Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 11

Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 11
sem þau eru þegar búin að semja um. Þessi samningur bætir aðstöðu þeirra, sem að honum standa, í samkeppni við aðra, og það veitir þeim mikilvæg gagnkvæm réttindi. Spurningin er, hvort þau eigi að ieyfa öðrum þátttöku- ríkjum að taka þátt í þessum hagnaði án þess að þeirra dómi, að full bót komi á móti. Sex- veldin koma í samningunum um fríverzlun Evrópu að verulegu leyti fram sem heild. Þau liljóta nú, eftir að samningur þeirra tók gildi, að samræma sjónarmið sín, en það er vitað, að all- verulegur skoðanamunur ríkir á milli þeirra. Frakkar, en á þeim hafa margar breytingar í stjórnmáluin Evrópu strandað á undanförn- um árum, eru ekki á þeirri skoðun, að auðvelt sé fyrir sexveldin að fallast á fríverzlunarsamn- ing, án þess að mjög tryggilega sé um hnúta búið. Þeir eru þeirrar skoðunar, og það hefur margsinnis komið fram í þeim samningum, sem þegar hafa átt sér stað, að með fríverzlunar- tillögunum séu löndin 11 að reyna að koma því þannig fyrir, að þau njóti allra ávaxtanna af tollabandalagi sexveldanna, en taki ekki á sig samsvarandi skuldbindingar á móti. Frakkar haía jaínvel haldið því fram, að tillögurnar um fríverzlun séu í eðli sínu að miklu leyti ósam- ræmanlegar tollabandalaginu, þær muni rjúfa það rökræna samhengi, sem í því felist, sérstak- lega að því varðar tolla gagnvart öðrum ríkjum. En eins og þið liljótið flest að vita þegar, er mis- munurinn, að því er tollum viðkemur, milli tollabandalagsins og fríverzlunarsvæðisins sá, að það íyrrnefnda er hreint tollabandalag með sameiginlegum tollum gagnvart öllum, sem utan við standa, en fríverzlunarlöndin eiga að geta sjálf haft hvaða tolla, sem þau vilja, gagnvart öðrum en þátttökuríkjum bandalagsins. Stöðugar samningauinleitanir Samningurinn um fríverzlunarsvæðið heíur verið í höndum sérstakrar ráðherranefndar síð- an í október síðastliðnum. Þessi ráðherranefnd liefur fengið það verkefni að reyna að koma sanaan samningsuppkasti, sem gæti legið fyrir um mitt árið 1958 og ef til vill gengið í gildi fyrir árslokin eða um sama leyti og samningur sexveldanna kemur til framkvæmda. Á þessum tíma, sem liðinn er síðan ráðherranefndin tók til starfa, hefur mikið áunnizt, en þó verður að segja, að þessi tvö stórmál, sem ég nú nefndi, eru enn þá óútkljáð, enda þótt sjónarmiðin hafi skýrzt og ekki sé vonlaust um samkomulag áður en lýkur. Eins og þið hafið séð í blöðuna, hafa Frakkar í undirbúningi gagntillögur, um það, hvernig þeir lmgsa sér, að hægt sé að samrænaa fríverzl- unina og sexveldasamninginn. Frakkar hafa líka í undirbúningi nýjar tillögur una landbúnaðar- vörur og meðferð þeirra innan fríverzlunarsvæð- isins. Það er ekki hægt á þessu stigi málsins að spá neinu una það, hvað í þessum tillöguna nauni felast, og allra sízt, lavaða möguleikar eru til þess, að sanakomulag náist una þær. Aðalatriðið er, að öll þátttökuríki O.E.E.C. og þá ekki sízt löndin 11, sem standa utan við sexveldasvæðið, en þau eru eins og kunnugt er Dannaörk, Noregur, Svíþjóð, ísland, Bretlaiad, Irland, Portúgal, Austurríki, Sviss, Grikkland og Tyrkland, eru sammála um, að það sé nauð- synlegt fyrir Evrópu, að myndað sé fríverzlunar- svæði sanatímis því eða um líkt leyti og tolla- bandalagið nær frana að ganga. Eðlilega er erfitt að koma í íramkvænad jafn róttækum og víðtækum tillögum eins og í frí- verzluninni felast, tillöguna, sem hljóta að hafa gagnger áhrif á flesta atvinnuvegi þátttökuríkj- anna, efla suma stórlega, en jafnvel kippa alger- lega fótuna undan öðrum. En þegar slík hreyf- ing er komin af stað, er erfitt að stöðva hana eða snúa henni við. Ef þessi tilraun anistekst, væri það geysilegur hnekkir fyrir samstarf Evi’ópu og ekkert líklegra en að hún skiptist þá í tvær eða fleiri andstæður fylkingar, t. d. að Bretar kæmu með tillögu um samsteypu naeð ICanada og jafnvel Norðurlöndum, og þá væri illa farið að allra dónai. Það er einmitt þessi skilningur manna í Evrópu á því, hve mikið er í húfi, að fríverzlun- arsamningarnir nái fram að ganga, sem verður til þess, að hægt er að höggva á margan hnút- inn, sem á vegi verður í samningaviðræðunum, sem ella væri erfitt að leysa. Við þekkjum það vel íslendingar, hve torsótt getur verið að þoka fram smáumbótuna, ef þær snerta mikilvæga hagsinuni. Það er ekki fyrr en allt kerfið er kom- ið á hreyfingu, öllu er breytt svo að segja sam- tímis, sem hægt er að koma slíku fram. Og þegar þannig er ástatt, eru augu manna oft opin fyrir hinum réttu hlutföllum málanna, svo að þeir geta sæmilega greint aukaatriðin frá aðalatriðununa. Framh. á bls. 34 I’IÍJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.