Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 43

Frjáls verslun - 01.12.1958, Side 43
Sala sjávarafurða og S.Í.F. Ekki alls fyrir löngu kom sölufyrirkomulag fisk- afurðanna töluvert við sögu á vettvangi stjórn- málanna. Var einkum um það rætt, hvort frjáls- ræði skyldi ríkja um útboð á íslenzkum sjávar- afurðum og sem flestir sjá um sölu þeirra til út- landa, eða hvort salan skyldi vera á sem fæstum höndum hér heima. Var margt skrafað og skrifað og sýndist sitt hverjum. Á þeim tímum, þegar næg er eftirspurn, má um það deila, hvort. betra sé að hafa fáa eða marga um útboð og sölu afurðanna. En fari framboðið verulega og varanlega fram úr eftirspurninni. liggur í augum uppi, hvílík hætta stafar af innbyrðis bar- áttu seljendanna um kaupendurna, sérstaklega, cf kaupendurnir eru fáir og efnahagslega stcrkir. Geta þeir þá att seljendunum saman og knúið fram miklar verðlækkanir. Enn alvarlegri verða erfið- leikar seljendanna, þegar varningur þeirra þolir litla geymslu, eða er mjög dýr í geymslu. Get- ur þá hin minnsta samkeppni milli seljandanna verið stórskaðleg og gert kaupendum kleyft að ákveða sjálfir verð og kjör. Má í því sambandi minna á verðhrunið, sem varð á saltsíldinni 1919, eða hinar snöggu verðsveiflur, sem verða á ísfisk- markaðinum í Englandi og Þýzkalandi. Þannig þurfa menn, sem vilja gera sér grein fyrir heppilegasta sölufyrirkomulaginu að taka tillit til eðli vörunnar vegna geymsluhæfni eða geymslu- kostnaðar. Athuga verður fjölda kaupendanna og seljendanna og efnahagsleg styrkleikahlutföll milli þeirra. Einnig þarf að athuga, hvort varan er ]>ess eðlis, að æskilegt sé að verja verulegu fé til þess að auglýsa og selja hana undir sérstöku vörumerki. Þær pólitísku umræður, sem nefndar voru í upp- liafi, snerust einkum um saltfisksöluna og vildu „Vinstrimenn" leysa upp sölusamtök framleiðend- anna og skapa um leið fulla samkeppni í útflutn- ingi saltfisksins. Þótti mörgum kynlegur áhugi þeirra „Vinstrimanna“ á aukinni samkeppni, enda kom fljótt í ljós, að annað lá bak við áhuga þeirra en viðleitni til að bæta hag saltfiskframleiðenda. Gátu þeir lítil rök fært til stuðnings tillögum sín- um, en mættu mjög einarðri andstöðu framleið- endanna sjálfra, sem bezt vissu um nauðsyn sam- taka sinna. Nú eru liðin rösk 26 ár frá stofnun Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, og er því fáum í fersku minni, hverjar aðstæðurnar voru, þegar sölusam- bandið var stofnað. Þykir því rétt að rekja hér nokkuð tildrögin til stofnunar þess og sögu þess fyrstu árin. Um það efni skrifaði Arnór Guðmunds- son, skrifstofustjóri, eftirfarandi, á 10 ára afmæli S.Í.F.: gjöf, sem ver borgarann áföllum og tekjurýrnun vegna veikinda, slysa, vinnuleysis og elli. Efna- hagskreppur og atvinnuleysi hafa í för með sér sóun á framleiðsluöflunum, auk annarra fylgi- kvilla. Jafnframt því sem peninga- og efnahags- málastefnan eiga að koma í veg fyrir kreppur, eftir því sem tök eru á, á hún að hindra verð- bólguþróun, sem skaðar framleiðsluna, sviptir fjölda fólks föstum tekjum og höfuðstól og rýrir hlutdeild þeirra í þjóðartekjum og almenn lífs- kjör þeirra. I þriðja lagi ber markaðsbúskapur- inn ekki viðunandi árangur, nema tekjuskiptin manna á meðal séu ekki ójöfn um of. Ivróna ríka mannsins vegur nefnilega jafnþungt á markaðnum og króna þess fátæka, enda þótt þeim fyrrnefnda sé hún persónulega minna virði en þeim síðarnefnda. Ef miklum tekju- mismun fylgir svo einnig, að tekjurnar eru ótryggar, verður ástandið þeim mun óbæri legi-a til lengdar. Ójöfn tekjuskipting er því aðeins félagslega æskileg, að hún hafi aðra efna- hagslega kosti í för með sér, þ. e. a. s. auki á framleiðnina, bæti afköst fyrirtækjanna, sem til lengdar á að geta komið til góða einnig þeim, sem sitja að lægri tekjum. Það eru framar öllu þessi þrjú atriði, sem sósíal-líberalisminn hefur lengi talið nauðsyn- legt, að þjóðlelagið léti til sín taka til endur- bóta á markaðsbúskapnum.“ Þessum sjálfsagt nokkuð stuttaralega og hnökrótta útdrætti og endursögn á félagslegum og efnahagslegum skoðunum leiðtoga sænskra sósíal-líberalista verður svo lokið með þessari almennu stefnuyfirlýsinu hans og kjörorði: „Ef Þjóðflokkurinn á með árangri að geta stuðlað að lausn hinna miklu þjóðfélagsvanda- mála framtíðarinnar, verður hann að vera trúr eðli sínu; að vera hugsjónaflokkur. Engin stétt eða hópur á öðrum fremur að vera hugðarefni okkar. Réttlæti öllum til handa, enginn sé órétti beittur.“ FRJÁLS VERZLUN 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.