Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Page 6

Frjáls verslun - 01.02.1961, Page 6
jafn. Leyfi ég mér að vísa í síldveiðiskýrslur sl. sumar í því sambandi. I þriðja lagi verður að hafa í huga þær veiðar, sem ákveðnum báti er ætlað að stunda. Og í því sambandi er vert að benda á, að íslenzkir útvegs- menn hafa verið allfastheldnir á gamalt bátalag, en líklega er mögulegt að hagnýta ýmsa nýja og gamla veiðitækni betur, ef ýmsar nýjungar í báta- smíði væru teknar upp, og gæti þetta haft áhrif á stærðir skipa. Bátur, sem að jafnaði stundar landróðra á vertíð, síldveiðar á sumrin og veiðar í reknet eða jafnvel með hringnót á haustin þarf ekki, samkvæmt samanburði á afla skipa í ýmsum stærðarflokkum, að vera stærri en 50 til 80 lestir til að ná ágætum árangri, en 70 lesta bátar munu nú kosta röskar 3 milljónir króna með öllum tækj- um, án veiðarfæra. Bátur, sem stundar vertíð syðra, en dragnóta- veiðar, humarveiðar eða reknetjaveiðar aðra árs- tíma, þarf ekki að vera stærri en 30—40 lestir til að ná góðum árangri, og er í þessu tilfelli ekki ein- ungis miðað við tonnafjölda aflaðs fisks, heldur ekki síður við tilkostnaðinn. Hins vegar ber ininna á þessari stærð báta en skyldi, vegna þess að flestir aflakóngarnir eru komnir á stærri og dýrari skip, enda þótt nefna megi mörg dæmi um ágætan ár- angur þeirra á smærri skipum. Að síðustu má nefna 140—200 lesta skipin, sem nú eru orðin allalgeng. Þessi skip kosta um og yfir 6 milljónir króna og eru því nær helmingi dýrari að stofnkostnaði en meðalbátur sá, sem nú tíðkast. Góðir skipstjórar hafa náð ágætum árangri með þessum skipum, en engu betri, að því er virðist, á vetrarvertíð og sumarsíldveiðum en þeir náðu áður með smærri bátum. Nytsemi þeirra mun því senni- lega bezt koma í ljós, þegar og ef hægt er að hag- nýta þá hluta ársins á fjarlægum iniðum. Opinber afskipti Hinn meginþátturinn í þróun efnahagsmála und- anfarinna ára, sein bein áhrif hefur haft á uppbygg- ingu litgerðarinnar, og minnzt var á hér að framan, snertir afskipti og íhlutun landsfeðranna af út- gerðarmálum. Bein hafa þessi afskipti verið, að því er varðar úthlutun fjárfestingarleyfa og lána til bátakaupa, svo og staðsetningu eða skrásetningar- staði bátanna. En þar með er einnig um að ræða bein afskipti af því, hverjir veljast til að stjórna útgerð skipanna. Tilgangurinn með þessum afskiptum er auðskil- inn, þótt hann sé ekki að sama skapi æskilegur. Á þennan hátt hafa stjórnmálamennirnir og flokk- arnir getað otað tota fylgismanna sinna, og hafa verðleikar manna þannig rneira verið metnir eftir pólitískum lit og fylgispekt en hæfileikum sem út- gerðarmenn og framkvæmdastjórar. En þáttur framkvæmdastjórnarinnar hefir löngum verið mjög vanmetinn hér á landi, þjóðinni til skaða. Jafnframt hefir með þessum afskiptum komið fram vilji einstakra stjórnmálamanna og flokka til að hafa áhrif á staðsetningu skipanna. Hér hefir samt ekki verið mjög auðvelt um vik, því að út- gerðarmenn, sem reka skipin fyrir eigin reikning, hafa flestir hverjir hlýtt kalli arðseminnar í rekstri og gert skipin út, þar sem aflavonin hefir verið mest. Nokkru öðru máli er að gegna um skip í eigu bæjarfélaga, en reynt hefir verið að halda þeim úti frá ákveðnum heimahöfnum, — nærri því á hverju sem gengið hefir, og oft með miklu tapi fyrir alla aðila, útgerðina, — sem í þessu tilfelli er bæjarfélagið, — sjómennina, sem fengið hefðu hærri hlut annars staðar, og ríkið, sem í flestum tilfellum hefir staðið i ábyrgð fyrir miklum hluta stofnkostn- aðar. Þar að auki hefir ríkissjóður oft orðið að snara út vænni fúlgu, sem atvinnuaukningarfé, sem notað hefir verið til að mæta beinu rekstrartapi. En í þessu sambandi rekum við okkur líka á skylt vandamál, þótt ekki sé það mikið rætt, en það er hreyfanleiki vinnuaflsins. Ef Norðlendingar og Austfirðingar kæmu ekki til vertíðarstarfa sunnan- lands og vestan á vetrarvertíðinni, og ef Sunnlend- ingar flykktust ekki norður yfir síldveiðitímann til að manna söltunarstöðvar og síldarverksmiðjur, væri okkur mikill vandi á höndum. En óarðbær, ríkisstyrkt atvinnubótavinna hefur einmitt tilhneig- ingu til að draga úr hreyfanleika vinnuaflsins. Allt ótti að vemda Þá skal farið nokkrum orðum um áhrif hinna óbeinu afskipta landsfcðranna af efnahagsmálunum, með sérstöku tilliti til uppbyggingar útgerðarinnar. Það hefir nokkuð verið rakið, hvernig verðbólga og röng gengisskráning, sem Ieitt liafa af sér mikil vandkvæði fyrir sjávarútveginn, hafa verið hinn ríkjandi þáttur í efnahagsástandi undanfarinna ára. En mikilvægt atriði í þessu sambandi hefir samt ávallt inátt rekja til endurminninganna frá atvinnu- leysisárunum fyrir síðari heimsstyrjöldina, sem jafn- an vakti ótta ráðamannanna og mótaði allmjög skoðanir þeirra og afstöðu til þjóðmálanna. Allt FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.