Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 29

Frjáls verslun - 01.04.1961, Page 29
V. Nú var það, eftir að Lil Reykjavíkur kom, að þau hjónin settust fyrst að í leiguhúsnæði við Laugaveg 10. Stefán sótti þá um stvrk til Alþingis til þess að koma upp trésmiðaverksmiðju í Reykja- vík. Ekki hlaut hann hinn umbeðna styrk, en nokkrum missirum síðar komst skriður á þessa hugmynd, og urðu fyrstir til þess að koma henni í framkvæmd Jóhannes Rcykdal, sem stofnaði tré- smíðastöð í Hafnarfirði, og nokkru síðar smiðir í Reykjavík, er stofnuðu til félagsskapar um verk- smiðjuna Völund. Stcfán hafði skrifað margt um landbúnað, m. a. um smjörgerð, alifuglarækt, um kjötverkun, fjár- sölu, hagnýtingu og meðferð mjólkur, svo nokkuð sé nefnt. Þegar þau hjón settust að á Laugavegi 10, var engin mjólk flutt til Reykjavíkur, svo að mjólkurskortur var í bænum. Stefán hófst nú handa og setti á fót mjólkurbúð á Laugavcgi 10, og var það hin fyrsta mjólkurbúð í bænum. Einnig hafði hann þar brauðasölu. Stofnaði hann lil félagsskapar meðal bænda í nágrenni Reykjavíkur um sölu mjólkur. Sendi hann mann daglega mcð klyfjahest út á Álftanes til þess að sækja mjólkina, en eftir að akfær vegur var lagður þangað, sendi hann hestvagn. Hélt hann þessu áfram til ársins 1903, en þá fluttist hann í nýtt hús, sem hann hafði byggt á Laugavegi 104, og nefndi húsið Lund. Hann byggði liúsið sjálfur í amerískum villustíl. Stendur það enn og er nú Laugavegur 124, á horn- inu á Rauðarárstíg og Laugavegi. Þarna í Lundi hóf Stefán markverðar fram- kvæmdir, svo sem víðar. í kjallara hússins setti hann upp fyrstu gcrilsneyðingarstöð hér á landi. Pasteuriseraði hann mjólk og seldi í flöskum út í bæinn. Þótti það mikil og góð nýbreytni. Þá setti hann ujjp vindmyllu og malaði þar m. a. banka- bygg og rúg heilan, til þess að fá betra mjöl í brauð Lét hann bakara baka úr mjöli þessu. Þóttu þau brauð betri en rúgbrauð úr erlendu sigtuðu mjöli. Á þessum árum setti hann einnig upp bú í Hliðsnesi á Álftanesi. Keypti hann jörðina, en ráðskona hjá honum var Marta systir hans. Var mjólkin frá Hliðsnesi og öðrum bæjum á Álftanesi flutt að Lundi og dreift þaðan út um bæinn. Kom honum til hugar að nota sjávarföllin í Hliðsnesósn- um, beizla þau, og fá þar orku til raflýsingar. Jafnframt þessum og öðrum margháttuðum framkvæmdum, hélt Stefán áfram innflutningi ým- issa nytjavéla. Auk þeirra, sem áður cru nefndar, kom hann nú með þvottavélar og þvottavindur, ennfremur gólfþvottavélar. Enn má nefna kvarn- ir, sem mölnðu korn og hörð þurr bein, — snðu- skápa, sem í mátti sjóða „allt að 4 mata (rétti) í einu við sama hitann“, og spara með því eldivið, tíma og fyrirhöfn, — seyðslukistur, er voru til að „seyða (fullsjóða) í allskonar mat, baka í brauð o. fl.“ Var að þeim mikil eldiviðarsparnaður. Þá kom hann með olíugasvélar og húshitunarvélar. Þær síðarnefndu voru miðstöðvarhitunarvélar, sem leiddu útiloftið upjihitað til allra herbergja hússins, og spörnðu mikinn eldivið miðað við ofnakvndingn. Ymsar iðnaðarvélar og landbúnaðarvélar flutti Stefán fyrstur manna inn í landið. Þannig var, til dæmis að taka um fyrstu dráttarvélina, sem til landsins kom. Stefán pantaði hana fyrir Þórð Ás- mundsson á Akranesi. Það var árið 1918. Var sú vél til sýnis á landbúnaðarsýningu fyrir nokkrum árum. Einnig hafði hann á boðstólum kornmylnur, lil að „mala og valsa allskonar korntegundir“, fisk- úrgangsmylnur „til að mala allskonar landdýra og fiskbein, hausa og hryggi, til fóðurs og áburðar“, og jarðeplavélar „til að sá, taka upp og hreinsa jarðepli með“. Þá skal þess getið, að hann flutti inn fyrir landstjórnina eina brú, á Jökulsá í Dal. Stefán hafði fengið borgarabréf eða verzlunar- leyfi strax er hann kom til Reykjavíkur 1901. Hélt hann jafnan uppi innflutningi, þótt hann sneri sér að öðrum störfum jafnhliða. Á styrjaldarárunum 1914—1918, er öll sambönd rofnuðu við Evrópu Þvottavél tlutt inn ai Steiáni FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.