Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 34

Frjáls verslun - 01.04.1961, Side 34
stundað veiðar að vetrum fyrir Suðurlandi, sem þó er undir flestum kringumstæðum arðvænlegast. — Norðlendingar stunda að mestu leyti fisk- og síldveiði með skipum þeim, er þeir áður höfðu til hákarlaveiða, og hafa þar að auki aukið skipastól sinn árlega með nokkuð stærri skipum. Kútterum frá 50—60 smálestir að stærð. Áhuginn er því almennt vakinn, og hugsjónirnar til framkvæmda eru miklu víðtækari en áður, en þetta hvorttveggja, sem er drifhjólið til atorku og dugnaðar við hverja atvinnugrein sem er, kemur því til leiðar, að menn hætta sjaldan við hálfunnið verk, eða standa sjaldan úrræðalausir. En hitt get- ur vel orsakazt, að það fyrirkomulag, sem er á einhverjum atvinnuveg sé af ýmsum óviðráðanleg- um ástæðum orðið svo, að ef það heldur áfram í sama horfi og eitthvað út af ber, getur orðið til tjóns, og þar með stofnað velferð fjölda manna í hættu, ef ekki er tekið til allrar varúðar í tíma. Þannig er því varið með þilskipaútveginn hér á landi, um þessar mundir, og viljum vér benda á nokkur atriði þessu viðvíkjandi, ásamt því, að koma með nokkrar bendingar í þá átt, að auðið yrði að koma þessu í hagfelldara horf. Aldrei mun fiskafli og fiskverð hafa gefið jafn- mikið tilefni til ávinnings síðan þilskipaútvegurinn hófst, eins og einmitt nú þessi síðustu ár, þar sem livorttveggja hefir verið betra og meira en nokkurn tíma áður, en þó verður þessara áhrifa svo lítið vart og jafnvel gætir alls ekkert; skipum hefir ekki fjölgað, efnahagur manna yfirleitt ekki batnað meira en áður og þó munar það 100 þúsunda kr., sem borizt hefir meira á land nú en áður. Mjög mikið stafar þetta af því, að útvegurinn var byrjaður í fátækt, og menn keyptu þá gömul skip til útgerðarinnar, og urðu að sníða það mikið eftir efnum og ástæðum. III GujusJcip til botnvörpuveiða Vér höfum áður vikið að því, að þilskipaútvegur- inn hófst hér fyrst þegar Englendingar tóku að fiska með gufuskipum. Þessi fiskveiðastefna Eng- lendinga hafði því afar mikil áhrif hér á landi, ekki einungis í því tilliti að Islendingar eignuðust þilskip með tiltölulega mjög lágu verði, heldur ger- breytti það um leið fiskveiðaaðferðinni, og færði oss miklu nær því takmarki, að keppa við útlend- ingana við strendur landsins. Að öðru leyti myndaði þessi hreyfing verklegan skóla fyrir fiskimenn og sjómenn. sem þeir áttu ekki kost á að fá áður, og er það þilskipaútveginum að þakka, að íslendingar — sérstaklega Sunnlendingar — geta hvað dugnað á þilskipum snertir jafnazt við hverja sem er af útlendum fiskimönnum. Jafnhliða fiskveiðaútveginum hafa einnig aðrir atvinnuvegir vaxið, og afurðir landbúnaðarins hafa hækkað í verði, en meðfram hefir líka vaxið sam- keppni milli þessara atvinnuvega, sérstaklega að einu leyti, og það er um vinnukraftinn. Það virðist vera svo, að í þessu landi sé yfirgripsmikið verk- efni fyrir mörgum sinnum fleiri menn en það hefir fram að bjóða, og atvinnuvegirnir kalla því eftir meiri vinnukrafti en fæst. Þetta hefir líka orðið tilfinnanlegt fyrir sjávarútveginn og er ein af aðal- torfærunum nú, í veginum fyrir að hann þrífist í þeirri stefnu, sem hann er. Þegar svo þess er gætt, að fiskiútvegurinn, sér- staklega á þilskipum, er nú allt annað en rekinn á þann hagkvæmasta hátt, og að hann getur nú ekki lengur jafnazt við rekstur útlendinga í þessu tilliti, þá verður auðsjáanlega að leita annarra hjálpar- meðala, sem gera auðveldara að reka atvinnuveg- inn, um leið og ráð eru fundin til að gera hann arðmeiri. Að fiskveiðarnar geti haldið áfram að taka fram- förum hér, með sama fyrirkomulagi og nú er .virðist óhugsandi; betri og fullkomnari áhöld og verkfæri hjá útlendingum sem keppinautum á aðra hliðina, og dýr og ónógur vinnukraftur á liina hliðina, þetta stuðlar að því, að annarra bragða verður að leita til þess að sporna við að tilfinnanleg afturför komi, sem örðugt verður að rétta við úr aftur. Það virðist því liggja beint við að sýna fram á þá stefnu, sem hann að sjálfsögðu á að taka, og sem betur fer er farið að sýna sig að heppnast vel, þar sem þegar hafa verið gerðar tilraunir í þá átt. Að gera eitt eða fleiri lilutafélög úr þilskipaút- veginum við Faxaflóa og annars staðar, t. d. á Vestur- og Norðurlandi, er vissasti vegurinn og sá eini, sem álitizt getur affarasæll, og að öðru leyti að minnsta kosti smátt og smátt hverfa frá hand- færaveiðinni og byrja á lóðaveiðum. Ilandfæraveiði á þilskipum krefur fjölda manna, að fiska á sama hátt og Færeyingar, hefir verið margreynt, en hefir ekki tekizt, — eins og líka slíkt fyrirkomulag væri eins og nú er komið, lítil eða engin framför. 34 FRJÁliS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.