Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1958, Blaðsíða 46
cindverðlega 17. júní, og þegar hann kvæntist, bar það upp á fæðingardag Jóns. Eftir að Þorlákur var orðinn eigandi að veitingahúsi í Reykjavík, safn- aði hann jafnan að sér fjölmenni 17. júní og efndi til hátíðabrigða. Má því telja hann föður að þjóð- hátíðardegi Islendinga. Þá lét Þorlákur gera stóra ljósmynd af Jóni Sigurðssyni, er hann lét innramma og seldi við vægu vcrði í búð sinni. Urðu margir til að eignast þessa mynd af forseta, og er hún enn stofuprýði víðs vegar um land. Þá tók hann saman ævisögu Jóns á ensku, lét prenta og seldi erlendum ferðamönnum, er hingað komu. Kaupmaður með ný sjónarmið Þegar Þorlákur hætti störfum hjá Fischer, gerð- ist hann sjálfstæður kaupmaður. Hann keypti hið svonefnda Robbshús, en það stóð, þar sem nú er Hafnarstræti 8. Þar opnaði hann verzlun sína í júnímánuði 18.81. Þá hefst nýr kapítuli í verzlunar- sögu höfuðstaðarins, er með margvíslegum hætti átti eftir að sjá stað, þá er tímar liðu. Þorlákur keypti svo til allan varning sinn frá Englandi, og mátti telja það til nýjunga. Fjögurra höfuðsjónarmiða gætti í innkaupum hans: að vör- urnar væru fjölbreyttar, smckklegar, vandaðar og ódýrar. En við tilkomu Þorláks sem kaupmanns fluttust til landsins margar vörutegundir, sem fram til þess tíma höfðu verið óþekktar hér. Iljá honum var miklu fjölskrúðugra vöruval en hjá nokkrum öðrum kauj)manni á íslandi. Og hann gætti þess vel, að í þessu efni yrði ekki stöðnun hjá sér. Eins og hann hafði ásett sér í „spekúlantstúrunum“ að verða þjónn fólksins, stefndi liann markvisst að því, að verzlun hans væri fyrir fólkið. Og í því skyni einbeitti hann sér að því að hafa alltaf á boð- stólum sem nýjastar vörur og fræða fólkið um, hvað hann hefði að bjóða og við hvaða verði. Til þess að forðast það, að vörur fyrntust hjá honum, hélt hann á hverju ári vöruuppboð og tókst þannig að losna við mikið af vörum, sem að öðrum kosti hefði orðið bið á að seldust. Með þessum hætti fékk hann oftast eins mikið verð fyrir vörur sínar og ])ótt hann hefði selt þær í búðinni. Einnig flutti hann vörur út á land og hélt þar uppboð á þeim. Þetta var nýjung hérlendis og þá ekki síður hitt, er hann fyrstur manna tók upp á því að hafa útsölu í verzl- un sinni. Með þessum hætti tókst honum jafnan að fá mikla peninga í hendur, áður en hann fór sína árlegu innkaupaferð til Englands og þá jafn- framt í leiðinni að rýma fyrir hinum nýju vörum, sem hann var að sækja. En það var ekki nóg að fvlla búðina af nýjum og fjölbreyttum vörum, fólkið þurfti að fá vitneskju um, hvað hann hafði komið með. Þá er það, sem öld verzlunarauglýsinga hefst á íslandi. Að þessum sjálfsögðu vinnubrögðum kaupmannsins, scm eru jöfnum höndum í þágu fólksins og verzlunarinnar, hafði hann einmitt vikið í „Mínir vinir“. Þor- lákur auglýsti ekki einungis í blöðum heldur miklu fremur með ])ví að sérprenta auglýsingar og dreifa þeim meðal bæjarbúa og út um allt land. Og aug- lýsingarnar hans Þorláks voru ekki þurr upptaln- ing á vöruverði, þær voru engu síður til þess gerð- ar að vekja athygli fólks á brennandi umræðuefn- um dagsins, svo sem ýmsum þáttum í þjóðfrelsis- baráttu landsmanna, lágkúruskap í þjóðfélagshátt- urn eða þær voru hvatning til átaka í ýmsum fram- faramálum. borláki tókst að gæða auglýsingar þeim tón, að það var ckki einungis tekið eftir þcim, heldur var þcirra beðið með eftirvæntingu líkt og tíðinda, sem fengur þykir í að fá. Sjálfur var hann léttur og lifandi í allri sinnu sýslu, og að sjálfsögðu báru auglýsingar hans greinileg svipinex-ki þess. Kaupmennirnir hlógu fyrst í stað að þessari starf- semi Þorláks, en kusu þó um síðir að fara í slóð hans. Vitanlega komust þeir aldrei með tærnar, þar scm Þorlákur hafði hælana, til þess skorti þá kíinni- gáfu hans og hugkvæmni. Þótt nú séu senn liðnir átta áratugir, síðan Þorlákur innleiddi þá lenzku að auglýsa vörur og margvísleg tækni sé komin til sögu i því efni, er efunarmál, að nokkrum íslendingi hafi tekizt að ná svo til hjarta fólksins með auglýs- ingum sínmn, sem einmitt frumherja þessa veiga- mikla þáttar í verzluninni. Engin tök er á að tína hér til einstök sönnunaratriði, en svo mikið er varð- veitt af auglýsingum Þorláks í Landsbókasafni, að hver og einn getur gengið úr skugga um, að hér er ekki ofmælt. Þorlákur selt.i á fót fyrstu sérverzlun hér á Iandi, en það var tóbaksverzlun, er komið var fyrir í öðr- um enda gamla Robbshússins í Hafnarstræti. Hann varð og fyrstur manna til að hafa jólabasar og skreyta verzlunarglugga í höfuðstaðnum. Þorlákur varð einnig fyrstur íslenzkra kaupmanna til þess að reyna að koma á peningagreiðslu í verzlunar- viðskiptum. Vörusölu hafði hann víða unr land á sumruin, svo sem Keflavík, Eyrarbakka, Akranesi, Stykkishólmi og Sauðárkróki. — Verzlun Þorláks stóð með miklum blóma fram til ársins 1886, en um það leyti varð hann fyrir gífurlegum búsifjum vegna fjárkaupa, sem hann var við riðinn, og bar fyrirtæki hans aldrei sitt barr eftir það. Honum tókst þó að halda verzluninni áfram þangað til 1892, en þá var svo hart eftir gengið af kröfuhöf- um, að hann varð að leggja árar í bát. Studdi mjög að því, að ekki var lengur í horfi haldið, að heilsu Þorláks var þá svo komið, að starfsþrek hans mátti heita þorrið. Á sölubúð Þorláks var fánastöng sem á öðrurn vcrzlunarhúsum í bænum, en aldrei var danski fán- inn dreginn þar að hún, heldur hið íslenzka merki, hvítur fálki á bláum feldi. 46 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.