Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 9
Ragnar Þórðarson, lögír.: Rabb um verðlagsmál Engum fremur en kaupsýslumönnum mun vera 1 jós þörfin á róttækum aðgerðum í fjárhagsmálum þjóðarinnar. Flestir kaupsýslumenn munu í höfuð- dráttum vera samþykkir stefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir munu og vera fúsir til allrar samvinnu uin að gera henni kleift að komast yfir fyrsta og örð- ugasta hjallann, enda þótt þeir með því taki á sig miklu þyngri byrðar, hlutfallslega, en nokkur önnur stétt. Þeir eru þess vegna tilbúnir að sætta sig við nú- gildandi verðlagsákvæði, en þau verður auðvitað að telja þess eðlis, að þau geti aðeins staðizt um mjög takmarkaðan tíma. Eðli þeirra er fremur eignaupptaka, sem ef til vill er óhjákvæmileg vegna neyðarástands, en á engan eðlilegan framtíðargrund- völl. Stefna ríkisstjórnarinnar er, samkvæmt eigin yf- irlýsingu, frjáls verzlun — eðlileg verzlun — þar af leiðir verzlun án verðlagshafta. Þegar ríkis- stjórnin gaf út boðskap sinn í verðlagsmálum, um lækkaða álagningu, höfðu kaupmenn og kaup- félög búizt við og treyst því, að um leið mundi gefin út tilkynning um, að öll verðlagsákvæði yrðu felld niður á einhverjum ákveðnum degi í framtíð- inni, þ. e. a. s. að ríkisstjórnin gæfi út þá yfirlýs- ingu, að hér væri farið fram á fórn af hálfu verzl- unarstéttarinnar, stærri fórn en af hálfu nokkurrar annarrar stéttar, fórn í formi þess að selja vörur og þjónustu langt undir kostnaðarverði, en þó aðeins takmarkaðan tíma, t. d. 3—0 mánuði. A þann hátt yrði ríkisstjórninni hjálpað með nauð- synlegu samstarfi í baráttunni fyrir jafnvægi í ut- anríkisviðskiptum og baráttunni gegn óhóflegri hækkun dýrtíðarinar. Það, að afnema verðlagsákvæðin með öllu, er sú eina framtíðarlausn verðlagsmálanna, sem gctur samrýmzt yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um frjáls viðskipti og eðlilegan rekstur þjóðarbúsins. Það er og sagt grundvallarsjónarmið varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að enginn skuli bera úr býtum, á breytingatímabili því, sem m'i stendur yfir, fleiri krónur en áður — en ekki skuli menn heldur bera færri krónur úr býtum. — Verkamaður skuli hafa sama kaup og áður, sama gildir um sjó- menn, skrifstofumenn, embættismenn. Þá er reiknað með að iðnrekendur geri grein fyrir auknum kostn- aði sínum og hækkunum, þannig að þeir beri sama úr býtum og áður í krónufjölda. Sjónarmiðið virðist hafa átt að vera það sama um kaupmenn, þeir eigi að liafa sama krónufjölda og áður. En þarna hefur orðið misreikningur. Undirstöðuatriði allra þessara ráðstafana er, að þjóðin fær ekki í eyðslufé fleiri krónur en áður, þess vegna getur heildarumsetning verzlunarinnar ekki orðið hærri en áður, og þess vegna var ekki hægt að lækka álagningu „prósent- vís“, sem í þessu tilfelli er sama og „krónuvís“, nema kostnaður lækkaði. Nú er vitað að ýmis kostnaður við verzlunar- rekstur hefur hækkað, t. d. vextir, sími, póstur og fleiri þjónustuliðir ríkisins. Þótt rciknað sé með að annað, svo sem húsaleiga og laun, haldist óbreytt, sbr. stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar, þá er samt óhjákvæmilegt að hækka álagningu, ekki lækka, svo framarlega sem kaupmenn eiga að halda jafn- rétti við aðra þegna um þá grundvallarreglu, að krónutala tekna verði óbreytt. Við skulum taka lauslega tiltölulega raunhæft dæmi: Kaupmaður liafi haft ca. kr. 2.000.000,00 í umsetningu á ári. Samkvæmt grundvallarreglu stjórnarinnar er óeðlilegt, að sú umsetning aukist (sömu peningar til eyðslu í umferð). Ilann hafði sl. ár ca. kr. 00.000,00 ncttó-tekjur fyrir ca. 12 tíma vinnu á dag (álagning var þá þegar allt of lág). Nú lækkar álagning hans um ca. 4% af um- setningu, eða um kr. 80.000,00. Þannig lækka brúttó- tekjur hans, samkvæmt þessu um kr. 80.000,00. Ef nú útgjöld hans stæðu í stað, yrðu tekjur lians ca. -f- 20.000,00. Tekjutap hans að krónutölu er því kr. FRJÁ LiS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.