Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 27

Frjáls verslun - 01.12.1958, Síða 27
Af Skúla fógefa Eftirfarandi saga um Skúla fógeta er tekin úr „Nýju sagnakveri" Einars Guðmundssonar, þjóðsagnasafnara. Bjarni nokkur, fátækur barnamaður á Vöglurn, haf'ði oft verið mcð Skúla á ferðum hans. Bjarni hafði verið mikill fjörmaður, skemmtilegur, en glettinn. Einu sinni hafði Skúli komið um haust norðan af Akureyri og Bjarni þá með honum. Höfðu þeir, og sérstaklega Skúli, verið mikið drukknir, er þeir fóru seinni part dags af Akureyri. Þeir komu lieim að smábæ nokkrum, settust þar að og háttuðu fljótt. Baðstofan var Íítil, með stafnhúsi litlu, rúm voru þar til beggja hliða og lítið borð á milli. Bjarni vaknar um nóttina og er með óþol- andi þorsta, fer að þrcifa fyrir sér á borðinu í myrkrinu, hvort hann finni ekki neitt til svölunar og rekur höndina þar í könnu, sem er full með mjólk. Biarni liafði einhverja skimu af því, að barnfóstra væri í rúminu á móti þeim Skúla, en Skúli hraut fyrir framan Bjarna í rúminu. Nú dettur Bjarna í hug, að þetta muni vera barns- kannan og mjólk ætluð barninu. En þorstinn kvel- ur hann. Iíann fer með fingurgóman? >fan í könn- una og nýr síðan mjólk í skeggið á jkúla, og þar eð setzt var ofan á nýmjólkina, varð skegg Skúla allt hvítt af rjóma. Bjarni drekkur því næst allt úr könnunni og lætur liana svo á borðið aftur, leggst út af og læzt sofa. Lítil stund leið. Barnið vaknar hjá stúlkunni og fer að skæla. Við hljóðin vaknar Skúli, en Bjarni læzt hrjóta. Stúlkan fer að fálma eftir mjólkinni barnsins og verður skjótt þess vör, að kannan er tóm, og kennir kattarskrattanum um j)að. Barnið herðir á skælunum, og loks ræður stúlkan ekkert við það. Hún sendir kettinum óbænir og fer að stríða við að kveikja ljós. Þegar ljósið kemur, þyk- ist Bjarni vakna og spyr, hvað gangi á. Hann hálf- rís upp og fer að skima í kringum sig og læzt vera hálfsofandi, lítur framan í Skúla og segir: „Andskoti er að sjá þig maður! Þú hefur drukkið alla mjólkina frá barninu, en skilið eftir vitnin í skegginu.“ Skúli grípur ósjálfrátt hendi um skeggið og sér nú þegar glettni Bjarna. Hann talar ekkert orð um það meir. Þeir halda áfram ferð sinni daginn eftir, og vill Skúli komast heim að Okrum um kvöldið. Skúli forðast að minnast einu orði á glettni Bjarna og leiðir huga lians sem lengst frá henni. Þegar þeir koma ofan fyrir mitt Silfrastaðafjall, er komið myrkur. Segir Skúli þá allt í einu upp úr samtali: „Héyrðu, Bjarni, -- andskoti er það að hafa ekki vín í kvöld að hressa sig á ofan Blönduhlíðina. Hvaða ráð eru til þess að fá vín?“ Bjarni finnur engin ráð til þess. Eftir stutta stund seglr Skúli: „Nei, nú man ég nokkuð. Það er brúðkaups- veizla á Silfrastöðum í kvöld. Já, en ég held, að ég komi þar ekki við.“ „O, ekkert sakaði, þó að við kæmum þar við. Við erum þó ferðamenn og verðum að fara þar um, hvort eð er.“ „Já, að vísu. Nei, ég lield, að ég komi þar ekki við.“ Þegar þeir komu á hólinn fyrir innan Silfrastaði, sást mikið Ijós í skálaglugga heima á staðnum. Þá segir Bjarni: „Gaman væri að vita, hvað um er að vera þar heima.“ Skúli gegndi því engu. lliðu þeir svo heim að túni. Þá segir Skúli: „Nú skulum við fara af baki og hafa hljótt um okkur. Svo ættir þú að fara hljótt heim og vita, livað um er að vera, komast að því, hvort nokkur gleðibragur sé á fólki.“ Bjarni gengur hljótt heim að bænum, en Skúli laumast á eftir honum. Svo var háttað þá á Silfra- stöðum, að stór og mikill skáli með stórum stafn- glugga var fremstur bæjarhiisa. Var mikill glugga- skans gegnum vegginn. Bjarni skríður á fjórum fótum inn í gluggaskansinn og fast inn að glugga og fer að gægjast. inn. Þá hleypur Skúli aftan að honum og hrindir honum inn gegnum gluggann og inn í skálann. Bjarni mölvaði þar á veizluborði glös og könnur, þegar hanu kom niður á borðið. Uppþot varð mikið í skálanum við hina óvæntu og skyndilegu komu Bjarna, og hlupu menn til og tóku hann. En þá sagði Bjarni þetta, sem marg- ir höfðu að máltæki í Blönduhlíð, þegar ég var þar: „Verið þið hægir piltar! Ég var sendur!“ Það er af Skúla að segja, að hann steig hið snar- asta á hest sinn og reið mikinn heim að Okrum um kvöldið. Morguninn eftir sendir Skúli vinnumann sinn einn fram að Silfrastöðum til þess að borga skemmdir þær, er stafað höfðu af komu Bjarna.. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.