Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 22

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 22
Einlæg samskipti við Jón Sigurðsson Um þessar mundir eru liðin 120 ár frá fæðingu Þorláks Ó. Johnson, en liann var fæddur á Breiða- bólsstað á Skógarströnd 31. ágúst 1838. Kornung- ur fluttist hann norður yfir Breiðafjörð að Stað á Reykjanesi, og þar ólst hann upp með foreldr- um sínum á einu stærsta og fegursta heimili vestan- lands. Móðir hans var Sigríður, dóttir prestshjón- anna á Móum á Kjalarnesi, Sigríðar Markúsdótt- ur og séra Þorláks Loftssonar. Maddama Sigríður á Stað, en svo var hún jafnan kölluð vestra, var dáð og mikilsmetin af öllum, sem kynntust henni, enda var hún talin mikil manngæzkukona. Ólafur, faðir Þorláks, var sonur Ingveldar Jafetsdóttur og Einars Jónssonar stúdents og kaupmanns í Reykja- vík. Séra Ólafur var í hópi höfuðklerka á íslandi á 19. öld. Ilann þótti hið bezta á sig kominn á velli, ör í lund og stórgeðja, en sáttfús og mildur í hjarta og greiðamaður mikill. Hann var drjúgur til athafna, er vel sá merki í búsýslu hans allri á Stað, en jafnframt studdi hann að því af kapp- girni og ötulleik að koma sem flestum sóknar- bændum sínum til bjargálna. Séra Ólafur var í fremstu röð þjóðfrelsisvina á 19. öld, einn ötulasti og eindregnasti stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar alla tíð og andvígari Dönum en flestir landar hans aðrir. Séra Ólafur var einn af Þjóðfundarþing- mönnum og lenti þar í flokki, er mest og eftirminni- legast kom þar við sögu. Þorláki syni prestshjónanna á Stað, var ekki í kot vísað, þá er liann kom til Hafnar í september 1858, því að leið hans lá, er þangað kom, beint á fund forsetahjónanna, Ingibjargar og Jóns Sigurðs- sonar, er tóku honum sem barni sínu. Var hann báðum nákominn vegna skyldleika og venzla. Jón og séra Ólafur voru bræðrasynir, en Ingibjörg, kona Jóns, föðursystir Þorláks. — Skemmst af þeim tíma, sem Þorlákur hafði utanvist, dvaldist hann í Danmörku, en þrátt fyrir það var mikið og náið samband milli hans og forsetahjónanna. Jón Sigurðsson var sem kunnugt er mikill iðju- maður við brétagerðir, en engum manni mun hann hafa skrifað jaínoft og Þorláki. Því olli ekki skyld- leikinn einvörðungu heldur jafnframt það, að hann dvaldist í því landi, er Jón taldi sér ávinning í að fá fregnir frá Og Þorlákur var tíðum með ráða- gerðir á prjónum, sem Jón hafði áhuga á. Ekki stóð á Þorláki að svara frænda sínum, en jafn- framt Ieitaði hann ráða hjá Jóni um öll mál, er nokkuð skiptu hann. ÖIl eru skipti þeirra frænda með þeim einlægnisblæ, að helzt minnir á, að þar sé faðir og sonur, sem saman eiga. Málsvari íslendinga á Bretlandi Eftir að Þorlákur hafði verið tvö ár i vist í Höfn hjá eiganda Skagastrandarverzlunar, hallaði svo undan fæti fyrir húsbónda hans, ao hann varð að útvega sér vinnu annars staðar. Var þá ákveðið, að Þorlákur færi til Englands, og hefur það vafa- laust verið að ráði Jóns frænda hans. Hafði Jón lengi haft hug á því, að ungir menn að heiman kynntu sér verzlun og viðskipti í Englandi með það fyrir augum að koma á verzlunarsambandi milli landanna. Maður sá, sem Þorlákur réðst til, hét Bligh Peacock og var skipamiðlari. Hann hafði mikið dálæti á Norðurlandabúum og talaði m. a. íslenzku. Síðar sýndi hann lslendingum þann vin- áttuvott að færa Bókmenntafélaginu allálitlega fjár- upphæð að gjöf sem verðlaun fyrir ritgerð um fram- farir á íslandi. Er ekki að efa, að Þorlákur hefur átt mestan þátt í því, hvað Peacock var íslendingum vel. Ekki hafði Þorlákur verið lengi hjá Peacock, þegar það var ráðið að hann gerði út verzlunar- leiðangur til íslands, þann fyrsta, sem þangað fór frá Englandi, eftir að verzlunin var orðin frjáls. Þorlákur var leiðangursstjóri og átti að hafa all- an veg og vanda af ferðinni. Svo nærri stóð Jón Sigurðsson þessari framkvæmd, að hann keypti í Danmörku fyrir Peacock nokkuð af farminum í skipið. Ferð Þorláks gekk vel að því leyti, að honum tókst að selja allar vörurnar, sem hann hafði meðferðis og fá fullfermi í skipið af íslenzk- um varningi. En ekki þótti Peacock þessi verzlun svo vonleg til ábata, að hann vildi halda henni áfram. Þorláki hafði aldrei verið hlýtt í þela til dönsku selstöðukaupmannanna og ekki mildað- ist hann í ferð sinni til íslands, enda reyndu þeir að gera honum þær skráveifur, að slík tilraun með Englandsverzlun yrði ekki endurtekin. Svo ofarlega var í Þorláki þetta sumar (1861) að flytjast til íslands og gerast fastakaupmaður þar, að hann fékk föður sinn til að kaupa lóð á Borð- eyri undir verzlunarhús. En það var langt í land, að Þorlákur gerðist kaupmaður á íslandi. Iíann átti enn uin langa hríð að vera fulltrúi þjóðar sinnar í Bretlandi, reyndar óskipaður, en þeim mun áhrifameiri sjálfboðaliði, er aldrei spurði til um- bunar fyrir starf sitt. Árið 1865 réðst Þorlákur til fyrirtækis, er kennt var við William Walker og John Pile. Þeir höfðu m. a. keypt lifandi nautpening í Svíþjóð og flutt til Bretlands. Þorlákur gerði sér far um að kynn- ast náið þessari verzlun, og vakti það fyrir honum, hvort ekki mundi unnt að koma á verzlun með lifandi fé frá íslandi. Kom hann svo máli sínu, að húsbændur hans afréðu að hefja fjárverzlun á íslandi. Er af þeim umsvifum öllum mikil saga, sem hér verður ekki rakin, en hún sýnir, að Þorlák- ur var næmur fyrir því, hvar líklegast var að þreifa fyrir sér til þess að veita nokkru fjármagni inn í landið. Þótt tilraun Þorláks misheppnaðist vegna óviðráðanlegra atvika, er þó þangað að leita 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.