Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 8
SIGURÐUR EINARSSON: F'ísurnar um viljann Á bókmenntakynningu, sem flutt var á vegum Almenna bókafélagsins í hátíðasal háskólans, 2. nóv. sl., og helguð var séra Sigurði Einarssyni í Holti, flutti höfundur sjálfur ný- samið kvæði: „Vísurnar um viljann". Leyfði hann Frjálsri Verzlun góðfúslega að birta kvæðið í þessu jólahefti. Til fróðleiks þeim, er lesa þetta ágæta kvæði, má geta þess, að ennþá er fáanleg síðasta ljóðabók Sigurðar Einarssonar: „Yfir blikandi höf", en hún hlaut frábærar viðtökur, eins og kunnugt er. Viljinn er herra vors vitundardags. Hann vakir einn mcðan hvatimar sofa, er þögidl í áheyrn vors ástríðulags, en alltaf á fóttim, er dag fer að rofa. Þá klappar liann hljóður á hjarta vors dyr — á harðaspretti klukkurnar tifa. — Svo hrýnir luinn röddina, brosir og spyr: — Má bjóða þér, lierra, einn dag til að lifa? Vér tökum því oftast dauft og dræmt með drungann af hungruðum þrám í blóði. Oss finnst ekk.i draumsins full vera tœmt. Vér förum oss hœgt — og bölvum í hljóði. Og langt fram á ævi. er leikurinn góður, vér látumst vera úrill og tafin. En viljinn er þægur og þolinmóður, liann þegir og bíður við dyrustafinn. Þú lítur liann hornauga livatur og fár. Þú ert herra þíns dags með sjálftelcnu valdi og skundar þinn veg, þykist vita uppá hár, það verður engum að sök eða gjaldi. En ármaður hjarta vors gætinn og geyminn gengur til hliðar, þarf öðru að sinna, en leggur á borð vort Ijúfur og feiminn lista um það, sem í dag skal vinna. Og fyrr en af hádegi hallar sól, ertu horfinn þar að með boð hans í taugum. Hann bíður þögull á bak við þinn stól búinn til liðs með vorkunn í augum, en enga miskunn, öllu skal lolcið. — Anauð vors starfs er frelsis vors borgun. — Svo býr hann þér reklcju, ber þig í svefn, brosir í kamp: — Hann á dag á morgun. Svo gengur hann um svo undurhljótt alskyggn og natinn og fœrir í lag. Hann dregur á lang marga náðarnótt lœtur norpa í biðstofu skartbúinn dag, unz varlega sígur að svefnsins losi — sólin hœkkar og klukkurnar tifa. — Þá felur hann liörkuna i liœversku brosi: — Herra, mái bjóða þér dag til að lifa? 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.