Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 25

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 25
hann hafði árið 1981, þegar hann var 3 vetra skóli. Að vísu hefir skólahúsið verið endurbætt mikið á þessu tímabili og hver kimi hússins tekinn til kennslunota. Síðast var þakinu lyft og búnar til tvær skólastofur í risinu. Hins vegar heíir vöxtur skólans verið mun meiri, en það gefur til kynna að hann hefir stækkað upp í sex vetra skóla. Jafnframt því hefir deildum í hverjum bekk fjölgað þannig, að nú eru allir bekkir verzlunardeildarinnar þrískiptir. Það er augljóst, að slíkt álag á það húsnæði, sem fyrir hendi er, hlýtur að valda því, að ekki er hægt að fullnægja þeim kröfum, sem nemendur hljóta óhjákvæmilega að gera, til þess að þeir geti haft eðlilega félagsstarfsemi. Auk þess hljóta ýmsir þættir skólastarfsins sjálfs að verða erfiðir í framkvæmd og jafnvel útilokaðir vegna húsnæðisskortsins. Má benda á það sem dæmi, að hvergi er hægt að kalla saman alla nemend- ur í skólanum í einu. Ennfremur háir húsnæðis- leysið allri eðlilegri þróun hans að öðru leyti. Ekki er hægt að taka í skólann nema lítinn hluta þeirra unglinga, sem sækja um skólavist. Aðsóknin að skólanum fer stöðugt vaxandi. Undanfarið hafa um tvö hundruð unglingar gengið þar undir inntökupróf árlega, s.l. vor um tvö hundruð og tuttugu, en ekki er hægt að taka nema ‘60—70 nýja nemendur í skólann á ári. Fyrir um það bil tíu árum var farið að ræða um nauðsyn þess að byggja nýtt skólahús. Bæjarstjórn úthlutaði þá skólanum lóð vestur á melum, við Hagatorg. A síðastliðnu ári var þeirri lóð afsalað af hálfu skólans gegn því að lóð fengist í staðinn á Háaleiti, enda mun þar fást mun betra landrými fyrir skólann. Enda þótt þannig hafi verið unnið að undirbúningi að því, að skólinn fái í framtíðinni nýtt hús með nægilega stórri lóð til starfsemi sinnar, er þó langt í land, að því takmarki verði náð. Hins vegar er þörfin fvrir aukið húsnæði orðin það brýn, að jafnframt hefir verið unnið að því að koma upp viðbótarhúsnæði við Þingholts- stræti, sem hægt væri að nota ásamt gamla skólahúsinu. Viðbótarlóð var keypt við Grund- arstíginn fyrir nokkrum árum, og teiknað hefir verið skólahús á lóðinni við Þingholtsstræti. Árið 1955 var sótt um íjárfestingarleyfi fyrir skólabyggingu við Þingholtsstræti, en leyfi fékkst fyrst í sumar fyrir byrjunarframkvæmd- Hið iyrírhuqaða skólahús við Þingholtsstræti FRJÁLS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.