Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1961, Blaðsíða 24
var ckki höfð löng viðdvöl, enda var þá mjög hvasst. Gullfoss brást ekki frekar en endranær en birtan leyfði enga stórfenglega myndatöku. Til að gefa ferðalöngunum nokkra innsýn í fortíðina var ckið alla leið að Stöng í Þjórsárdal og þóttu tóftirnar þar mjög girnilegar til fróðleiks. Þurfti nú að hafa hraðann á, því að kvöldmatur og gistirúm biðu í Vík í Mýrdal. Munu margir hafa verið orðnir svangir, þegar sezt var að kvöldverði. Einna mestur matmaður í hópnum mun Tikho- mirov hinn rússneski hafa verið, enda þrekinn mjög. Sigurður Þórarinsson íslenzkaði fljótlega nafn hans og kallaði „Þykkamirov”, og lét viðkom- andi sér það vel líka. Hann er grasafræðingur og hefur verið íslenzku skógræktinni hjálplegur um fræöflun. Tikhomirov var mjög hrifinn af skyri og vildi kynnast framleiðsluaðferðinni. Stundum þegar leið að máltíðum, síðustu daga ferðarinnar, þá kom hann til undirritaðs og sagði: Valdimar! Skyr! — og vildi þar með gefa til kynna, að sig fýsti að fá enn einu sinni uppáhaldsfæðu sína í ferðinni. Annars gerðu 20 af hinum 30 útlendingum skvr- inu góð skil. í fyrsta skipti sem það var borið á borð var að sjálfsögðu ekki vitað um undirt.ektirnar og var þá jafnframt borinn fram ávaxtagrautur, Boris Tikhomirov, hinn rússneski og Japaninn Kaoru Tanaka við myndatöku í Vík í Mýrdal 24 fyrir þá sem e. t. v. vildu ekki skyrið. Þetta olli nokkrum misskilningi. Sumir tóku grautinn og hrærðu honum saman við skyrið — og þótti herra- mannsmatur! í Vík þurftu margir að gista á einkaheimilum, eins og vitað var fyrir. Gekk það ágætlega enda eru Víkurbúar góðir heim að sækja. Bíllinn stóð fastur á brúnni Nú var ferðinni heitið austur að Kirkjubæjar- klaustri. Fyrst var ekið að Hjörleifshöfða og geng- ið upp á hann. Var veður þá ljómandi gott og mikið vitsýni frá höfðanum. Þar var skoðað eyðibýli, sem erfiðir aðdrættir höfðu skapað örlög. Síðar um daginn var ekið um Mýrdalssand, þar sem vegagerðarmenn hafa að undanförnu átt í sem mestuin erfiðleikum vegna óstöðugleika vatnanna. Mátti glöggt sjá á stóru svæði, hvernig vatnið beið færis að grafa sig í gegnum veginn. Miklum erfiðleikum olli að komast yfir Brúna á Hólmsá. Á brúnni er allmikil beygja, og þar sem hún er mjög mjó, þá stóð bíllinn í rauninni fastur á rniðri brú. En fyrir dugnað bílstjórans og með því að nota nokkra tréklossa var hægt að hnika bílnum svo til, að hann komst yfir. Hótelið á Kirkjubæjarklaustri er ekki stærra en svo, að þar komst aðeins helmingur hópsins fyrir. Allmargir sváfu í svefnskála, sem notaður er fyrir verkafólk í sláturtíðinni og þeinv sem þá voru eftir, var dreift á bæi í nágrenninu. Gekk þetta allt heldur vel. Um kvöldið var skoðað leiði séra Jóns Stein- grímssonar og „Kirkjugólf“, og einhverjir gengu að Systrastapa. Daginn eftir voru Dverghamrar skoðaðir og síðan ekið austur fyrir Lómagnúp. Gengið var upp í hlíð- ar hans og horft til jökla yfir liinn mikla Skeiðarár- sand. Þótti það mikilfengleg sjón. En því miður sáust aðeins undirhlíðarnar á Öræfajökli. Nokkru eftir að snúið hafði verið vrið, sást þó mikið af jöklinum. Var nú haldið sömu leið til baka um Kirkju- bæjarklaustur og að Vík, þar sem enn var gist. Nokkrir skoðuðu fuglabjargið vestan þorpsins áð- ur en gengið var til náða það kvöldið. Næsta dag var gengið að Sólheimajökli og höfðu fáir ferðalanganna áður komizt í snertingu vdð jökul. Ekið var að Skógarfossi, borðað í Múlakoti og skógræktarstöðin að Tumastöðum skoðuð. Nokk- Framh. á bls. 81 FR.T4PS VERZLUÍf

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.