Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 37
sjálfur hjá henni í grasið og gerði ýmist að horfa upp í skýjaðan himininn eða út á gráan vatns- flauminn, sem fram hjá mér vall. Græn silkilínan lá frá stangaroddinum skáhallt út í álinn og ég vissi að krókurinn með maðkinum á var langt úti, þrjátíu til fjörutíu faðma að minnsta kosti. „Skrítið að verða ekki var núna í stórstraum- inn,“ sagði ég við son minn ungan. sem hjá mér sat á árbakkanum og lék sér að stráum. Þá sá ég að oddur stangarinnar kipptist við snögglega, þrisv- ar sinnum í röð, léttilega, en með sérstakri áherzlu þó, mér fannst einhvern veginn eins og drepið væri að dyrum lijá mér, óviðbúnum, jafnvel á nætur- þeli, og erindi gestsins væri nokkuð brýnt. Ég greip stöngina hægri hendi og stökk á fætur og í sama bili er enn kippt í tvisvar eða þrisvar eða öllu öllu heldur líkt, og stöngin sé hrist upp og niður, sams konar hrevfing og í sterklegu handabandi, og síðan samstundis langdregið þvingandi átak, sem mér finnst aldrei ætla að linast. Ég gef út meira og meira af línunni og held jafnframt við af alefli í þeirri von, að fiskurinn gefi sig bráðum. En hann gefur sig ckki, heldur strikar nú niður ána, ég hef ekki önnur ráð en að lilaupa með honum, og það eins og fætur toga, því ég finn að hvorki ég sjálfur, stöngin né línan eru gerð fyrir þá glíniu sem nú er hafin. „Hann slítur sig af — hann slítur sig af!“ kveinar ókunn rödd inni i sálinni. „Þessi fiskur er meiri en svo að Guð vilji gefa þér hann.“ Engn að síður held ég áfram að hlaupa, með stöngina í hálfhring og silkilínuna þanstrengda, svo að ymur í henni eins og vindhörpu. Þetta er orðið hundrað metra hlaup og bráðum er ég kom- inn fram á tangann, þar sem Alftavikið skerst inn í mýrina, og lengra kemst ég ekki, og þar hlýtur fiskurinn að slíta sig lausan. En allt. í einu stanzar hann. Ég sé hringiðuna sem myndast þegar hann snýr sér aftur upp í strauminn, hann er enn úti í miðjum ál, ekki einu feti nær landi en hann var í upphafi. Hvað gerir hann nú? — já, hvað . . . ? Hann virðist í óvissu, syndir nokkra krappa hringi uppi undir vatns- skorpunni, þó svo djúpt að ég sé hann ekki. Skyndi- lega kafar liann og um leið kemur sporðurinn á lionum upp úr, málmgljáandi, stór eins og skóflu- blað. Hann er við botninn litla stund og hristir veiðivél rnína, ég þykist vita hann sé að nudda skoitunum við árbotninn í því skyni að íosa úr sér öngulinn. Þannig í eina mínútu eða tvær, en ég gæti þess að slaka aidrei á línunni, held stöng- inni beint upp í loftið, svo að sérhver hreyfing kosti hann átak. Ef ekkert bilar og mér verður engin skyssa á, þá munu leikslokin fara eftir því, livorum lengur endist þolið, mér eða honum. Viga- hrollurinn geysist milli okkar eins og háspennu- straumur, við skynjum hvor annan jafngreinilega og við værum samvaxnir. Svona, nú hefur hann tckið ákvörðun: Hann gcfur eftir sem snöggvast — og stekkur. Hann stökk ekki hátt, kannski hálft annað fet eða tvö, en nú sá ég þó fiskinn mikla, eitt brot úr sekúndu, allan í einu. Sveigðum í hálfmána skaut honum á loft eitt andartak, stórfursta vatnanna, silfringljá- um og með bláma stáls, og hvarf með þungum dyn aftur undir yfirborðið og strikaði nú and- streymis, sömu leið til baka, með enn meiri hraða en hann hafði áður synt forstreymis. Bak hans kemur upp úr við og við og ristir strauminn, það er eins og sprengikúla fari um ána og ég hangi fastur við hana. í þetta sinn mun ég hafa hlaupið hraðar en nokkru sinni endranær, hundrað metra vegalengd, ég iief að líkindum sett heimsmet í hundrað metra hlaupi, þó það fáist aldrei staðfest. Og þar sem því lauk, þar skildi með okkur, þar skildi með okkur. Hann stakk sér enn einu sinni til botnsins og hristi veiðivél mína, það var eins og þegar tek- izt er í hendur, kvaðzt með sterklegu handabandi, og það slaknaði skyndilega á línunni, hún var laus og ég spólaði hana skjálfhentur upp á hjólið. Það hafði ekkert bilað og ég hafði enga skyssu gert, en fiskurinn mikli var farinn samt, hann var farinn. Guð vildi ekki gefa mér hann, það var allt og sumt, — ekki að svo stöddu í það minnsta, en fyllti mig þess í stað ólæknandi þrá: þessum fiski eða hans jafningja verð ég einhvern tíma að ná, það er alveg víst, og hvað sem það kostar. Þó svo ég verði fyrst að læra fuglamál og skilja þyt vindanna, þegar þeir blaðra við ársefið, og hlýða á strengjaspil vatnanna þangað til það er runnið mér í merg og bein og ég get raulað sér- hverja melódíu þeirra utan að, þá mun ég hiklaust leggja það á mig, í þeirri von að handan við all- an þennan hégóma komist ég öðru sinni í kast við fiskinn mikia — og nái honum j)á. FRJÁLS VERZLUN 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.