. Jarðlögin hitna einnig vegna varmaleiðslu frá kvikunni. Nú getur jarðvatn seitlað niður á talsvert dýpi, einkum þar sem jarðlög eru sprungin, en það eru þau einmitt í námunda við kviku- hleifa. Þegar kvikan ryður sér braut í jörðu, sprengir hún nærliggjandi jarðlög og myndar þannig nýjar vatnsrásir. Jarðvatnið, sem niður leitar, kemst í snert- ingu við hið heita berg og blandast einnig vatns- gufu og gasi, sem kvikan gefur frá sér. Vatnið getur þannig hitnað í 200°C til 400°C. Það leitar síðan upp til yfirborðsins aftur og myndar þar laugar og hveri. Hinn kenningin gengur út frá því, að jarð- hitinn standi ekki í sambandi við staðbundin eldsumbrot, heldur sé orsökin fyrst og fremst sá hili, sem alls staðar er djúpt í jörðu. Ef mjög djúpar sprungur myndast, getur jarðvatn seitl- að niður á mikið dýpi, og því hitnað verulega án þess að um eldsumbrot sé að ræða. Rannsóknir síðari ára virðast benda til þess, að hin stóru hverasvæði myndist vegna kviku- innskota, þ. e. í samræmi við fvrri kenninguna. Laugarsvæðin, hins vegar, virðast flest eiga rót sína að rekja til mjög djúpra vatnsstrauma í samræmi við seinni kenninguna. Hagnýting jarðhiia Af jarðhitavirkjunum, sem nú eru komnar í notkun á Islandi, ber fyrst að nefna hitaveit- urnar í Reykjavík, Olafsfirði, Hveragerði og á Selfossi og Sauðárkróki. Þegar Hlíðarhverfið í Reykjavík hefur verið tengt við Reykjaveit- una, munu þessar hitaveitur hita híbýli fyrir samtals um 45.000 manns. Auk þeirra er tals- verður fjö'ldi gróðurhúsa og sundlauga hitaður með laugarvatni og jarðgufu. Þessi þróun hófst, með byggingu Þvottalauga- veitunnar í Reykjavík árið 1932, og var þá stigið mjög merkilegt spor í tækni á íslandi. Þar sem flestum mun kunnugt um þá þróun, er síðan hefur orðið, skal hér ekki frekar um þessi fyrirtæki rætt. Hins vegar verður reynt að gefa lauslega mynd af þeim möguleik- um, sem framundan eru. Jarðhita má hagnýta á þrjá vegu, þ. e. (1) laugarvaín og jarðgufu má nota til hitunar hí- býla og gróðurhúsa, (2) jarðgufu má nota til vinnslu raforku og (3) til hitunar í efnaiðju- verum. Á því leikur enginn vafi, að afköst Hitaveitu Reykjavíkur má margfalda. Nokkurt laugarvatn er enn óunnið í landi Reykjavíkur, en það mun þó vart nægja nema til hitunar nokkurs hluta þeirra hverl'a, sem nú eru utan Reykjaveitu- svæðisins. Megninu af varmanum verður að veita frá Krýsuvík eða Hengli, en þar er af nægu að taka. Boranir, sem nú hafa verið fram- kvæmdar við Hveragerði, sýna greinilega að þar er mikið varmamagn að fá. Sama mun gilda um Krýsuvík. Höfundur þessa greinarkorns er fyrir sitt leyti þeirrar skoðunar, að það muni vart ofmat að telja, að í Ivrýsuvík og Iíengli sé nægt varma- afl til þess að hita híbýli fyrir um eða yfir hálfa milljón manna, ef varminn er eingöngu notaður til híbýlahitunar. Auk þess er vafalaust hægt að auka veru- lega hinar minni hitaveitur úti á landi. Þá mun óhætt að fullyrða, að Húsavík muni innan skamms fá hitaveitu, og ekki er með öllu úti- lokað, að koma megi upp hitaveitu til Akur- eyrar, en þetta er þó enn í nokkurri óvissu. Gróðurhúsaræktina má að sjálfsögðu auka verulega. Vinnsla raforku kemur einkum til mála í Krýsuvík og Hengli. Þegar tímar líða, má einnig virkja jarðhita á Námafjalli og í Torfajökli. Höfundur hefur gert mjög lauslegar áætlanir um virkjanlegt afl á þessum stöðum og komizt að eftirfarandi niðurstöðum: Krýsuvík 59.000 kílóvött Hengill 200.000 „ Torfajökull 600.000 „ Námafjall 50.000 „ Þetta eru samtals um 900.000 kílóvött. Þó skal tekið fram, að hér er ekki gert ráð fyrir því, að þetta afl verði stöðugt. Á þessu stigi málsins verður að reikna með því, að hluti aflsins endist aðeins í nokkra tugi ára. Enn er óvíst, hvort hægt verður að koma upp meiri háttar iðnaði við jarðhita á íslandi. Fram hafa komið hugmyndir um vinnslu (1) þungs vatns, (2) klórs og vítissóda (3) salts og annarra sjávarefna, og (4) brennisteins. Að svo stöddu virðist vinnsla á þungu vatni vera sú iðngrein, sem einna mesta möguleika Framh. á bls. 28 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.