Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 35

Frjáls verslun - 01.02.1961, Side 35
gluggar (niðri), annar fyrir búrið, en hinn fyrir eldhúsið. Við bakhlið hússins mætti hafa skúr, 8% al. á lengd, og 4—5 álna breiðan eptir atvikum, með halla- litlu þaki; nóg að útveggurinn sje cinu kvartili lægri en hinn sem að húsinu veit; hærri vegginn má al- veg spara með því að negla lista á húsvegginn svo traust, að hann geti borið þakþyngsli skúrsins. Þessum skúr skal skipta þannig, að hafa 3 álnir af öðrum endanum fyrir hjall og á honum útidyr. í þeim hluta skúrsins eru auðvitað hafðir rimlar í staðinn fyrir þjett- an vegg, bæði á gafli og hlið. Þær 514 alin, sem þá eru eptir. skal hafa fyrir eldiviðarhús, og nokk- urn hluta hans til skýlis fyrir bak- hliðarandyrið. Húsið ætlast jeg til að sje byggt eins og vanalega gjörist, með sterkri grind, þiljað utan með ut- anhúss-þiljuborðum („klæðnings- borðum“). Listar skulu negldir innan á grindina, svo að hún að þessum listum meðtöldum verði 7—8 þuml. þykk út að þiljum. Innan á þessa lista skulu þiljuborðin koma, og skal troða fast á milli ytri og innri þiljanna deigum mosa, en moldarlausum. Sperrukjálkalengdin á svona breiðu húsi álít jeg að sje hæfileg 6% álnir, og styrkleiki þeirra 2 þuml. á þykkt, og 5 þuml. á breidd, og hafa þá á kant. Ef járnþynnur eru hafðar á þak- ið, er nóg að hafa langbönd úr 7—8 þuml. breiðum og fullþykk- um boi'ðum söguðum eftir miðri breiddinni; þessir renningar sjeu svo negldir ofan á sperrurnar, og er nóg að 3 rimlar sjeu undir hverri plötulengd, og járnið svo neglt ofan á þá. En ef asfalts-pappír er hafður í staðinn fyrir járn, þarf ekki riml- anna við, en þá verður þakið að vera úr borðum, lögðum kant við kant; því ckki er nauðsynlegt að þau sjeu plægö, þó það sje betra. Pappann má leggja hvort. heldur vill langsetis eða upp og ofan. Sje hann lagður upp og ofan, verða skarirnar að snúa undan verstu rigningaráttinni, og mjög er áríð- andi að hann sje vel lagður og negldur, svo ekki leki; bezt er að Ieggja hann í sólarhita, því þá tognar dálítið á honum, og því síður er þá hætt við, að hann poki með tímanum, sem stundum vill verða, sje hann lagður í kulda, og þegar pappinn er orðinn vel þurr, á að bika hann með þar til gjörðu biki, er ncfnist „asfaltkítti“, en aldrei með öðru biki, því það er ónýtt, bezt er að bika í sólarhita, og liita bikið svo það verði vel þunnt, og skal ekki bika stærri blett í einu en 10—15 ferhyrn- ingsálnir, og strá svo grófum sandi ofan i bikið, eins miklu og getur tollað í því; sandurinn verð- ur að vera hreinn og alveg laus við mold og leir. A sama hátt á að bika pappann á eins árs fresti, svo eptir 2 ár, og í þriðja sinn eptir 6 ár; úr því á hann að halda 50—100 ár, eptir því sem segir í fyrirsögn frá verksmiðjunni, þar sem hann er búinn til, og sam- kvæmt 50 ára reynslu hjer á landi, sem sannar að hann er gott og ódýrt þak. 15 ferhyrningsálnir af þessum pappa kostar 2—4 kr, ept- ir gæðum. Þetta „asfaltkítti“ er lítið eitt dýrara en tjara. Er þá auðsjeð, að þetta er hið ódýrasta þak, sem hjer hefir reynt verið, Innan á sperrurnar skel negla lista, til þess að fá sömu þykkt út að þaki eins og var í grindinni niðri, sem sjc 7—8 þuml.; svo skal þilja innan listana og troða á milli vel þjett deigum mosa, alveg eins niðri. Svona útbúið þak þekki ég á tveimur bæjum, og hafa þeir báðir reynzt mjög hlýir, í þau 3 missiri, sem þeir eru búnir að standa, svo að í hvorugum þeirra hefir þurft að hafa ofn, og er þó nægur hiti. Hús, sem er byggt, á líkan hátt og hjer er á vikið, bæði að stærð og gerð, að meðtöldum flutnings- kostnaði á öllu efni, lijer um bil eina dagleið til og frá, kostar ekki meira en 3000 krónur, og þó öll verkalaun sjeu fulldýrt reiknuð. Jeg hefi ekki minnzt hjer neitt á torfbyggingar, því jeg er viss um, að þær eru talsvert dýrari og margfalt endingarverri. Ef torf- veggir eru hafðir, þurfa þeir að vera svo hlaðnir og úr svo góðu efni, að þeir hallist ekki á grind- ina með tímanum, og hvergi má grindin vera skorðuð út í þá, þó að það hafi vanalega verið gjört; því margra ára reynsla hefir sýnt, að húsgrindur verða ekki hafðar svo sterkar, að þær hallist ekki, ef veggur sígur á þær. Auk þess fúna viðirnir, ef torf liggur á þá, nema það sje vel þurt. Ef torfþak á að vera á húsi, þurfa allir viðir í því að vera sterkari en ella. Auk þess er ekki eigandi á hættu, að hafa luis með torfþaki breiðara en 6 álnir; því bæði er hættara við leka, ef húsið er breitt, og eins er hætt við, að viðirnir bogni af þakþyngsl- unum, og þá myndast laut í þakið; þangað leitar vatnið, og er liætt við leka; en komist vatn inn úr torfinu að viðunum, J)á er fúinn vís. Alít jeg Jiví lang-hyggilegast að hætta við torfbyggingar. Ódýr- leiki verður Jieim að rjcttu lagi engan veginn til gildis talinn, og aðrir kostir því síður. Rvík 20. janúar 1891 Sveinn Sveinsson trjesmiður FRJÁL8 VERZLON 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.