Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 18

Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 18
Úr tízkuverzlun einnig gegnum Keflavík, Garð og Sandgerði til Stafness. Segja má með sanni, að bæir þessir séu „ í þjóðbraut", því að vegurinn er fjölfarnasti þjóð- vegur landsins. Á seinni árum hafa Njarðvíkur — sérstaklega þær ytri — stækkað mjög ört. Ný hús hafa risið þar upp og götur verið lagðar langs og þvers yfir Þórukotstún. Borg, Vellir og Höskuldar- kot eru að týnast milli nýju húsanna, þó að gamla Höskuldarkot standi ennþá upp úr, enda var það háhýsi á sínum æskuárum. — Njarðvíkingar eru stoltir af byggð sinni, fornri frægð og framtíðar- vonum, alveg eins og Keflvíkingar eru stoltir af sínum bæ. Innan tíðar mætast byggðirnar við landamærin — sem eru aðeins landamæri lögsögu og skatta — og þá mun báðum skiljast, að margar hendur vinna létt verk. Það er eins með Keflavík og marga aðra staði, að nafnið eitt vekur sérstök hughrif, stundum bundin einhverjum minningum, fréttum eða sögu- sögnum, eða að kliður nafnsins einn verkar þægi- lega eða óþægilega. Keflavík er í margra huga draslstaður, frámunalega ljótur, umhverfislaus — og veðrið sífelldur norðan-garri. Sumir halda, að allt í Keflavík sé sokkið í útlent „ástand“ — laus- læti mikið og svall. En svo er Keflavík, þegar til kemur, bara þokka- legur bær, fimmti stærsti bær á landinu, miðað við fólksfjölda. Þar ber mest á ungu fólki, því að bærinn er í örum vexti. — Vítt um kring er eitt fegursta útsýni, er getur — og í birtingu skamm- degisins loga suðurfjöllin i sólareldi. Þá er Keilirinn blár, og þá er Esjan allt litrófið, en Snæfellsjökull hvítur, hinum megin við hafið. Undiraldan gnauðar við klettana og reynir árangurslaust að hreinsa ruslið úr fjörunni. í Keflavík eru hús og götur, ið- andi af umferð og lífi. Skipin, stór og smá, koma og fara. Þungur kliður bíla með hlöss af fiski, eða einhverju öðru, berst um göturnar. „Peningalyktin“ úr fiskmjölsverksmiðjunni lcggst stundum yfir bæ- inn, sumum til angurs, en öðrum til marks um iðju og starf. Keflavík ber nokkur merki fyrstu vordaga. Þar ægir saman gömlu og nýju. Nýtízku steinhús rísa hjá gömlum bárujárnshúsum, eins og nýgræðingur meðal fölnaðra stráa. Ekki hefur unnizt tími til að snyrta kringum nýbyggingar sem skvldi, götur eru holóttar og gangstéttir fáar, en þó lcngjast malbik- aðar götur, og gangstéttir læðast áfram með hverju ári sem líður. Malbikaðar götur cru nú alls 2*4 km á lengd, og vonir standa til, að meira verið malbikað áður en langt um líður. Skrúðgörðum við húsin fjölgar ört — blómin stækka og hríslurnar hækka. Al- menningsskrúðgarður er í fæðingu, og á hann að verða minninga- og minjagarður. Fyrsta minnismerkið er þegar risið þar — minnismerki um lýðveldisstofnunina 1944. Við annan cnda þessa gai'ðs er sjúkra- húsið, sem nú á að fara að stækka, en við hipn endann mun rísa ráð- hús, með byggðasafni, bókasafni og hátíða- og sýningasal. Þar verða og allar opinberar skrifstof- Nýiu húsin vlð Hringbraut 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.