Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 1
FRJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f IlitstjÓTÍ: ' Vuldimar Kristinsson Ritnejnd: Birgir Kjuran, formaður Gísli Einarsson Gunuar Magnússon FRJÁLS VERZLUN 21. ÁRGANGUR — 2. HEFTI — 1961 í ÞESSU HEFTI: EYJÓLFUR K. JÓNSSON: Almenningshlutafélög ★ Verzlunarbankinn tekur til starfa ★ RAGNAR ÞÓRÐARSON: Rabb um verðlagsmál ★ BJARNI BRAGI JÓNSSON: Verðbólga og hagvöxtur ★ Alsír ★ VALDIMAR KRISTINSSON: A ferð með landfræðingum ★ GUNNAR M. MAGNÚSS: Þúsund þjala smiðurinn Stefán B. Jónsson ★ o. m. fl. Stjóm útgájujélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon llelgi Olafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijstofa: Vonarstræti 4, 1. liæð Sími 1-90-85 — Póslliólf 1193 VÍKINCSPRENT H.F. PRENTMÓT HF Verðlagsniál Eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar er að lcoma á fullkomlega frjálsrí verzlun i landinu. Er þar með stefnt að því að afnema öll verðlagsákvœði, enda eru þau óþörf, þec/ar þessu marki er náð. Það ástand getur skapazt, að nauðsyn- legt sé að hámarksverðið sé lögboðið, svo sem á striðstímum. En reynslan liefur sýnt, að verðlagsákvœði nát elcki tilgangi sinum nema um takmarkaðan tíma. Eina framtíðarlausnin, og sú liagkvæmasta fyrir neytendurna, er frjáls verzlun. I tíð vinstrí-stjórnarínnar sálugu var verzlunarálagningin komin niður fyrír það, sem hœgt er að reka verzlun með til frambúðar. Þegar viðreisnarráðstafanirnar voru gerðar, var svo mikið í húfi að vel tcekist til, að skipta varð nauðsyn- legum byrðum niður á allar stéttir, og var þái verzlunar- álagningin enn lœkkuð. Þetta liefur liaft svo mikla erfiðleika í för með sér fyrír verzlunina, að við svo búið má ekki lengur standa. Ef ekki verður hægt að afnema verðlagsákvœðin á þessu ári, þá verður að gera sérstakar ráðstafanir. Við undirbúning næstu fjárlaga þyrfti að atliuga hvort ekki værí hœgt að lækka eitthvað tolla, en jafnframt yrði álagningin hækkuð nakkuð, — enda stendur nú yfir endurskoðun á toUakerfinu. Og í þessu sambandi kemur einnig til athugunar söluskatt- urínn, sem lagður er á í tolli, þar sem stefnt er að því að fella hann niður svo fljótt sem auðið er. Með því að tengja saman aukna álagningu og lœkkun á óbeinum sköttum myndi verð- lagið ekki hækka, þótt aðstaða verzlunarinnar yrði bœtt. Það er áreiðanlega í þágu alþjóðar, að verzlunin blómgist. Jslandssagan er glöggur vitnisburður um þá staðreynd.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.