Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 30

Frjáls verslun - 01.12.1958, Page 30
Viðhorfin í efnahagsmctlunum Framh. af bls. 7 fvlgjast mcð því að viðskiptavinir þeirra, einkum þeir stærri, séu ekki raunverulega að nota lánsféð til fjárfestingarframkvæmda. Útlán viðskiptabank- anna verða í öllum aðalatriðum að takmarkast við rekstrarlán. Fjár til fjárfestingar verður að afla á annan liátt, með myndun ágóða í fyrir- tækjum, með sölu skulda- og hlutabréfa, og með lánum frá bönkum og sjóðum, sem hafa það sér- staka hlutverk að veita lán til fjárfestingarfrain- kvæmda. Of mikil fjárfesting í Jiriðja lagi voru ekki gerðar ráðstafanir til að takmarka frainkvæmdir, sem hið opinbera stendur að eða styður, við það, sem eðlilegt má teljast. Iíið opinbera hefur á undanförnum árum staðið í miklum og fjárfrekum framkvæmdum, byggingu sementsverksmiðju, byggingu Sogsvirkjunarinnar og raforkuframkvæmdum um land allt, og hefur ennfremur varið miklu fé til útlána fjárfestingar- sjóða til landbúnaðar og sjávarútvegs. Þessi starf- semi hefur ekki verið miðuð við fjárhagsgetu. Hún hefur blátt áfram verið miðuð við óskir. Stjórn- málamennirnir hafa viljað gera hitt og þetta og svo hefur það verið sett af stað og síðar meir reynt einhvern veginn í ósköpunum að útvega fé. Auð- vitað á að fara að þessu á hinn veginn, þann veg að gera sér fyrst ljóst, hversu mikils fjár er hægt að afla með eðlilegum hætti og miða framkvæmd- irnar við það. Þess fjár tel ég aflað með eðlilegum hætti, er fæst frá ríkinu sjálfu meðan fjárlög eru í jafnvægi og skattar ekki alltof háir, er fæst sem lán frá þeim erlendu stofnunum, sem slík lán veita, og sem fæst með sölu skulda- og hlutabréfa til almennings. Það hefði verið nauðsynlegt að skipuleggja fyrir löngu allar þessar framkvæmdir, þannig að tryggt væri, að útgjöld vegna þeirra færu ekki fram úr því fé, sem afla mætti með eðlilegum hætti. Hin óeðlilega þensla bankaútlána og hin mikla fjárfestingarstarfsemi hafa gert hvort- tveggja í senn, að þrýsta á greiðslujöfnuðinn og skapa of mikla eftirspurn eftir atvinnu innanlands. Hið síðarnefnda er auðvitað nátengt launamálun- um. Það er erfitt að segja, hvað kemur fyrst; eru það kaupkröfurnar, sem byrja, og útlánaaukning- in, sem fylgir á eftir, eða er það útlánaaukningin, sem byrjar og skapar grundvöllinn fyrir hækkuðu kaupgjaldi. Hvernig sem þessu kann að vera varið, lield ég, að óhætt sé að fullvrða, að ekki sé hægt að halda kaupgjaldi í eðlilegu horfi meðan of mikil útþensla á sér stað af hálfu bankanna og þess opin- bera. Gjaldeyrisstaðan Ég vil enn minnast á eitt, sem ábótavant var við þær ráðstafanir sem gerðar voru í fyrra vor, en þaö var að þær voru ekki miðaðar við að bæta gjald- eyrisstöðuna út á við. Ráðstafanirnar voru byggð- ar á þeirn forsendum, að við gætum haldið áfram að nota mikið erlent lánsfé, og að við þyrftuin ekki að bæta gjaldeyrisstöðuria frá því sem var um síð- ustu áramót, en þá voru lausaskuldir bankanna röskar 100 millj. króna. Undir eins og notkun er- lends lánsfjár minnkaði, hlutu að skapast nýir erfiðleikar, og það lá í hlutarins eðli, að um jafn- mikla notkun á erlendu lánsfé og var á árinu 1958 gæti ekki orðið að ræða aftur um sinn, blátt áfram vegna þess, hve sú notkun var mikil. Þar að auki hefði Jiað verið þýðingarmikið, að gjaldeyrisaðstað- an batnaði verulega á þessu ári, vegna þess hve þetta er framúrskarandi gott ár. Það er í fyrsta lagi ómögulegt að koma innflutningsmálum hér í eðlilegt horf, fyrr en búið er að byggja upp gjald- eyrisforða og í öðru lagi er erfitt að sjá í hvaða hús við eigum að venda, þegar eitthvað bjátar á, fyrst við erum svona illa staddir í góðærum. Viðhorfið, sem blasti við á síðastl. hausti var í aðalatriðuin Jietta. Vel hafði verið séð fyrir útflutn- ingsatvinnuvegunum, þannig að engu Jiurfti þar við að bæta, nema til þess að bæta upp áhrif kaup- gjaldshækkananna í sumar og haust. Á hinn bóg- inn stóð fjárhagur útflutningssjóðs það völtum fæti, að hann gat ekki þolað að neinn verulegur samdráttur yrði á notkun erlends lánsfjár og þar með á innflutningi. Af þeirri ástæðu einni var því sennilegt, að nokkrar breytingar hefði þurft að gera á ]>ví kerfi, sem sett var upp í fyrra vor, undir öllum kringumstæðum. Nú bættust hins vegar við þær verulegu kauphækkanir, sem áttu sér stað í sumar og í haust. Va.ndamálið var samt ekki stærra en það, að hægt hefði verið að leysa það og enn er hægt að leysa það, án þess að skerða lífskjör almennings. En þá hefði jafnframt þurft að draga verulega úr fjárfestingu hins opinbera. Æskilegar aðgerðir Nú langar mig til að lýsa því, hvaða aðgerðir ég hefði talið æskilegar undir slíkum kringumstæð- um, og býst ég við, að flestir hagfræðingar, sern 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.