Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 33
Nýir verzlunarstjórar AFANGAR Breytingar á framkvæmdastjorastöðuni Nýlega hefur Útgerðarfélag Akureyringa hf. ráðið Andrés Pé.tursson, framkvæmdastjóra í Revkjav., sem meðframkvæmda- stjóra útgerðarfélagsins. Munu ])eir Andrés og Gísli Konráðs- son veita félaginu forstöðu. Andrés lætur nú af störfum scm framkvæmdastjóri útgerðar Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., en liann hefur starfað við togaraútgerð í Revkjavík síðan 1047, meðal annars hjá Tryggva Ófeigssyni og Skúla Thorarensen. Jónas Jónsson verður nú einn framkvæmdastjóri við útgerð Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar. Jónas var framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði frá 1942 til 1955, en fluttist árið 1953 til Reykjavíkur og gerðist þá framkvæmdastjóri við Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjuna hf., og gegndi jafnframt framkvæmda- stjórastöðunni á Seyðisfirði til ársins 1055, eins og fyrr segir. Nýlega hefur Helgi Sigurðsson úrsmiður opnað verzlun með úr og skartgripi í Vesturveri við Aðalstræti. Helgi er fæddur árið 1034 í Reykjavík. Hann lærði úrsmíði hjá firmanu Jóhannes Norðfjörð hf. og starfaði þar í tvö ár eftir að námi lauk. Helgi hefur undanfarin ár verið meðal þekktustu sundmanna landsins. lunsteinn Kristinsson hefur verið ráðinn verzlunarstjóri fyr- ir Jónskjör hf., sem opnað var nýlega að Sólheimum 35, Reykjavík. Þorsteinn er fæddur árið 1932 á Reyðarfirði. Hann vann áður við verzlunarstörf hjá föður sín- um, Kristni Magnússyni, á Reyðarfirði. Orðsending til lesenda: Þátturinn ÁPANGAR getur því aðeins orðið fjölbreyttur, að lesendur blaðsins aðstoði við efnis- söfnun. Ábendingar og greinar í þennan þátt ósk- ast sendar í pósthólf 1103. verði fyrir þeim hættum, sem þessar sífelldu bráða- birgðaaðgerðir liafa í för með sér fyrir þróun efna- hagslífsins í landinu. Þcssar hættur voru mönnum orðnar talsvert ljósar á árunum 1948—50. Það var eitt af því, sem gerði gengislækkunina ])á mögu- lega. Mönnum var aftur farið að verða þetta nokk- uð ljóst áður en ráðstafanirnar voru gerðar á s.l. vori. En þetta gleymist furðu fljótt aftur og ])egar vandamálin knýja á að nýju, er freistingin mikil að velja þá leið, sem auðveldust. er í bili. Þó að ekki verði komizt hjá því að gera cnn einu sinni bráða- birgðaráðstafanir, er það þó þýðingarmikið, að þær ráðstafanir stefni fram á við til heilbrigðara efna- hagslífs, en séu ekki spor aftur á bak. Þá hefi ég lokið við ársskýrsluna og ég heyri að þið eruð undr- andi yfir framförunum FIiJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.