Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 18

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 18
að því er virðist töluvert öðru vísi varið h]á mörgum þjóðum, því þar hafa kunnir hagfræð- ingar oft verið á ocldi í stjórnmálabaráttunni, átt setu á þingum og skipað áhrifamikil sæti í ríkisstjórnum. Er þar skemmst að minnast Dalt- ons og Wilsons í Bretlandi, Erhards í Þýzka- iandi, Mendés-France í Frakklandi og Thorkil Kristensen í Danmörku, að ógleymdum sjálfum Hjalmar Schacht. Bertil Ohlin braut því að vissu leyti hefð sænskra borgaralegra hagfræðinga, er hann gerðist stjórnmálamaður. Fyrstu spurnir, sem menn hafa af opinberum afskiptum Ohlins af stjórnmálum eru í kringum 1920. Ernst Wig- forss fyrrverandi fjármálaráðherra Svía segir í endurminningum sínum (Minnen III) frá því, er Ohlin vakti fyrst athygli hans. Það var um- ræðufundur í Frjálslynda klúbbnum í byrjun árs 1920. Einn af þeim, sem tóku til máls og þótti gera sérlega skilmerkilega grein fyrir skoð- unum sínum, var ungur einkennisklæddur her- maður. Þessi ungi maður reyndist vera Bertil Ohlin, sem þá var aðeins 21 árs og gengdi her- þjónustu. Síðar áttu sósíalistinn Wigforss og lib- eralistinn Ohlin oft eftir að leiða saman hesta sína. Áður en rakinn verður frekar ferill stjórn- málamannsins Ohlins, er ekki óeðlilegt að gera nokkra grein fyrir þróun flokks þess, sem hann snerist til fylgis við og átti síðar eftir að veita forustu. Sænski liberalisminn stendur á evrópskum grunni. Lengstu ræturnar má rekja allt aftur til einstaklingshyggju Lúthers, sem hélt fram beinni ábyrgð hvers einstaklings gagnvart æðri máttar- völdum. Og það var engin tilviljun, að einmitt í þeim löndum, þar sem fylgjendum Lúthers óx fisk- ur um hrygg og tókst að losa sig undan ofríki kaþólsku kirkjunnar, fæddist hugmyndin um frjálslyndari þjóðfélagsskipan. Sú hugmynd var síðan fullmótuð í meðferð heimspekinga og hag- fræðinga. Má þar fyrstan telja John Locke, sem auk annars tvígreindi félagsvaldið milli löggjafa og framkvæmdarvalds og Montesquieu, sem jók óháðu dómsvaldi við til tryggingar réttaröryggi einstaklingsins. í hlut Johns Stuart Mills féll það að skilgreina varanlega vestrænt frelsishug- tak, Jeremy Bentham lagði til velfarnaðarmark- mið frelsishugsjónarinnar og Immanuel Kant dró upp takmarkalínurnar fyrir einstaklings- frelsinu með þeim meginrökum, að menn ættu ekki aðeins að vera frjálsir, heldur einnig að bera ábyrgð á eigin frelsi. Ilagfræðilega efnivið- inn lögðu þeir svo til Adam Smith og David Richardo. Og ekki er sagan sögð öll, ef þeir eru ónefndir Manchester-félagarnir Cobden og Bright, enda þótt tuttugustu aldar liberalistar telji sig ekki eiga óskipt sálufélag við þá. Sjálíir hafa Svíar einnig lagt, nokkuð af mörk- um í hugmyndasjóð líberalismans og telur sænski Þjóðflokkurinn (Folkepartiet) á meðal lærifeðra sinna og hugsjónasmiða þá Adolf Hedin (um 1800), Erik Gustaf Geijer, Lars John Hierta og síðar Louis de Geer. Fyrsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð, sem stofnaður var á grundvelli írjálslyndu stefnunn- ar, tók til starfa árið 1895. Árið 1900 stofnaði Karl Staaf svo „Liberala samlingspartiet“. 1 byrjun aldarinnar var þessi flokkur mjög áhrifa- mikill um gang mála og í annarri deild þingsins átti hann um eitt hundrað þingmenn á sama tíma og þar áttu aðeins fáeinir jafnaðarmenn sæti. Árið 1923 klofnaði flokkurinn og fór fylgi lians því stöðugt hrakandi. I kosningunum 1932 hrundi fylgið af flokknum og hafði það áfall þær afleiðingar, að forvígismaður flokksins, C. G. Ekman, lét af forustu og hvarf af sviði stjórn- málanna. En senn snerist þróunin á gæfuveg- inn fyrir flokkinn, því að árið 1934 sameinuðust flokksbrotin tvö að nýju og mynduðu „Folke- partiet“ — Þjóðflokkinn — undir forsæti Gustafs Anderson í Rasjön. Um þessar mundir kemur Ohlin til sögunnar og haslar sér varanlegan völl á stjórnmálasviðinu. Við flokkasamsteypuna var hann kjörinn formaður æskulýðssamtaka flokksins árið 1934 og hélt því forsæti til ársins 1940. Árið 1938 var hann fyrst kosinn á þing og var samtímis kjörinn formaður þingflokks síns í fyrstu deild. Árið 1944 vann Þjóðflokkur- inn mikinn kosningasigur, og á því ári varð Gustaf Anderson landshöfðingi og lét af for- mennsku Þjóðflokksins, en Ohlin var kjörinn formaður flokksins. 30 sept. það ár varð hann viðskiptamálaráðherra í samstjórn þeirri, er með völd fór, en lét af því embætti 31. júlí 1945, er samstjórnin sagði af sér að ófriði loknum. Fram til ársins 1946 voru stjórnarandstöðu- flokkarnir þrír, íhaldsflokkurinn, Bændaflokkur- inn og Þjóðflokkurinn, ámóta stórir, en í kosn- ingunum það ár vann Þjóðflokkurinn kosninga- sigur, sem jók fylgi hans svo, að hann varð stærstur þessara flokka, og þannig forustu- Framh. á bls. 39 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.