Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 12
Séra Jón Thorarensen: JÓLIN OG ÞJÓÐHÆTTIR Jólin eru ekki meðal elztu hátíða innan krist- innar kirkju. Fjórar fyrstu aldirnar var engin almenn samþykkt eða skoðun um það, hvar ætti að staðfesta þau á árinu, en þeir dagar komu þá til greina 6. jan., 25. marz og 25. des. En elztu ummæli um það að jól skuli halda 25. des. eru frá Theophilusi biskupi í A'ntiockiu, sem var uppi um 180 eftir Krists burð. Þessi ummæli liafa varðveitzt á latínu og þar segir þessi biskup að jól skuli halda 25. des., en upprisuhátíð 25. marz. Á 25. des. sem jóladag er minnzt í öruggri heim- ild frá árinu 354, og í Róm var gefin út keisaraleg tilskipun árið 400, þar sem segir, að leikhús skuli vera lokuð þrjár hátíðir ársins, jól, páska og opin- berunarhátíð (ö. jan.). Með opinberri tilskipun voru jól ekki ákveðin almennt 25. des. fyrr en árið 534. Annars skal þess getið að 25. des. var á undan jólahaldi krist- inna manna einnig hátíðisdagur í Mitradýrkun svo- kallaðri, en það voru trúarbrögð í fornöld, sóldýrk- un, og kepptu þessi trúarbrögð við kristindóminn um langt skeið. 25. des. var sólarafmælishátíð hjá Mitradýrkendum og var búið að halda þessa sólar- hátíð ævalengi þegar kristnir menn fastsettu 25. des. fyrir afmælisdag Krists. Margt er líkt í Mitra- dýrkun og kristindómi, en helgisiðir Mitradýrk- unar, sem kornnir eru frá ævafornum tímum, hafa varðveitzt í refsingum, yfirbótaverkum og andleg- um inntökuprófum þeirra manna, er leituðu upp- töku í leynifélög miðaldanna og síðar í leynifélög Rósakross-riddaranna, en frá Rósakross-riddurum hafa leynifélög nútímans fengið reglukerfi sitt í veikari eftirlíkingu. Frá Mitradýrkun virðist því hin andlega fæða vera komin upphaflega til leyni- félaganna fyrr og nú. í gamla daga voru brandajól hér á landi þegar aðfangadag eða fjórða jóladag bar upp á sunnudag. En nú á tímum eru litlu brandajól, þegar jóla- dag ber upp á mánudag, en þegar jóladag ber upp á föstudag, þá eru stóru brandajól. Fram að 1744 var messað á jólanóttum og þótti það svo hátíðlegt, að allir fóru til kirkju, sem vettlingi gátu valdið ef hægt var. En einn gætti bæjar. En það var hættulegt vegna þess, að liuldu- fólkið sótti í það að koma heim á bæina og halda þar dansleiki og veizlur. En eftir að jólanæturmessur voru úr lögum numdar 1770 var tekið upp á því vestur undir Jökli, að koma saman á einhverjum bæ og halda jólagleði. Var þá etið og drukkið. Menn skulu saman matvælum og ölföngum, ef bóndinn var ekki svo efnum búinn, að hann gæti vcitt vökumönn- um gefins. Þar sem skemmtan skyldi vera voru fyrst sungnar helgar tíðir, síðan setzt að samskota- veizlu eða skytningi, sem kallað var, og borðað, síðan staðið upp og tekið að syngja, dansa og skemmta sér alla nóttina þar til dagur rann. Þorsteinn prófastur Pétursson á Staðarbakka í Miðfirði, segir frá því, er Bjarni Halldórs- son hinn ríki, sýslumaður Húnvetninga, sem bjó á Þingevrum, hafi haldið jólagleði á Þingeyrum þrjú ár í röð 1755, ’56, ’57 og bauð til fólki úr nágrenninu og heldri mönnum lengra að. Þar talar prófastur um theatre (leikrit) opera (söngleik) og komediur og segir: „að allt virðist vera holdsins verk en ekki andans, gjörð til þess að vekja synd- ugra tilhneigingar og finna þeim Gamla Adam við- urværi. Hálf tunna brennivíns og matur að sarna skapi gekk upp í hvert skipti.“ Urn rniðja 18. öld var jólagleði mest á þessurn stöðum: Skálholti í Biskupstungum, Efra-Seli í Hreppum, Eyvindarmúla í Fljótshlíð, Reykjavík, Flankastöðum í Garði og Þingeyrum í Húnavatns- sýslu og Hjalla í Ölfusi. Nú er glatt á Iijalla er orðatiltæki af ]>ví að Hjalli í Ölusi var frægur fyrir jólagleði, sem þar var haldin. Jólin voru og eru dýrðlegasta hátíð ársins, svo dýrðleg að í dulheimum og mannheimum losnar um böndin og menn hafa trúað því, að aldrei sé jafninnilegt samband milli þess sýnilega og ósýni- lega, vegna þess að Guðs sonur fæddist. — Það er ekki aðeins gleði og fögnuður í mannheimum heldur í dulheimum. A jólanóttinni, helgustu stund ársins, var kappkostað að hafa alls staðar hreint og láta hvern krók vera upplýstan, það þarf ekki að lýsa matnurn, það vita allir, að þá var stór- 12 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.