Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 17

Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 17
læriföður sínum, Gustav Cassel, sextugum, er hann sagði: „Taktu við þakklæti fyrir hlutdeild þína í hagfræðilegu uppeldi mínu og alls heims- ins.“ Fyrir vísindastörf sín hefur hann og hlotið margháttaða viðurkenningu og er m. a. með- limur bæði sænsku vísindaakademíunnar og verkfræðiakademíunnar. Hagfræðingur í þjónustu skynseminnar „Það er útbreidd skoðun, og ekki sízt á meðal þeirra, sem með völd fara, að hag- l'ræði sé óþörf við stjórn ])jóðfélagsins.“ Pierre Mcndh-Francc Hagfræðin er gamalgróin vísindagrein í Svía- ríki. Fáar þjóðir í Evrópu geta teílt fram virðu- legri fylkingu heimsþekktra hítgvísindamanna en Svíar hafa átt á að skipa á tveim manns- öldrum. I hagfræðiheiminum stafar töluverðum Ijóma af þessum nöfnum: David Davidson, Knut Wicksell, Gustav Cassel, Ely Heckscher, Gunnar Myrdal og Erik Lundberg, svo að nokkur séu nefnd, og vissulega hafa um sum þeirra leikið stormar, því að þeir hafa vakið deilur og flutt ný sannindi, sem auðgað hafa og víkkað sjón- arsvið hagvísindanna. í þessum fríða flokki skipar nafn Bertils Ohlins í dag veglegt sæti. — Því má svo skjóta hér inn, að í þessu fyrir- myndarríki sósíaldemokratísins hefur marxistísk liagfræði eða sósíalistísk planökonómía aldrei átt upp á háborðið á meðal hagvísindamanna, því að undanteknum Myrdal, Ivarin Ivoch og nokkrum öðrurn eru erfðir sænskrar hagfræði liberalistískar, enda öll sænsk hagvísindi tuttug- ustu aldaiánnar mjög mótuð af andlegri reisn Gustavs Cassels, sem taldi það hlutverk sitt að starfa í þágu skynseminnar, eins og hann orð- aði það sjálfur. Bert.il Ohlin var einn af lærisveinum Cassels og að vissu leyti arftaki hans sem höfuðmál- svari frjálslyndra hagfræðiskoðana í Svíþjóð. Þessar skoðanir og niðurstöður af rannsóknum sínum, sem sumar hverjar voru alger nýmæli, hefur Ohlin sett fram í fjölda rita. Ein fyrsta bók Ohlins bar heitið „Den várldsekonomiska depressionen“ og gerði grein fyrir rannsóknum hans varðandi heimskreppuna, sem hann fram- kvæmdi á vegum Þjóðabandalagsins í Genf. Síðan fylgdu á eítir stórmerk rit hans um verzl- un og alþjóðaviðskipti, „Interregional and International Trade“ (1933), þar sem hann skýrir utanríkisverzlunina á grundvelli verð- myndunarkenningar, en ekki í ljósi verðmætis- kenningarinnar. Um þetta afrek fórust Gustav Cassel þau orð, að „þetta afrek táknar mikla end- urbót á kenningunni um alþjóðaviðskipti“. A sænsku kom svo liver bókin af annarri, „Utriks- handel och handelspolitik“ (’34), „Peningapolitik ofl“ (’34), „Kapitalmarknadochrántpolitik“ (’41) og á ensku „International Economical llecon- struction“ (1936). Árið 1936 gaf hann út póli- tíska hagfræðiritið „Fri eller dirigerad ekonomi“ sem síðar verður vikið að. Fyrir utan hagfræði- kenningar sínar um utanríkisviðskipti er Ohlin ásamt l'Ieiri Stokkhólmshagfræðingum kunn- astur fyrir l'ræðilegar kenningar um aðferðir til þess að fylgjast með hagsveiflum. Á grundvelli þeirra komust Svíarnir að niðurstöðum, sem eru sumpart fyrirrennarar að þeim kennisetningum, sem J. M. Iveynes gat sér síðan mestan orðstír fyrir í bók sinni „General Theory of Employ- ment etc.“ (1936). Kjarninn í öllum hagfræðiskrifum Ohlins er hin frjálsa búskaparstarfsemi, því að hann segir: „Framfaratrú hinnar frjálslyndu stefnu og traust hennar á skipulagi atvinnufrelsis og einka- eingarréttar hefur í reyndinni hlotið staðfestingu á yfirburðum sínum“. Á áratugum haftabúskap- ar og áætlanakukls hefur rödd Ohlins jaí'nan liljómað þróttmikil í þjónustu skynseminnar og áhrifa hennar gætt langt út fyrir landamæri skandinaviska smásósíalismans. Vísindamaður verður flokksforingi „Stjórnmúl eru m. a. spurning um það, livernig rétti eigi að skipa, livernig líf eigi að tryggja, hvernig land skuli byggja og hvernig trú skuli vernda. I því starfi þarf á beztu kostum maimsins að halda, og þá reynir ekki sízt á hugsjónir og trú æskunnur á framtíðina." C. G. Ekman Bertrand llussel segir einhvers staðar, að Bret- ar séu kunnir fyrir það meðal Evrópuþjóða, að eiga ágæta heimspekinga, en hafa skömm á heimspekinni. Svíar eiga hins vegar eins og áður er sagt marga ágæta hagfræðinga. Um álit þeirra á hagfræðinni skal ósagt látið, en hins vegar er það ekkert launungarmál, að þeir hafa ekki haft neitt sérlegt dálæti á hagfræðingum öðrum frem- ur sem stjórnmálamönnum, a. m. k. hafa hinir frægustu sænskra hagfræðinga yfirleitt ekki set- ið á þingi eða skipað ráðherrastóla. Þessu er FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.