Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.02.1961, Blaðsíða 26
Ástir og mannýg naul Skemmtisaga eftir Kristmann Guðmundsson „Elsa! — Elsa litla! Heyrirðu til mín, Elsa? Viltu gjöra svo vel að hypja þig heim undireins!“ Uppi á svölum stóra, hvíta smnarhússins stóð gamla, hátignarlega Elísabet frænka og skimaði í allar áttir. Hún var með lonníettur, reigði stórt, grátt höfuðið aftur á bak og líktist einna helzt valkyrju, sem horfir yfir orustuvöll. Strangleg var hún á svip og andlitið tilkomumikið, með konung- legu nefi og samanbitnum vörum. „Elsa! — Elsa!“ hrópaði hún enn einu sinni; síð- an tók hún af sér lonníetturnar og varð hugsi. En ekki blíðkaðist svipur hennar við það, heldur miklu fremur liið gagnstæða. Hún kinkaði kolli nokkrum sinnum, eins og hún væri að taka einhverja mikil- væga ákvörðun. „Það er auðvitað þetta strákdýr rétt einu sinni!“ tautaði hún og beit sundur orðin. „Þessi Iilægilegi hljómlistargemlingur, sem Elsa er alltaf að dandalast mcð! En nú er nóg komið, já, alveg nóg komið!‘ Elísabet frænka gekk tautandi inn í stofuna. En Elsa hljóp, eins og hún ætti lífið að levsa út í Hvalvík. Hún smaug gegnum þéttan birkiskóg- inn, inilli kletta og hóla, og hirti ekki um, þótt greinarnar slægjust framan í hana og flæktust í hárið á henni. — Elsa var grönn og fremur smá- vaxin, liðug eins og íkorni, kinnarnár voru blóð- rjóðar og fallegi, rauði munnurinn opinn, svo að skein í snjóhvítar tennurnar, en stór, brún augun ljómuðu. — Bara Valdemar væri nú ekki far inn, það var komið þrjú kortér framyfir tímann, sem þau höfðu komið sér saman uin. En henni hafði ekki tekizt að sleppa fyrr, og sannarlega mátti litlu muna, að hún gæti stolizt, og auðvitað myndi frænka ausa sér yfir hana, þegar þær hittust aftur. Það var henni raunar nokkurn veginn sama um, bara ef Valdemaar biði ennþá. Iíann vissi auðvitað, hvað hún átti erfitt með að komast að heiman, og hann mátti alls ekki vera farinn. Hún gat blátt áfram ekki haldið þetta út lengur, ef hún fengi ekki nokkra kossa og ástarorð. Elísabet frænka var al- veg að gera hana vitlausa með siðferðilegum for- tölum og aðvörunum, og ekki hafði það batnað, síðan hún náði í þetta pilthænsni frá Osló, sem hún vildi láta hana giftast! Ja, hugsa sér annað eins — gijtast svona útspjákuðum apaketti, sem hét ofan í kaupið Eðvarð — ja, þvílíkt. nafn! — „Svo er hann magister, hugsaðu þér, barn!“ sagði frænka hennar tíu sinnum á dag. „Og framkoman hans, barn, og hvílík framtíð, barn! Allur auðurinn hans pabba hans, hugsaðu þér, barn! Ja, skyldi það vera munur á honum eða þessum kláfferjudólara, sem þú ert að flugsast með, okkur öllum til skammar.“ Já, það var vissulega munur! — Valdemar var fallegasti og skemmtilegasti pilturinn í öllu land- inu, og hún elskaði hann. En Elísabet frænka mátti bara ekki heyra hann nefndan. Ilún vildi ekki einu sinni lofa honum að koma á heimilið. — „Ég anza ekki slíku, barnið mitt, þetta á enga fjöl- skyldu og hefur engin sambönd, og hvað skyldi það hafa í kaup, tvö—þrjú hundruð krónur um mánuðinn! Ætli þið lifið mikið á tvö—þrjú hundruð krónum? Nei, ég tek ekki slíkt í mál!“ Elsa gat vel hugsað sér að lifa af tvö—þrjú hundruð krónum, enda voru það nú þrjú og fimm- tíu, sem hann hafði á mánuði. Hún hafði gengið á grautarskóla og treysti sér vel til að halda heimili í lítilli, fallegri tveggja herbergja íbúð. Það var að minnsta kosti skemmtilegra cn ævin hennar hafði verið fram að þessu. Þetta var hálfgerð fangelsis- vist hjá frænku gömlu, ekkert frjálsræði, maður mátti ekki neitt. Samt hafði það verið nokkurn veginn þolanlegt, þangað til þessi magisterpulsa kom í spilið og fór að biðja hennar einu sinni tvisvar á dag. Verst af öllu var, að hún neyddist 26 TRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.