Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 10

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 10
aður, eins og það oft hefur verið nefnt, er ekki eingöngu og jafnvel ekki fyrst og fremst hugsað sem skref í átt til fríverzlunar. Á sumum svið- um er gert ráð fyrir miklu skipulagi og veruleg- um takmörkunum á frjálsri samkeppni innan tollabandalagsins, t. d. í sambandi við verzlun og framleiðslu landbúnaðarafurða, en í flokki með landbúnaðarafurðum lentu fiskafurðir, illu heilli fyrir okkur Islendinga. Megintilgangur sexveldasamningsins er ekki fríverzlun, þó að hún sé þar snar þáttur, heldur fyrst og fremst stjórnmálalegur ávinningur, það er að segja sameining viðkomandi landa á sem víðtækustum grundvelli. Fríverzlunin er sögulega séð fyrst og fremst svar við þeirri ákvörðun sexveldanna að stofna tollabandalag sín á milli. Það er ekki aðeins ágæti fríverzlunar, sem fyrir höfundum fríverzl- unarhugmyndarinnar lá, heldur hin mikla efna- hagslega nauðsyn þeirra ellefu O.E.E.C.-þjóða, sem utan við sexveldasvæðið standa, að koma í veg fyrir óhagstæð áhrif tollabandalagsins á afkomu sína. Og sú hætta vofði þar að auki yfir, að tollabandalagið myndi rjúfa einingu álfunnar og veikja hana stórkostlega á alþjóðavettvangi. Þessa stjórnmálalegu og efnahagslegu hættu hafa hin 11 ríki, sem utan við standa, reynt að forðast með því að leggja til, að komið yrði á fót fríverzlunarbandalagi, sem yrði mildu lausari samtök en tollabandalagið og hefði afnám tolla og hafta milli þátttökuríkjanna sem aðalmark- mið. Að öðru leyti vilja þau um flest halda athafnafrelsi og sjálfsákvörðunarrétti í eigin málum, eftir því sem föng eru á, og einnig um- fram allt forðast pólitíska samsteypu, enda eru í þessum flokki nokkur ríki, Sviss, Svíþjóð, Austurríki og írland, sem hafa verið hlutlaus í alþjóðamálum, og önnur, eins og t. d. Bretland, sem eiga svo mikilla hagsmuna að gæta utan Evrópu, að erfitt er fyrir þau að ganga í fast pólitískt samstarf við önnur ríki álfunnar. Nú fyrir skömmu er ár liðið síðan umræður hófust um þessar tillögur og ekki er að undra, þótt ekki hafi alltaf gengið greiðlega. Þetta vandamál er flókið og ekki í því einu fólgið að finna hagkvæmustu leið til þess að framkvæma kenningar um viðskiptafrelsi, heldur þarf að samræma sjónarmið 17 landa varðandi mikil- væga hagsmuni. Það þarf að finna þann jafn- vægispunkt, þar sem hvert ríki fyrir sig telur sig geta treyst því, að hagnaður þess af fríverzl- un verði að minnsta kosti jafn þeim erfiðleikum, sem hún kann að skapa. Það eru óteljandi sjónarmið, sem taka verður tillit til, t. d. stjórnmálalegar aðstæður, sem ekki þýðir annað en beygja sig fyrir. Svo er t. d. um bændasjónarmiðin, sem eru fyrir hendi í sér- hverju landi, og fjölda-marga aðra hagsmuni, sem alla verður að taka meira og minna til greina. Tvö meginvandamál I samningunum um fríverzlunarsvæðið, sem hafa nú staðið í ár, eins og ég sagði áðan, hefur verið við tvö meginvandamál að etja. Annars vegar er landbúnaðarmálið, það er að segja meðferð og sala landbúnaðarafurða innan frí- verzlunarsvæðisins. Þar hafa einkum Bretar haldið fram þeirri skoðun, að fríverzlun ætti ekki að ná til landbúnaðarafurða, heldur eingöngu til iðnaðarvara og hráefna. Margar aðrar þjóðir eru í raun og veru hlynntar þessu sjónarmiði að verulegu leyti, þar sem landbúnaðarvernd er svo algeng í þeim heimi, sem við nú lifum í. Á annarri skoðun eru þó útflytjendur landbún- aðaraíurða, fyrst og fremst Danir, þá Hollend- ingar, sem að vísu eru innan sexveldasamnings- ins og bundnir öllum samningum, sem þar eru gerðir, og svo nokkrar aðrar þjóðir, t. d. Grikkir og Tyrkir, sem eiga mjög afkomu sína undir þessum afurðum. Þessar þjóðir hafa að sjálf- sögðu lagt geysimikla áherzlu á, að það væri ekki hægt fyrir þær að taka á sig skuldbind- ingar um afnám hafta og tolla af innflutningi iðnaðarvara, ef þeirra eigin útflutningur nyti ekki hagra'.ðis vegna þess, að landbúnaðarafurð- ir væru undanskildar í samningunum. Fiskur og fiskafurðir lentu i þessa kvörn í upphafi, eins og ég gat um áður, en vonir standa til þess, að minnsta kosti eins og nú horf- ir, að varðandi fiskafurðir verði annars konar samkomulag og eitthvað frjálslegra heldur en varðandi landbúnaðarvörur og ef til vill nær fullkominni fríverzlun, en of snemmt er fyrir okkur að fagna sigri í því máli. Hitt vandamálið er í raun og veru miklu stærra og miklu vandleystara, en það er sam- ræming sexveldasamningsins og væntanlegra samþykkta fríverzlunarsvæðisins. Sexveldin hafa gert með sér samning, og það er ekki hægt að ætlast til þess af hálfu hinna, að þau brjóti ákvæði hans eða gefi eftir varðandi þau atriði, 10 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.