Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 23

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 23
frumkvæðis að hinum miklu fjárflutningum til Bretlands, sem síðar urðu og áttu heillavænlegan þátt í því, að þjóðin tók að reisa sig úr kútnum. — Hér má einnig geta þess, þótt það snerti ekki sögu Þorláks fyrr en eftir að hann var fluttur heim, að fyrir hans atbeina var gerð fyrsta til- raunin með að flytja héðan ísvarinn fisk á brezkan markað. En þótt sýnt væri, að íslendingar gætu í þann mund liaft mikinn hagnað af þeim viðskipt- um, varð ekki áframhald á þeim sökum þvergirð- iugsháttar og skilningsleysis. Eigi veitist kostur að rekja hér sögu Þorláks, meðan hann dvelst í Bretlandi, en allar benda athafnir hans til þess, að þar fer maður, sem vel heldur vöku sinni og hefur ætíð opin augu fyrir því, hvað íslandi má verða að gagni. Ilann er eitt sinn kominn langt á leið með að fá enskt félag til þess að hefja hér brennisteinsvinnslu í stórum stíl, og í annan tíma er í undirbúningi surtarbrands- vinnsla. Eitt sinn er hann með á prjónum útflutn- ing á laxi og þannig mætti lengi telja. En á öllu þessu sýsli sínu fær Þorlákur oð kynnast því, að margir og margvíslegir farartálmar verða á vegi, þegar brjóta á nýjungum braut meðal þjóðar, sem lotið hefur nýlenduhlutskipti í aldaraðir. Verzlunarfynrtæki það, sem nefnt var Norska samlagið, má telja til fyrstu vormerkja í íslenzkri verzlunarsögu eftir 1854. Frumdrögin að stofnun þess lagði Þorlákur með aðstoð Norðmanns, sem búsettur var í Englandi. — Þá hefur Þorlákur eitt sinn orð á því, að nauðsynlegt væri fj'rir íslenzka sjómenn að komast í skiprúm hjá Englendingum og kynnast farmennsku, svo að íslendingar hafi kunnáttumönnum á að skipa, þegar að því komi, að þeir eignist sjálfir liaffær skip og hefji siglingar. Býðst hann til að hafa milligöngu í þessu efni. — Þorlákur var þess mjög fýsandi, að erlendir ferða- menn legðu leið sína til Islands. Sumarið 1868 lagði hann mjög mikla vinnu í það að koma af stað til íslands hóp skemmtiferðafólks frá Bretlandi. En þar sem ferð þessi skyldi jafnframt farin í öðru skyni og þar urðu óyfirstíganlegir þröskuldar í vegi, varð ekki af henni. Þetta hugðarmál Þorláks, svo nýstárlegt sem það var í þann tíma, var ekki þar með úr sögunni, því að hann átti enn eftir að vinna talsvert fyrir það, meðan hann var í Englandi, og einnig eftir að hann var fluttur til íslands. Meðan Þorlákur var í Englandi ritaði hann fjölda greina í brezk blöð um ísland og íslenzk málefni. Reyndi hann að gera Bretum Ijóst, hvernig mun- um íslendinga væri farið og vék þá oft að því, hversu viðskiptum íslendinga og Dana háttaði hverju sinni. Þá flutti hann fjölda fyrirlestra í brezkum félögum og hafði þá meðferðis til skýr- ingar ýmsa muni, er hann hafði fengið í þessu skyni heiman frá íslandi. Yrði hann þess áskynja, að brezk blöð fluttu missagnir eða óhróður um íslendinga var hann jafnan skjótur til andsvara. Kom þetta t. d. glögglega í ljós, þegar út kom bókin „TJItime Thule“ eftir brezka ferðalanginn Richard F. Burton, er hér hafði verið á ferð. En Burton bar íslendingum illa söguna. Að minnsta kosti einu sinni var Þorlákur fenginn til þess að flytja fyrirlestur um Island í brezka landfræðifé- laginu (The Royal Geographical Society) og sýndi þá jafnframt skuggamyndir. Er ekki að efa, að erindi Þorláks hefur vakið mikla athygli, því að víst er, að hann var gerður þar heiðursfélagi. Það þótti mikill sómi, því að félag þetta var þá talið nafnfrægasta Iandfræðifélag í heimi. Þjóðbanlci — Dagblað — Sjómannaklúbbur — Skemmtanir „fyrir fólkið" Eftir 13 ára dvöl í Bretlandi fluttist Þorlákur til Kaupmannahafnar. Þar var hann um tveggja ára skeið og þá lengst af viðloðandi á heimili forsetahjónanna, Jóns og Ingibjargar. Á bessum árnm var hann alllengi sjúkur. ITeim til tslands fluttist Þorlákur alfarinn 1875 og kom til Revkja- víkur 5. júní þá um sumarið. Biðu hans nú ný verkefni í nýju landnámi, þar sem jarðvegur var með öllu óruddur til sáningar. Þegar Þorlákur sezt að á Islandi hefur hann aflað sér meiri þekkingar og reynslu á öllum sviðum verzlunar en nokkur annar íslendingur. Ilann er einnig ágætlega mennt- aður í ýmsum öðrum efnum, en stendur þrátt fyrir langa útivist svo traustum fótum í íslenzkum jarð- vegi, að aðrir eru honum ekki skör framar að því leyti. Þar sem Þorlákur var gáfaður vel, fjör- maður mikill og frjór í hugsun, hlaut fljótt að koma í ljós, að með komu hans hafði hinn fámenni og kotlegi höfuðstaður eignazt óvenjulegan land- námsmann. Enda leið eigi á löngu, að verkin sýndu merkin. Eftir heimkomuna réðst Þorlákur sem bókhaldari til Fischersverzlunar, en stundaði að sjálfsögðu jafnframt önnur verzlunarstörf. Hjá þessu fvrir- tæki vann hann í sex ár. Á þessu tímabili fór hann oft í „spekúlantstúra“ fyrir húsbændur sína. Var því skjótt veitt. athygli, að þar var á ferð maður með nýja siði og allt annað lífsviðhorf en ríkti hjá þeim verzlunarmönnum, er hér voru fyrir. Þegar svo bar undir, að Þorlákur þurfti að etja kappi við verzlunarmenn á öðrum „spekúlantsskipum“, kom brátt í Ijós, að þeir stóðust honum ekki snúning. Iíann var frjálsmannlegur, glaður og lipur, laus við sýtingshátt og smámunasemi og sérlega alþýð- legur í öllu viðmóti. Þorlákur leit ekki einungis á sig sem þjón Fischersverzlunar, heldur jafnframt sem þjón fólksins, sem kom til að skipta við hann. Framh. ó bls. 45 FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.