Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 7
tekur til starfa, hættir Verzlunarsparisjóðurinn starfsemi sinni, en bankinn tekur við öllum skuld- bindingum sparisjóðsins. Verzlunarsparisjóðurinn var stofnaður 4. febrúar 1956 fyrir forgöngu MO einstaklinga og fyrirtækja úr verzlunarstétt. Var stofnfé sparisjóðsins 1,5 milljónir kr. Sparisjóður- inn hóf starfsemi 28. sept. sama ár, og var starf- semi hans í Hafnarstræti 1. Reyndist það liinn mesti happastaður. Verzlunarsparisjóðurinn náði mjög fljótlega miklum viðskiptum, sem farið hafa vaxandi með ári hverju. Var hann orðinn stærsti sparisjóður landsins í lok ársins 1958 og hefir verið það síðan. Þegar sýnt þótti að sparisjóðs- formið hentaði eigi lengur hinni umfangsmiklu starfsemi, sneri stjórn sparisjóðsins sér til rík- isstjórnarinnar á öndverðu ári 1960 og óskaði eftir því að heimilað yrði að breyta sparisjóðnum í verzlunarbanka. Fékk málið sérstaklega góða fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar, er beitti sér fyrir flutningi lagafrumvarps á Alþingi um Verzlunar- banka íslands h.f., og var frumvarpið samþykkt samhljóða. Fyrir þá myndarlegu málsmeðferð alla þakkar verzlunarstéttin að verðleikum öllum hlut- aðeigandi, þar sem gert var kleift að hrinda í framkvæmd áratuga áhugamáli margra mætustu manna íslenzkrar verzlunarstéttar. Þegar að samþykktum lögum um Verzlunar- bankann ákváðu ábyrgðarmenn Verzlunarspari- sjóðsins á fundi sínum 14. júní s.l. að neyta heim- ildar laganna og stofna bankann. Hófst þá söfnun hlutafjárloforða, og gekk hún mjög greiðlega. Var henni lokið um miðjan janúar sl. Er nú þegar rúmur helmingur hlutafjárins innborgaður, en samkvæmt hlutafjárloforðum verður allt hlutafé bankans inn- borgað fyrir lok ársins 1963. A stofnfundi bankans hinn 4. febrúar sl. voru kjörnir í bankaráð þeir Egill Guttormsson, stór- kaupmaður, Þorvaklur Guðmundsson, forstjóri og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur. Þeir liafa allir átt sæti í stjórn Verzlunarsparisjóðsins frá upphafi. Formaður bankaráðs er Egill Guttorms- son. Bankastjóri Verzlunarbankans verður Höskuldur Ólafsson, lögfræðingur, sem verið hefir sparisjóðs- stjóri Verzlunarsparisjóðsins frá því hann tók til starfa. Aðalbókari verður Lárus Lárusson og aðal- gjaldkeri Björgúlfur Bachmann, en þeir hafa báðir gegnt þeim störfum í Verzlunarsparisjóðnum frá byrjun. Annað starfslið bankans er hið sama og gegnt hefir störfum í Verzlunarsparisjóðnum. Á sl. ári var gerður leigusamningur við eigendur hússins Bankastræti 5 um leigu hluta hússins fyrir starfsemi fyrirtækisins. Á sl. hausti var hafizt handa um breytingar á húsnæðinu, og var þeim langt komið, er stórskemmdir urðu af eldsvoða í lok febrúar. Seinkaði það flutningi um mánaðartíma. Má þakka röskleika þeirra manna, er hér hafa staðið fyrir verkframkvæmd, að unnt var að bæta tjónið svo skjótt sem raun varð á. Vil ég hér geta þeirra manna, er staðið hafa fyrir verkfram- kvæmd. Arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kristinsson hafa teiknað innréttingar og haft fyrirsögn um fyrirkomulag. Böðvar Bjarna- son, húsasmíðameistari, hafði yfirumsjón með verk- inu. Ólafur Pálsson, byggingarmeistari, annaðist múrverk. Sæmundur Sigurðsson, málarameistari, annaðist alla málun. Valur Einarsson, veggfóðrara- meistari, vann dúklagningu og veggfóðrun. Tré- smiðjan hf. undir stjórn Guðmundar Pálssonar, og járnsmiðja Gríms og Páls hafa annazt smíði afgreiðsluborða. Sigurjón H. Sigurjónsson, annaðist lagniugu hita- og vatnskerfis og Steinn Guðmunds- son, rafvirkjameistari, hafði yfirumsjón raflagna. Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur, teiknaði banka- hvelfingu í kjallara og Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur, teiknaði hitalögn. Gluggatjöld eru frá Gluggum hf. og gólfábreiður frá Teppi hf. ★ Við, sem höfum forystu um stjórn bankans, væntum þess, að hann njóti ekki síður en Verzl- unarsparisjóðurinn viðskipta almennings. Bankinn mun kappkosta að vera hlutverki sínu trúr og veita á hverjum tíma þá þjónustu, sem hann megn- ar. Verzlunarbankinn óskar eftir góðu samstarfi við þá banka, sem nú starfa í landinu, og væntir þess að sú góða samvinna er Verzlunarsparisjóðurinn hefir átt við peningastofnanir í landinu, bæði banka og sparisjóði, megi haldast. íslenzk verzlunarstétt fagnar því, að Verzlunar- banki íslands h.f. tekur til starfa. Hún væntir þess, að hann verði í framtíðinni öflug lyftistöng fram- taks og framfara í landinu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna var stofnaður 1956, og standa að honum annars vegar samtök kaup- sýslumanna, Vinuveitendasamband íslands og Félag ísl. iðnrekenda, en hins vegar samtök laun- FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.