Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 6
Yerzlunarbankinn tekur til starfa Hér fer á eflir ræða, er Egill Guttorms- son flutti á l’undi með fréttamönnum 7. apríl 1901 í tilefni af opnun Verzlunar- banka íslands h.f. Síðan er birt ávarp Iljartar Jónssonar við sama tækifæri. Verzlunarbanki íslands h.f. er stofnaður fyrir forgöngu ábyrgðar- manna Verzlunarsparisjóðsins, samkvæmt heimild í lögum nr. 40 frá 10. júní 1960. Hlutafé bank- ans er 10,2 milljónir króna, en sam- kvæmt ákvörðun stofnfundar bankans hinn 4. febrúar sl. er bankaráði heimilt að bjóða út auk- ið hlutafé, að upphæð 2 milljónir króna á fyrsta starfsári bankans, og mun það útboð verða gert næstu daga. Hlutverk Verzlunarbankans verður að styðja verzlun lands- mánna og greiða fyrir fjármála- viðskiptum þeirra einstaklinga og fyrirtækja, er hafa innflutning og vörudreifingu innanlands að at- vinnu. Bankinn mun annast alla innlenda bankastarfsemi, svo sem innlánsviðskipti í sparisjóð og hlaupareikning, kaup og sölu víxla, tékka og ávísana og inn- heimtustörf. Enda þótt bankinn hafi eigi enn heimild til erlendra viðskipta, er það skoðun forráða- manna hans, að það sé eðlilegt og nauðsynlegt að verzlunarbanki hafi slíka starfsemi með höndum, og mun verða stefnt að því að afla slíkrar hcimildar. Um leið og Verzlunarbankinn Á efstu myndinni er siarfsfólk í innlóns- deildum Verzlunarbankans og sú næsta er einnig tekin í sama afgreiSBlusal ó 1. hæð. Neðsta myndin sýnir afgreiðslusal innheimtudeildar á 2. hæð 6 FR J Á LS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.