Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 31
ar. Seinast rann vatnið í steypta útiþró. I>ótti vinnufólki þægilegt að þvo hendur sínar og andlit og einnig plögg undir volgri bununni. í húsinu var jafn hiti, um 18 gráður Celsius, þótt frost væri úti. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hús hefur verið hitað upp með hverahita á íslandi (og senni- lega á jörðinni). Er frá þessu sagt í Iðnsögu íslands og fleiru, sem Stefán gerði, t. d. tilraunum hans við notkun steinsteypu. Þar bjó Stefán baðlaug í ánni, sem rann í gegnum túnið og leiddi þangað heita vatnið. Við garðyrkju kom jarðhitinn einnig að notum og hafði Stefán þar mikla kartöflu-og rófnagarða. Fyrstu tilraun við ræktun tómata í vermireitum með heitu vatni lét hann Óskar Ilalldórsson, þá garðyrkjumann, en síðar kunnan útgerðarmann, gera á Reykjum vorið 1912. Hefur Óskar sagt frá því í grein í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum árum. Stefán seldi Reyki 1913 og fluttist aftur til Reykjavikur. Hélt hann áfram umfangsmikilli inn- flutningsverzlun og kynnti ýmsar nýjungar sem Á ferð með landfr. Framh. af bls. 24 ur kaup voru gerð í verzlunum kaupfélaganna á Hvolsvelli og á Hellu og síðan ekið um Skálholt að Laugarvatni. Þar hafði verið útbúið „kalt borð“ fyrir kvöldverð, og vakti það mikla hrifningu. Á eftir þurfti einn úr hópnum að tala langt mál við forstöðukonu húsmæðraskólans um mat og matar- gerð, — það var sá danski. Undur og stórmerki í Hveragerði Nú var tólfti og síðasti dagur ferðarinnar runn- inn upp. Frá Laugarvatni var ekið sem leið liggur að Hveragerði. Þar var komið að Grýtu gjósandi, en meira átti eftir að ske. Síðan var farið að stóru borholunni, sem sögð er búa yfir svo mikilli orku, að nægja myndi til að hita alla Reykjavík. Þarna var í fyrstu ekkert að sjá nema stóran krana á röri, sem stóð upp á endann. Menn frá Jarðborunum ríkisins opnuðu nú holuna og gaus þá vatns- og gufusúla marga tugi metra í loft upp, með gný mikl- um. Var þetta stórfengleg og ævintýraleg sjón, sem vakti geysihrifningu. Og voru nú myndavélar óspart á lofti. Eftir nokkra stund var lokað fyrir aftur og var þá ekkert að sjá. Var það mál manna, að lokunin væri að sumu leyti jafnvel ennþá áhrifameiri en opnun holunnar. Mun mörgum hafa fundizt þessi fyrr. Árið 1922 fluttist hann að Undralandi við Reykjavík og átti þar heima til dauðadags. Hann lézt hinn 6. október 1928, 67 ára að aldri. Jóhanna kona hans, sem í hvívetna hafði verið honum styrk stoð, lézt 10 árum síðar, árið 1939, 63 ára. Iíún var glæsileg kona og fylgdi fram breyt- ingum og nýjungum tímans, svo sem hann gerði. Stefán var fríður maður og höfðinglegur, hógvær og kurteis í framgöngu, en engum duldist kapp hans til þess að koma áhugamálum sínum fram. Það er ekki svo, að hér sé um ævisögu að ræða, þótt nokkrar myndir hafi verið dregnar úr lífi þessa eldfjöruga umbótamanns. Hann lét eftir sig í handriti ýmsar merkar ritgerðir. Má meðal þeirra nefna: Hvað ég hef hugsað, viljað og reynt, og: Fyrirkomulag mannfélagsins árið 2000. Á morgni þessarar aldar kom hann fram sem lúðurþeytari nýja tímans. Og með sínu glaðlega yfirbargði fellur hann inn í mynd hinnar ungu borgar, sem enn er á barnsskónum og lifir í eftir- vænting hvern nýjan dag. undur og stórmerki hámark ferðarinnar. Hádcgisverður var borðaður í Skíðaskálanum í Ilveradölum og komið var til Reykjavíkur um þrjúleytið. Þurfti nú margt að gera, enda ætluðu flestir að fljúga næsta dag á landfræðiþingið í Stokkhólmi. Síðasta sameiginlega borðhaldið fór fram í Þjóð- leikhúskjallaranum um kvöldið. Var þar skipzt á kveðjum og ferðarinnar minnzt. Einkum varð mönnum tíðrætt um hinn ágæta fararstjóra, Sig- urð Þórarinsson, en hann hafði orðið að yfirgefa hópinn þremur dögum áður til þess að taka að sér stjórn sams konar ferðar 60 jarðfræðinga um landið. ★ Veðrið sem landfræðingarnir fengu í þessari ferð var í löku meðallagi, og langt fyrir neðan meðallag þessa góðviðrissumars. Þannig var enginn dagur einn af þessum dásamlegu góðviðrisdögum, sem stundum koma, og oft komu í sumar. Þrátt fyrir þetta má fullyrða, að þátttakendurnir voru hinir ánægðustu með ferðina í heild og sumir þeirra ætla að koma hingað aftur. Þegar til Stokkhólms kom, fóru menn að bera þessa ferð saman við ferðir, sem starfsbræður þeirra höfðu farið um hin Norðurlöndin. Virtist íslands- ferðin vekja hvað mesta athygli og hafa yfir sér ævintýrablæ. frjáls verzlun 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.