Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1961, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.1961, Qupperneq 33
að koma til leiðar einhverju óbrigðulu hjálpar- meðali, sem leiddi til framkvæmda við fisk- veiðarnar, og ekki hvað sízt í þessum lands- hlutum, þar sem fátæklingarnir oft deyja hóp- um saman af hungri og harðrétti“. Öld eftir öld eða rúm 500 ár höfðu íslendingar séð útlendinga reka hér á þilskipum sínum fram með ströndinni, án þess þó menn gæfu því veru- legan gaum að öðru leyti en því, að menn kvörtuðu yfir ásælni þeirra, ef þeir sýndu ójöfnuð eða yfir- gang, en að öðru leyti virðast hafa verið gerðar Iitlar ráðstafanir í þá átt, að taka upp veiðiaðferðir þeirra, og væri slíkt gert, strandaði fyrirtækið á þekkingarleysi, mótspyrnu og hleypidómum ein- stakra manna. Eitt, sem hefir átt mikinn þátt í því, að menn hafa ekki á fyrri tímum fengið sér þilskip til fisk- veiða, er fátæktin, og annað hitt, að menn hafa yfir höfuð ekki álitið þilskipin fiskisælli eða gróða- vænlegri en opna báta; að útlendingar hefðu þau væri eingöngu af því, að þeir þyrftu þeirra með til þess að geta stundað hér veiðarnar, svo langt frá sínum heimkynnum. Seinni ára reynsla hefir þó ljóslega sýnt það, hvað vel útbúin þilskip geta ausið upp miklu meira fé að tiltölu við opin skip, og hin mikla viðkoma á skipastólnum á tiltölulega fáum árum, sýnir, að menn hafa fljótt sannfærzt um yfirburði þeirra. ★ Eins og áður er frá sagt, hefir þilskipaútveg- urinn fæðzt og vaxið á fáum árum. Dugnaður og framtakssemi einstöku manna hefir átt mest- an þátt í þessu; þar að auki eru margir aðrir atburðir, sem hafa stutt að því sama; þar með má telja kaupmarkaðinn á enskum fiskiskipum á Eng- landi, stofnun stýriinannaskólans og landsbankans, bygging ís- og síldarhúsa, myndun ábyrgðarfélaga og styrk landssjóðs til skipakaupa o. fl. o. fl. Þetta allt saman hefir stuðlað að vexti og viðgangi þil- skipaflotans og komið honum á það stig sem hann er nú á. Með þilskipaveiðunum hafa Islendingar þannig stigið það stóra framfaraspor, að þeir hafa tekið upp sömu veiðiaðferð og útlendingar hafa haft öldum saman hér uppi við landið; aðeins með þeim mis- mun, að skipin svara meira til kröfu nútímans cn þeirra tíma skip hefðu getað, og ýmis önnur atriði fullkomnari viðvíkjandi veiðinni, en veiðiaðferðin hin sama. Þetta getur kallazt mjög mikil framför, en er þó í raun og veru ekki annað en eðlileg rás við- burðanna. Að Islendingar hafa ekki fyrr tekið upp veiðiaðferðir útlendra þjóða, hafandi dæmi þeirra fyrir augum sér svo langan tíma, sýnir, hversu nægjusemin með verandi kjör hefir verið mikil, og jafnframt hversu óhagstæð öfl hafa um langan tíma getað hindrað eðlilega og sjálfsagða þjóðarmenning. II Þ ils k i paútv e gurin n Flestum Islendingum þykir að sjálfsögðu meiri ánægja að líta á hafnirnar víðs vegar um landið nú á sumrin og vorin — að minnsta kosti við Suður- og Vesturland — en fyrir um 30 árum síð- an; þá þótti það stórundarlegt að sjá íslenzk þil- skip innan um flota útlendinga, lueði Frakka og dönsk verzlunarskip. Auðvitað voru þá nokkur þil- skip eign Islendinga, en flest þeirra stunduðu há- karlaveiðar, sem á þeim tímum var arðvænlegt. Venjulegt var þá, að einstöku íslenzkir fiskimenn réðu sig um miðsumarstímann á verzlunarskipin, sem brugðu sér út á fiskimiðin á meðan þau biðu eftir haustförmunum. Þetta tíðkaðist fram til um 1890, en hvarf svo úr sögunni með seglskipunum. Nú er sem betur fer, öldin önnur, nú stunda Is- lcndingar veiðar á eigin skipum, og íslenzku þil- skipin standa að mörgu leyti ekki hinum neitt að baki; en þó verður því samt ekki neitað — þrátt fyrir framfarir seinni tíma — að mörgu er ábóta- vant við fyrirkomulagið eins og það er, og margt þyrfti að gjörbreytast. Þilskipaveiðin Iiófst með því, að smáþiljuskip voru tekin upp í stað opinna báta, og hafa þau, einkum hér á Suðurlandi, farið smástækkandi með tímanum, og jafnframt því, að fiskurinn hefir verið sóttur æ lengra og lengra; þetta hefir jafnvel gengið svo ört, að nú þykja þau skip ckki lengur hæf, sem fyrir 15 árum síðan þóttu ágæt, og bera langt af öðrum. Vestfirðingar liafa þó lengst haldið sínum smá- skipum, og lialda þeim flestum cnn þann dag í dag, og þykja þau eins og þar hagar til, að mörgu Ieyti heppilegri, ódýrari útgerð og minna mannahald, þótt þeir þar af leiðandi fari á mis við að geta FRJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.