Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 14

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 14
Guðmundur Danielsson: FISKURINN MIKLI Þegar þetta er skrifað á haustmánuði er veiði- tíminn á enda fyrir þrem vikum og allt að komast í samt lag á ný, eins og önnur haust, bæði heilsa mín og starf. Því að jafnskjótt og veiðitímanum er lokið breytist heilsa mín og sálarástand og ég verð annai maður, heilbrigður, mætti segja, með sterka hneigð til andlegrar vinnu og kyrrsetu, líkt og fræðimaður eða skáld. Og þannig mun það verða í vetur, allt þangað til vorar á ný, ég verð inni- setumaður og skáld og hugurinn allur bundinn við flókna örlagaþræði kvenna minna og karla og hversu rekja skuli sögu. Ég veit þetta af reynsl- unni, þannig var það í fyrravetur og veturinn þar áður og alla vetur svo langt sem ég man. En jafn- víst er hitt, að þetta stendur ekki lengur en til vorsins, þangað til veiðitíminn byrjar aftur, þá er úti um minn frið. Það er þó öðru nær en þetta hafi alltaf verið svo, — það eru ckki nema fjögur sumur sem ég hef átt við þetta að stríða, og þó raunar ekki nema þrjú, því að 9. júlí sumarið 1956 var það sem ástríðan náði valdi yfir mér, þá fyrst — eftir viðureignina við fiskinn mikla. Hún mun hafa staðið í hálfa klukkustund sú viðureign og henni lauk með því að fiskurinn losn- aði af króknum og skildi mig eftir einan uppi á árbakkanum. En ekki jafngóðan, ekki þann sama mann, sem ég áður var. Því að þessi fiskur, sem hvarf mér í strauminn, hefur aldrei síðan hætt að vaka í hyljum drauma minna með sinn silfur- gljáa sporð á stærð við skóflublað, né að leika töfralag sitt á stríðþaninn streng kastlínunnar og stöngina mína sveigða í hring. Það er þessi fiskur og ekkert annað sem á sérhverju vori rænir mig starfsró minni og sálarfriði, svo að vinnuherbergi mitt glatar viðfelldni sinni og starf mitt þar sínu gildi og sérhver mín hugsun blandast vatnaniði og andblæ víðavangs. Því að í taugum mínum og blóði lifir minningin um fiskinn mikla, eins og ólækn- andi mein, eins og sýkill, eins og falinn eldur í hlóðum, þó ég kenni þess ekki meðan árstíð vetrar- ins varir. Ég hef veitt marga fiska síðan 9. júlí árið 1956, einstaka sinnum meira að segja fallega fiska, en ekki myndi ég þeirra vegna kasta fyrir borð köll- un minni og skynsemi og eyða hásumrum ævinn- ar í hvíldarlaust reik um fljótsbakkann, sveiflandi veiðistöng út yfir vatnsflötinn. Það er fiskurinn mikli sein þessu veldur, það er hann og enginn annar, vonin um að hann komi aftur og fari á ný sama eldi um taugar mínar og sál, heltaki mig öðru sinni með furðulegri orku sinni og hraða. Ég hef áður skýrt frá því, hún stóð í hálfa klukkustund viðureignin við hann og endaði með því ég missti hann. Eftirköstunum hef ég nú lýst að nokkru. en ekki glímunni sjálfri, hinum ör- lagaríka hálftíma, sem hún stóð. Ég ætla að gera það hér á eftir, en ekki strax, fyrst ætla ég að tala um öll litlu atvikin, sem hvert með öðru mynda uppistöðuna. í sumarlíf mitt við ána, frá vori til hausts, bæði þegar veiðist, og þegar enga veiði er að fá: Þetta er í maímánuði, austanvindur sagar fjör- una og hreytir strjálum regndropum yfir þangið, engin hlýindi í lofti. En það er sama, um nónbil er mér ekkert að vanbúnaði, ég tek stöngina og veiðipokann og ræsi bílinn, ek vestur með sjó. Tveir staðir koma til greina: Álftavikið og ósinn, en ég hef ekki trú á Álftavikinu í dag, ósinn er kannski betri, ég ætla að reyna hann. Að hálfnaðri leið þrýtur veginn og gangan hefst. Ég þræði fjöru- borðið, þar sem flóðaldan hefur skráð þverrandi styrkleika sinn í sandinn gulum og hvítum bog- línum. Nú er lágfjara og brátt byrjar að falla að. Ágætt. í ósnum er lítil veiðivon nema á aðfallinu, og varla nema í smástreymi, það er að segja við hálftungl, þegar tungl er á öðru og þriðja kvartéli. Eftir tuttugu mínútna göngu er ég kominn á 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.