Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 15
staðinn. Ég sezt í sandinn meðan ég athafna mig',
set stöngina saman, festi á hana hjólið, þræði lín-
una, hnýti spóninn á girnið, fæ mér að reykja. Ég
er einn og þarf ekki að flýta mér. Ekkert kallar að
lengur, því ég er þangað kominn sem gott er að
hafast við. Árstraumurinn er fjörlegur og bylgju-
fallið í meira lagi núna, því að vindinn hefur ckki
lægt, vindinn lægir ekki fyrr en kvöldar, á háflæð-
inu rétt fyrir lágnættið verður sennilega logn.
Nú eru tæki mín komin í lag, ég rís upp og
sveifla veiðistönginni, læt hana fjaðra, hún er næm
eins og hún væri hluti af líkama mínum, sjálf afl-
taug minnar hægri handar. Síðan kasta ég, það
þýtur notalega í hjólinu meðan línan flýgur út,
unz spónninn fellur í vatnið og ég tek að draga
inn á ný.
Ég kasta um stund án þess að verða var, loks
tek ég spóninn af girninu og set öngul í staðinn,
beiti maðki á öngulinn og kasta aftur. En ég veiði
heldur ekki neitt á maðkinn, ekki að svo stöddu,
heldur dreg agnið sífellt inn óhreyft. Það er ekki
að marka, aðfallsins gætir svo lítið enn, fiskur-
inn gefur sig oft ekki fyrr en hálffallið er að.
Nei, það er ekki alltaf mikil veiði, en fleira
getur við borið, ýmislegt getur fyrir komið þó ekki
sé veiði. Þarna kemur til dæmis upp selur, hann
horfir á mig utan af álnum, treður marvaðinn og
mænir til mín, eins og honum liggi eitthvað sér-
stakt á hjarta, sé með skilaboð til mín úr djúpinu,
en treysti sér ekki til að afhenda þau, annar kem-
ur upp við hlið hans og þeir horfa báðir á mig um
stund, hrevfingarlausir, með óhugnanlegri athygli.
En þegar sá þriðji kemur upp milli hinna tveggja
og ber sig eins að, þá finnst mér nóg komið og ég
beini að þeim öflugu kasti, sem hefur þau áhrif að
þeir stinga sér allir þrír með tilþrifamiklu busli,
svo jökulvatnið sýður og strókar sig.
Ég hef þá trú að sjóbirtingsgangan sé ekki langt
undan, þó ég hafi enn ekki orðið hennar var: þar
sem selurinn er, þar er að jafnaði eitthvað fleira
á ferð. Auk þess sé ég þétt kríuger hér skammt úti
í leirnum og það færist nær ósnum eftir því sem
aðfallið stígur, og á fárra mínútna fresti þjóta fram
hjá mér smáflokkar af straumönd og æðarfugli,
allir í sömu átt, utan af hafi, andstreymis. Þetta
er góður fyrirboði: meðan áin er fisklaus er fuglinn
þar ekki lieldur.
Ég kasta enn. Línan þýtur út af hjólinu og ég
horfi á hvernig hún vinzt ofan af því með hraða.
Þangað til ég tek eftir því að hún rekst út með
óeðlilegum hraða og lengur en líkindi eru til. Er
fiskur á? Um leið og ég felli hemilinn á hjólið
flýgur mér í hug: „Er fiskur kominn á?“ Nei, það
er fugl, stór og virðulegur æðarbliki, hann hefur
flogið á línuna og flækt henni utan um annan væng
sinn, — nú fellur hann í vatnið og brýzt um. En
þetta er ekki sú veiði sem ég sælist eftir, ég vil
fisk en ekki fugl, eftir drjúga stund og töluverða
áreynslu tekst mér að losna við æðarblikann og
renna á ný fyrir sjóbirting.
Rétt á eftir fékk ég tvo fiska, en síðan ekki meir
Framh. á bls. 36
FRJÁLS VERZLUN
15