Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 48
Tóli km jarðgöng gegnum Mont Blanc í október sl. var hafizt handa um að grafa jarð- göng í gegnum Mont Blanc. Verða þau 12 km löng og því lengstu jarðgöng í heimi, sem ætluð eru til bifreiðaumferðar. Frakkland og Ítalía standa að þessu mikla mannvirki og Sviss mun aðstoða með lánveitingum. Þegar framkvæmdum er lokið, eftir 3—4 ár, verður svo til beinn vegur milli Par- ísar og Rómaborgar um Genf í Sviss, sem opinn verður allt árið. En snjókoma hamlar oft umferð um skörðin í Alpafjöllunum á vetrum, eins og kunnugt er. Með þessu móti styttist Ieiðin milli Parísar og Rómar um 200 km, borið saman við leiðina um Nice, sem aðallega hefur verið farin. Yfir 30 ár eru liðin síðan fyrst var farið að tala um þessi jarðgöng, en framkvæmdir voru ekki endanlega ákveðnar fyrr en 1957. Ymislegt tafði málið áður, en þó einkum peningaskortur. Síðari árin hefur aðstaðan breytzt verulega; auðveldara er nú að gera jarðgöng en áður var og bílaumferð milli Frakklands og Italíu hefur aukizt stórlega. Jarðgöngin verða í um 1300 m hæð yfir sjávar- mál og er því allmikill bratti að opunum, einkum Frakklandsmegin. Tvær 3 m breiðar akbrautir verða í göngunum og auk þess gangbraut. Full- komið loftræsingarkerfi verður sett upp, bæði til að lækka hitastigið, sem annars yrði illþolandi, og einnig til að draga út kolsýruloftið, sem kemur frá bílvélunum. Þessu mannvirki verður stjórnað af fransk- ítölsku fyrirtæki, sem gert hefur 70 ára sanming við viðkomandi stjórnarvöld. Tekið verður gjald af öllum bíium, sem fara um göngin, og er búizt við að tekjurnar verði svo miklar, að fyrirtækið geti borið sig fjárhagslega. ★ ★ ★ „Góðann daginn Iæknir“, sagði gamall bóndi um leið og hann ýtti slánalegum unglingi á undan sér inn uin dyrnar hjá þorpslækninum. „Mig langar til að biðja yður að líta aðeins á tengdason minn. Ég skaut. i löppina á honum í gær og nú er eins og liann sé dálítið haltur“. „Hvernig datt yður í hug að skjóta á yðar eigin tengdason“, spurði læknirinn álasandi. „Jú, sjáið þér nú til læknir“, svaraði gamli maður- inn, „hann var nú ekki tengdasonur minn þegar ég skaut á hann“. ★ Hin fullkomna húsmóðir verður að vera hátt- prúð og geta sýnt snarræði. Það sýndi kona nokk- ur kínversk í Hong Kong, sem hafði boðið Banda- ríkjamönnum til hádegisverðar og lofað þeim kalk- ún, sem er uppáhaldsréttur þeirra. Um leið og þjónninn kom inn í borðstofuna hrasaði hann um þröskuldinn og hinn lostæti fugl kastaðist af fatinu og á gólfið. „Þetta gerir ekkert til“, sagði húsmóðirin rólega og vingjarnlega. „Farið með þennan aftur fram í eldhús og náið í hinn og komið með hann inn“. 48 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.